blaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 blafiið Þór Sigfússon forstjóri Sjóvá og Jóna Hildur Bjarnadóttir framkvæmda- stjóri Sjóvá Kvennahlaups (S( viö undirritun samnings. Sjóvá styrkir Kvennahlaupið Kvennahlaup ÍSl mun fara fram í sautjánda sinn í sumar, nánar til- tekið þann to. júní næstkomandi. í tengslum við það hafa Sjóvá og ÍSÍ gert með sér samstarfssamn- ing til þriggja ára um að Sjóvá verði bakhjarl hlaupsins. Fyr- irtækið hefur verið aðalstyrkt- araðili hlaupsins síðastliðin 14 ár og samkvæmt sameiginlegri tilkynningu frá ÍSÍ og Sjóvá er þetta „sá íþróttaviðburður sem Sjóvá hefur styrkt hvað lengst“. 1 tilkynningunni segir enn- fremur að markmið Kvenna- hlaupsins frá upphafi hafi verið að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar hreyfingar og heilsueflingar, ekki aðeins þennan eina dag heldur sem flesta daga ársins. Fjölmennasta hlaupið á ári hverju er haldið í Garðabæ en þar hafa á bilinu 6 til 8.000 konur tekið þátt. „Nefndinni gerðar upp skoðanir' Jónína Bjartmarz segir tœkifœri til skynsamlegrar umrœðu um heilbrigðiskerfið ekki nýtt. Jónína Bjartmarz, þingkona Fram- sóknarflokks, hvetur til þess að menn komi fram með hugmyndir um hvernig mæta eigi aukinni fjár- þörf heilbrigðiskerfisins. Hún segist ekki líta á það sem svo að umræðan á Alþingi sem fram fór á miðviku- daginn hafi verið um efni eða þær tillögur sem fram komu í skýrslu Jón- ínunefndarinnar sem kölluð hefur verið svo, heldur hafi urmræðan snúist um hvort hinir ríku eigi að fá að kaupa sér forgang að heilbrigðis- þjónustu. Hún segir að í umræðunni hafi efni skýrslunnar og tillögur nefndarinnar verið rangfærðar og nefndarmönnum gerðar upp bæði tillögur sem skýrslan geymi ekki og skoðanir. Búum við tvöfalt kerfi Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráð- herra, sagði á Alþingi að allir flokkar væru sammála um að ekld ætti að taka upp tvöfalt kerfi í heilbrigðis- þjónustu. Jónína bendir á í samtali við Blaðið að Framsóknarmenn hafi alltafhafnað tvöföldu heilbrigðiskerfi en hins vegar búum við við tvöfalt kerfi. „Við erum með ákveðin lækn- isverk sem Tryggingastofnun tekur ekki þátt í að greiða s.s. ákveðnar augnaðgerðir, fegrunaraðgerðir og tannlækningar 16-67 ára einstak- linga og þjónustu sálfræðinga. Við vitum líka að við getum nýtt mun betur dýra aðstöðu, tæki og þekk- ingu heilbrigðisstarfsmanna, bæði innan og utan heilbrigðisþjónustu sem framlög á fjárlögum og samn- ingar við sjálstætt starfandi heilbrigð- isstarfsmenn setja skorður. www.expressferdir.is GUNS 'N' ROSES {STOKKHÓLMI 26.-28. JUNI Þá er loksins komið að því. Guns 'n' Roses eru mættir aftur, betri en nokkru sinni fyrr. Guns 'n' Roses mæta I Globen-höllina í Stokkhólmi 26. júní næstkomandi og við ætlum að vera á staðnum. Hvað um þig? TÓNLEIKAR í STOKKHÓLMI 39.900 kr. INNIFALIÐ: Flug og flugvailaskattar, 2 nætur á hóteli með morgunverði og miði á tónleika Guns 'n' Roses. Miðað er við að tveir séu saman I herbergi. » Nánar á www.expressferdir.is Expross Ferðir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Express Ferðir Ferðaskrrfstofa i eigu lceland Exprei Óvissuferðir Þrautaferðir Tröllaferðir Álfaferðir Draugaferðir Hafðu samband og athugaðu hvað við getum gert fyrir þig! Ciuómundur Tyrfmgjion dif gt@gtyrfingsson.is Sími 568 1410 www.gtyrfingsson.is Jónína vill því að þeirri spurn- ingu sé velt upp hvernig megi auka hagkvæmni í heilbrigðisþjónustinni og hvernig eigi að mæta vaxandi fjárþörf hennar. Við hvetjum til um- ræðu um það hvort eigi að gera þeim sem geta og vilja greiða meira eða fullt verð fyrir heilbrigðisþjónustu að gera það - ef það finnast leiðir til þess án þess að það leiði til lakari þjónustu fyrir aðra.og efnaminna. „Við hvetjum til málefnalegrar og gagn- rýninnar umræðu um þetta í samfélaginu, við leggjum þetta ekki til,“segirjónína og bætir við að þetta atriði hafi verið rangfært í umræð- unni síðustu daga. að við takmörkum greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar annað hvort með því að rfkið greiði minna í ákveð- inni þjónustu eða ekkert." Margir þeir sömu og tali um forgangsröðun semlausn MJÓLKURVÖRUR I SÉRFLOKKI w vOrur m m FLOKKI Er mataræðið óreglulegt? LGG+ erfyrirbyggjandi vörnl Forgangsröðun Jónína bendir á að sumir tali fyrir hag- ræðingu í heilbrigð- iskerfinu og leggi alla áherslu á að ekki verði gengið lengra með fram- lögum á fjárlögum en nú er gert. Aðrir segist vilja leysa aukna fjárþörf með