blaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 22
22 I VIÐTAL
LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 blaðid
„Halldór var tabú á minu œskuheimili"
Blaðið/SteinarHugi
Náttúruunnandinn, þingmað-
urinn og ráðherran fyrrverandi,
Hjörleifur Guttormsson, ólst upp
við aðstæður alls ólíkar þeim
sem aðrir íslendingar hafa notið.
Faðir hans var um áratugi skóg-
arvörður i Hallormsstað og þar
innan um hávaxinn gróðurinn
eyddi Hjörleifur uppvaxtarár-
unum. Hjörleifur hefur að miklu
leyti eytt starfskröftum sínum
í þágu náttúruverndar. Frá því
hann kom heim frá háskólanámi
í Þýskalandi árið 1963 hefur
hann verið í forystu opinberrar
umræðu um umhverfis- og nátt-
úruvernd. Hann var frumkvöðull
við lagasmíðar á sviði umhverfis-
og náttúruverndarmála og sat
lengi í Náttúruverndarráði. í dag
verður haldið málþing til heiðurs
Hjörleifi í tilefni af sjötugsafmæli
hans síðasta haust. Að málþing-
inu stendur fjöldi útvistar- og
náttúruverndarsamtaka sem vilja
með því sýna Hjörleifi virðingu
og þakklæti fyrir mikið og gott
starf í þágu umhverfis- og nátt-
úruverndar. Erna Kaaber hitti
Hjörleif og spjallaði við hann um
uppeldisárin og ævistarfið.
Hvernig var að alast upp í
skóginum?
„Það var yndislegt í einu orði sagt
og ég varð eiginlega hissa sem barn
þegar ég fór út fyrir og sá þetta nakta
land og allt aðra náttúru. Kostir Hall-
ormsstaðar voru að þó þetta væri
sveit þá var þarna iðandi mannlíf
aðkomufólks bæði vetur og sumar.
Það var þarna húsmæðraskóli sem
föðursystir mín stofnaði 1930 og þar
fengum við tvíburabróðir minn að
sækja tíma. Við kláruðum barna-
skólann ellefu ára og fengum svo að
sækja nokkra tíma þar. Okkur var
auðvitað strítt á þessu en við létum
það ekkert á okkur fá.
Á þessum árum, upp úr stríðinu
þegar bílaeign jókst, komu margir
ferðamenn og þá vorum við fengnir
sem leiðsögumenn til að fara með
fólk um skóginn.
Greina þessar uppeldisað-
stœður þig kannski frá öðrum
íslendingum?
Ekki myndi ég vilja taka svo stórt
upp í mig en auðvitað hefur það
mótandi áhrif á sýnina til mögu-
leika íslenskrar náttúru til að spjara
sig eftir eigin lögmálum. Það vill
reyndar svo til að náttúrufræðiáhug-
inn liggur í legg forfeðra minna
alveg aftur á átjándu öldina. Langa
langafi minn, Guttormur Pálsson,
lærði í Skálholtsskóla í kringum
1790 hjá Hannesi Finnssyni biskupi
og komst þar í erlend rit. m.a. Flora
Danica. Hann var mjög grasafróður
og útlendingar heimsóttu hann. Hen-
derson lýsir honum sem mjög nátt-
úrufróðum manni. Tengdasonur
hans, Sigurður Gunnarsson, langafi
minn var einnig náttúrufræðingur
og sá maður sem þá þekkti öðrum
betur hálendi Islands. Mér verður
oft hugsað til þessa forföður míns
vegna ferða minna og starfa.
Lærði iandafræði í gegnum
styrjaldafréttir
Hvencer kviknar áhugi þinn á
stjórnmálum?
Ég var mikill áhugamaður um
stjórnmál alveg frá blautu barns-
beini. Ég ólst upp á tímum seinni
heimstyrjaldar en ég var fjögurra
ára þegar stríðið braust út. Það var í
fyrsta skipti keypt útvarp á heimilið
árið 1940 og það var setið við það og
fylgst með þessum mikla hildarleik
með landabréfið fyrir framan sig.
Þannig lærði ég mína landafræði, í
gegnum styrjaldarfréttir. Þetta ýtti
undir áhuga á alþjóðamálum og þar
af leiðandi stjórnmálum. Ég hef alla
tíð litið á stjórnmál sem sjálfsagðan
hluta tilverunnar. Ég lít ekki svo á að
heitið stjórnmálamaður eigi að gilda
um þá sem hafa atvinnu af stjórn-
málastarfi. Stjórnmálin ættu að vera
sjálfsagður hluti af lífi hvers manns
og eru auðvitað undistaða lýðræðis,
það að almenningur taki virkan þátt
og hafi áhuga á stjórnmálum.
Hvernigfinnstþérhorfa um áhuga
ogþátttöku almennings í dag?
Mér finnst því miður áhugi
manna hafa dalað mikið. Það hefur
þrengst mikið sýn manna til sam-
félagslegrar þátttöku. Það á ekki
bara við um stjórnmálaflokkana
og hin hörðu stjórnmál. Það á við
um svo fjölmargt annað sem varðar
samfélagið. Fólk sinnir öllum mögu-
legum hlutum og hefur áhuga en
það er miklu þrengra sjónarhorn og
þrengra svið sem menn eru að skipta
sér af. Þetta er hluti af einstaklings-
hyggju sem hefur vaxið til muna í
seini tíð. Sú sýn að hver og einn eigi
að hugsa um sig og að menn eigi
fyrst og fremst að skara eld að sinni
köku efnalega séð er ekki æskileg.
Ef ná á samfélagslegum árangri þarf
að hlúa að samfélaginu í heild en
hver og einn ekki bara hugsa um sitt
þrönga svið. Neyslukapphlaupið er
mjög tímafrekt og íslendingar eru jú
þekktir fyrir það að vera vinnusamir
og taka að sér aukastörf í brauðstrit-
inu til þess að geta tryggt sér efnis-
leg gæði. Þetta hefur að mínu viti oft
verið á kostnað þess að standa vörð
um samfélagsleg gildi.
Einkabréf áforsíðu
Morgunblaðsins
Hvað mótaði þína
hugmyndafræði?
Eg taldi mig sósíalista þegar ég
fór til náms í Austur-Þýskalandi. A
menntaskólaárunum á Akureyri yf-
irgaf ég æskuýðssamtök Framsókn-
arflokksins þegar bandaríski her-
inn kom hér á einni nóttu 1951. Þá
hrundi það traust sem ég bar til for-
ystu þess flokks. Menn gengu á bak
orða sinna með mjög grófum hætti.
Menn lofuðu því þegar þeir studdu
inngöngu í Atlantshafsbandalagið
1949 að hér yrði aldrei her á friðar-
tímum. Svo kemur í ljós vorið 1951
að búið er að gera íeynisamning
sem enginn vissi af, ekki Alþingi,
heldur aðeins fáir útvaldir. Það var
engin umræða. Hér var bara allt í
einu kominn her. Ég var leitandi
i tvö ár og að velta hlutunum fyrir
mér. Ég náði tengslum við róttæka
námsmenn fyrir norðan, gerðist þar
formaður í málfundafélagi og var þá
komin í fyrsta félagsmálahlutverkið
sem ég tók að mér.
Allt þetta blandast saman, stríðið,
alþjóðapólitíkin, innanlandspólit-
íkin og kalda stríðið. Maður komst
á bragð róttækra höfunda eins og
Halldórs og Þórbergs á mennta-
skólaárunum. Halldór var tabú á
mínu æskuheimili en ég lá í bókum
hans og fleiri róttækra rithöfunda á
menntaskólaárunum.
Hvernig stóð á því að þú fórst til
náms í Austur-Þýskalandi?
Ég ætlaði að nema líffræði sem
var þá ekki kennd víða. í náttúru-
fræðum voru í þá daga kenndar
þröngar sérgreinar, dýrafræði, grasa-
fræði, fuglafræði o.s.frv. Ég vildi
fara í breitt nám og var að leita eftir
skóla sem kenndi líffræði. Á Norður-
löndum var enn verið að greina nátt-
úrufræðina niður I einstaka þætti í
háskólum. Það var byrjað að kenna
líffræði í Þýskalandi og það var ein
ástæðan fyrir því að ég valdi há-
skólann í Leipzig til náms. Öðrum
þræði var það heimspekilegur
áhugi líka. Ég hafði á menntaskóla-
árunum vaxandi áhuga á að skapa
mér heimsmynd og safna í sarpinn
til að reyna að skilja tilveruna. Mér
fannst að náttúrufræði á breiðum
grunni hlyti að vera gefandi í þeim
efnum og ég hef ekki orðið fyrir von-
brigðum með það.
Hvernig var reynslan af náminu
fyrir austan tjald?