forgangs- röðun. „Ef forgangsröðun á að leiða til þess að setja útgjöldum skorður þá gerir hún það ekki nema annars vegar á þann veg, að einhver sem bíður eftir þjónustu fær hana aldrei, því annars sparast ekki neitt, og hins vegar með því að forgangsröðun sé beitt þannig Skyndibitafæði, sætindi, óreglulegar máltiðir - allt þetta dregur úr innri styrk, veldur þróttleysi, kemur meltingunni úr lagi og stuðlar að vanliðan. Regluleg neysta LGG+ vinnur gegn þessum áhrifum og flýtir fyrir þvi að jafnvægi náist á ný. Dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. kalli í annan tíma eftir aukinni greiðsluþátt- töku ríkisins og aukinni og betri þjón- ustu á öðrum sviðum. „Umræðan er þvf gjarnan út og suður án þess að henni sé lent í einhverri sátt. Ég heyrði ekki í þessari umræðu viðurkenningu á ört vaxandi fjárþörf heilbrigðiskerfisins," segir Jónína, „en það treystir sér heldur enginn til þess að afneita henni. Það benti eng- inn á raunhæfar leiðir til að mæta henni. Það er í stefnuskrám allra flokka að það eigi ekki að mismuna fólki eftir efna- hag og nefndin var alls ekki að leggja það til. Að því leyti hefur umræðan verið rangfærð." „Við leggjum ekki af stað 5 með þetta mál sem tillögu I j um forgang < ; hinna ríku. . ■ I j Við leggjum af staðmeðþetta semhvatningu til umræðu um hvernig eigi að mæta aukinni fjárþörf í kerfinu. Það benti enginn á neinar leiðir í því í þessari umræðu," segir Jónfna og bætir við að það sé nauðsynlegt að menn tali sig niður á einhverja sátt í þessum efnum. „Það koma oft á ári upp til- efni til að taka ábyrga og skynsama umræðu um þessi mál, en þeim tæki- færum hefur því miður verið ýtt út af borðinu." perur Listahátíð Seltjarnarnes- kirkju hefst á sunnudag Listahátið Seltjarnarneskirkju verður sett í kirkjunni á sunnudag kl. 15 en þema hennar verður „Kær- leikurinn fellur aldrei úr gildi“. Við setninguna mun Ragnheiður Stein- dórsdóttir leikkona lesa „Óð Páls postula til kærleikans" úr 1. Kor- intubréfi. Þá verður opnuð mynd- listarsýning Kjartans Guðjónssonar listmálara og kl. 16.00 hefjast söng- tónleikar Vieru Manasek, en Jónas Sen leikur með á pfanó. Þeir Gunnar Hrafnsson og Björn Thoroddsen munu leika á bassa og gítar í safn- aðarheimili kirkjunnar frá kl. 14.45 á opnunardaginn. Veitingar verða að setningu lokinni. Allir eru vel- komnir á hátíðina og er aðgangur ókeypis. Listviðburðir hátíðarinnar munu fara fram allt til 7. maí. Málverka- sýningin stendur yfir allan tímann og verður opin frá kl. 10-17 alla daga nema föstudaga. Þetta er í níunda sinn sem efnt er til listahátíðar f Seltjarnarneskirkju, en sú fyrsta var haldin árið 1992 og síðan annað hvert ár. Pylsubarínn LaugardáT' Myndlist og tónlist Kjartan Guðjónsson er einn af þekktustu myndlistarmönnum þjóðarinnar. Hann bjó um árabil á Seltjarnarnesi og er því mörgum Sel- tirningum að góðu kunnur. Margar mynda hans eru undir áhrifum frá ljóðum Jóns úr Vör, einkum ljóða- bók hans Þorpinu, og er ekki laust við að greina megi áhrif frá Seltjarn- arnesi í sumum þeirra. En þarna eru einnig trúarlegar myndir og mynd sem ber heiti hátíðarinnar. Á söngdagskrá Vieru Manasek verða m.a. aríur eftir Mozart, Deli- bes, Offenbach og Rimsky-Korsakov, svo og þrjú ljóð eftir Rachmaninoff. Meðal annarra viðburða á hátíð- inni má nefna ritgerðarsamkeppni nemenda í Valhúsaskóla, afhjúpun glerlistarverks eftir Ingunni Bene- diktsdóttur við guðsþjónustu á páskadagsmorgun, en það er Kven- félagið Seltjörn sem gefur kirkjunni verkið. Þá má nefna kvikmynda- sýningar kvikmyndaklúbbsins Deus ex cinema, þar sem kynnt verður hvernig óður Páls postula til kærleikans kemur fyrir í ýmsum kvikmyndum, biblíuljóðasöng Margrétar Bóasdóttur söngkonu og eiginmanns hennar, sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar, en lokaatriði há- tíðarinnar verða tónleikar Sinfón- íuhljómsveitar áhugamanna undir stjórn Pavels Manasek og einsöngur Vieru Manasek sópran sem fram mun fara sunnudaginn 7. maí. Formaður listahátfðarnefndar er dr. Gunnlaugur A. Jónsson pró- fessor en formaður Listvinafélags- ins er Ólafur Egilsson sendiherra. Auk þeirra hafa unnið að undirbún- ingi Listahátíðarinnar þau Þórleifur Jónsson lánastjóri Glitnis, Hekla Pálsdóttir bókavörður, Pavel Mana- sek organisti, Katrfn Pétursdóttir forstjóri Lýsis og prestar kirkjunnar þau sr. Sigurður Gréfar Helgason og sr. Arna Grétarsdóttir ásamt Svövu Guðmundsdóttur kirkjuverði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.