Ég var tiltölulega sáttur við
námið í Þýskalandi. Menn fengu
til þess styrki og það var mikill
agi. Það var nánast skylda að sækja
kúrsa og halda sig að námi. Austur-
Þýskaland var ekki til á kortinu
hérlendis á mínum námsárum,
það var ekki viðurkennt af íslandi
sem ríki á þeim tíma. Það var ekki
fyrr en síðar að það var tekið Upp
stjórnmálasamband. Það var mikil
reynsla að vera þarna fyrir austan
tjald á þessum tíma. Það var mikil
spenna milli þýsku ríkjana. Þarna
fékk maður innsýn í veruleika sem
fáir höfðu kynni af vegna þess að
járntjaldið skildi að. Það voru stúd-
entar í flestum austantjaldsrikjum
á þessum árum og flestir voru þeir
í Austur-Þýskalandi. Við bárum
saman bækur okkar og héldum
hópinn og höfðum mikinn pólit-
ískan áhuga. Það leiddi til tíðinda
hér heima í pólitíkinni. Bréfaskipti
okkar komust í óvandaðra hendur
og var slegið upp í Morgunblaðinu
sem lið í kosningabaráttu árið 1962.
Bréfin voru kölluð SlA-skýrslurnar
því við höfðum með okkur félags-
skap sem kallaðist Sósíalistafélag Is-
lendinga austantjalds.
Voru þetta einkabréf?
Þetta voru einkabréf. Bæði sendi-
bréf og rapportar sem við skiptumst
á og fjölfölduðum með kalkipappír á
ritvélar okkar. Innihald þeirra þótti
efni í umræðu um kalda stríðið sem
var í hápunkti á þessum árum. Þetta
var nú svolítið kómískt því annars-
vegar áttu frásagnir okkar að stað-
festa hversu skelfilegt ástand væri
þarna megin tjalds, því við vorum
mjög gagnrýnir á margt, og að hinu
ley tinu var málið sett upp þannig að
verið væri að ala þarna upp fimmtu
herdeild einhverskonar. Þetta var
ekki mjög sannfærandi og rímaði
illa saman.
Hvernig varð þér við þegar einka-
bréfþín voru komin til birtingar í
opinberu blaði?
Þetta hreyfði auðvitað við manni
og var ekki mjög skemmtilegt. Ég
var á kafi í námi á þessum tíma við
að skila lokaritgerð og þess háttar,
svo ég hafði ekki mikinn tíma til
að skipta mér af þessu en það voru
nokkrir komnir heim sem svöruðu
fyrir sig.
Það var í kjölfarið farið í mál og
við fengum dæmd höfundarlaun
og Heimdallur borgaði sektir því
hann matreiddi bréfin á sinn hátt í
bókarformi.
Hvernig komust þessi bréf í hend-
urnar á Heimdellingum?
Þessu var stolið ofan af háalofti úr
föggum eins úr hópnum. Það getur
verið fróðlegt fyrir þá sem rýna í
liðna tíð að skoða þetta nánar. Við af-
hentum Landsbókasafninu gögnin.
Vítamínsprauta í Qórðunginn
Þú kynntist konunniþinni á náms-
árunum erþað ekki?
Jú, hún stundaði nám í læknis-
fræði við sama háskóla og er jafn-
gömul mér. Við kynntumst þarna,
tókum saman og stofnuðum heimili
og eignuðumst son, okkar einka-
barn. Við fluttum svo til íslands á
miðju sumri 1963. Það var nú ekki
algengt á þessum tíma að útlend-
ingar kæmu hingað með læknapróf
og spurning var í fyrstu hvort það
yrði viðurkennt eða ekki. Hún fékk
starfsleyfi til bráðabirgða en skil-
yrði samkvæmt lögum var að hún
yrði íslenskur ríkisborgari áður en
lækningaleyfi hennar yrði fullgilt.
Það losnaði starf við sjúkrahúsið á
Norðfirði um haustið 1963 og hún
var ráðin í starf aðstoðarlæknis.
Niðurstaðan varð sú að hún var þar
starfandi læknir í 42 ár og lauk þar
störfum síðastliðið haust. Henni var
vel tekið af öllum og varð fljótt full-
gildur borgari.
Var ekkert erfitt að sannfæra
hana um að flytja hingað upp á
norðurhjara?
Nei. Mig minnir það hafi verið
sammæli um leið og við tókum
saman að hún fylgdi mér til Islands.
Það var aldrei nein spurning um það
í mínum huga að setjast að erlendis.
Það kom aldrei til greina.
Hvað beið líffræðings við
heimkomuna?
Sérfræðistörfum var ekki mikið
fyrir að fara fyrir náttúrufræðinga
á þessum tíma og litlu fé veitt til
náttúrurannsókna, reyndar er það
ófullnægjandi enn í dag þótt margt
hafi breyst til batnaðar. Ég réð mig
til kennslu við Gagnfræðiskólann í
Neskaupstaðog kenndi mörg fög, ís-
lensku og náttúrufræði þó aðallega.
Svo fóru að hlaðast á mig önnur
verkefni sem ég tók að mér og smám
saman dró ég úr kennslu og hætti
svo alfarið eftir átta ár. Næstu ár
var ég sjálfstætt starfandi við marg-
vísleg verkefni sem ég skapaði mér
sjálfur. Ég tók að mér að koma upp
náttúrugripasafni á vegum Neskaup-
staðar sem opnað var 1971 og sinnti
rannsóknum á sumrin, aðallega
gróðurrannsóknum, sem ég stund-
aði út frá safninu. Einnig stýrði ég
Safnastofnun Austurlands sem sett
var á laggir að minni tillögu og varð
mikil vítamínsprauta fyrir söfn í
fjórðungnum. Svo tók ég að mér
formennsku í nefnd um byggingu
menntaskóla á Austurlandi sem
byggður var frá grunni á árunum
1973-1979- hað var heljarinnar starf
og um leið var lagður grunnur að
framhaldsnámi almennt á Austur-
landi. Ég hafði einnig forgöngu um
að stofnuð voru náttúruverndarsam-
tök fyrir fjórðunginn, Náttúruvernd-
arsamtök Austurlands, NAUST.
Þetta voru umsvifamikil ár. Árið
1971 hafði ég fylgst með undirbún-
ingi vegna umhverfisráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna í New York og var
fulltrúi í sendinefnd Islands á Stokk-
hólmsráðstefnunni 1972. Það sama
ár var ég kosinn í Náttúruverndar-
ráð á náttúruverndarþingi og í ráð-
inu starfaði ég í sex ár til 1978 með
mörgu góðu fólki.
Beint í ráðherrastól
Hvernig æxlast það að þú ferð í
framboð til Alþingis?
Það var ekki mitt keppikefli að
verða stjórnmálamaður að aðal-
starfi. Það voru tilviljanir sem réðu
því að ég endaði inni á þingi árið
1978 og var þar þátttakandi í tuttugu
og eitt ár.
Ég fór beint í félagsskap fyrir
austan, Sósíalistafélagið í Neskaups-
stað, þegar ég fluttist heim. Þá var
gerjun í gangi. Alþýðubandalagið
var þá kosningabandalag vinstri
krata og sósíalista en byrjað var að
koma fótum undir Alþýðubanda-
lagið sem félagslegt afl. Ég varð
fyrsti formaður Alþýðubandalags-
ins í Neskaupsstað og tók að mér
formennsku í kjördæmaráði þess.
Einnig lenti ég í þriðja sæti á fram-
boðslista AB í kosningunum árið
1967. I framhaldinu vann ég að því
markvisst að þrepa mig niður á
framboðslistum en árið 1977 var á
ný lagt að mér að taka þriðja sætið.
Ég hugsaði með mér að það væri nú
ekki hundrað í hættunni, ég myndi
ekki lenda á þingi, en þá verður fylg-
issveifla Alþýðubandalagsins slík
að við erum þrír kosnir þarna fyrir
austan og ég er allt í einu kominn inn
á þing. Þetta var allt með sérstökum
hætti því ég var kominn í ríkisstjórn
áður en ég settist inn á þing. Eldri
og reyndari menn i þingflokknum
færðust undan því að taka að sér ráð-
herrastöðu. Það sem auðveldaði mér
að taka að mér iðnaðaráðuneytið
var að ég var ásamt öðrum búinn
að vinna að mótun orkustefnu fyrir
Alþýðubandalagið en slík heildstæð
stefnumótun var alger nýlunda á
þessum árum. Við gáfum út rit, ís-
lensk orkustefna, undirtitill orku-
gjafar og nýting innlendra orku-
linda. I þessari stefnumörkun voru
mjög ákveðnar áherslur á umhverfis-
málin og einnig það var nýbreytni.
Og þessi kosning tnarkaði ríflega
tuttugu ár á þingi.
Ég var miklu lengur á Alþingi en
ég hefði kosið út frá eign viðhorfum.