blaðið - 25.03.2006, Síða 4

blaðið - 25.03.2006, Síða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 blafiið Þór Sigfússon forstjóri Sjóvá og Jóna Hildur Bjarnadóttir framkvæmda- stjóri Sjóvá Kvennahlaups (S( viö undirritun samnings. Sjóvá styrkir Kvennahlaupið Kvennahlaup ÍSl mun fara fram í sautjánda sinn í sumar, nánar til- tekið þann to. júní næstkomandi. í tengslum við það hafa Sjóvá og ÍSÍ gert með sér samstarfssamn- ing til þriggja ára um að Sjóvá verði bakhjarl hlaupsins. Fyr- irtækið hefur verið aðalstyrkt- araðili hlaupsins síðastliðin 14 ár og samkvæmt sameiginlegri tilkynningu frá ÍSÍ og Sjóvá er þetta „sá íþróttaviðburður sem Sjóvá hefur styrkt hvað lengst“. 1 tilkynningunni segir enn- fremur að markmið Kvenna- hlaupsins frá upphafi hafi verið að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar hreyfingar og heilsueflingar, ekki aðeins þennan eina dag heldur sem flesta daga ársins. Fjölmennasta hlaupið á ári hverju er haldið í Garðabæ en þar hafa á bilinu 6 til 8.000 konur tekið þátt. „Nefndinni gerðar upp skoðanir' Jónína Bjartmarz segir tœkifœri til skynsamlegrar umrœðu um heilbrigðiskerfið ekki nýtt. Jónína Bjartmarz, þingkona Fram- sóknarflokks, hvetur til þess að menn komi fram með hugmyndir um hvernig mæta eigi aukinni fjár- þörf heilbrigðiskerfisins. Hún segist ekki líta á það sem svo að umræðan á Alþingi sem fram fór á miðviku- daginn hafi verið um efni eða þær tillögur sem fram komu í skýrslu Jón- ínunefndarinnar sem kölluð hefur verið svo, heldur hafi urmræðan snúist um hvort hinir ríku eigi að fá að kaupa sér forgang að heilbrigðis- þjónustu. Hún segir að í umræðunni hafi efni skýrslunnar og tillögur nefndarinnar verið rangfærðar og nefndarmönnum gerðar upp bæði tillögur sem skýrslan geymi ekki og skoðanir. Búum við tvöfalt kerfi Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráð- herra, sagði á Alþingi að allir flokkar væru sammála um að ekld ætti að taka upp tvöfalt kerfi í heilbrigðis- þjónustu. Jónína bendir á í samtali við Blaðið að Framsóknarmenn hafi alltafhafnað tvöföldu heilbrigðiskerfi en hins vegar búum við við tvöfalt kerfi. „Við erum með ákveðin lækn- isverk sem Tryggingastofnun tekur ekki þátt í að greiða s.s. ákveðnar augnaðgerðir, fegrunaraðgerðir og tannlækningar 16-67 ára einstak- linga og þjónustu sálfræðinga. Við vitum líka að við getum nýtt mun betur dýra aðstöðu, tæki og þekk- ingu heilbrigðisstarfsmanna, bæði innan og utan heilbrigðisþjónustu sem framlög á fjárlögum og samn- ingar við sjálstætt starfandi heilbrigð- isstarfsmenn setja skorður. www.expressferdir.is GUNS 'N' ROSES {STOKKHÓLMI 26.-28. JUNI Þá er loksins komið að því. Guns 'n' Roses eru mættir aftur, betri en nokkru sinni fyrr. Guns 'n' Roses mæta I Globen-höllina í Stokkhólmi 26. júní næstkomandi og við ætlum að vera á staðnum. Hvað um þig? TÓNLEIKAR í STOKKHÓLMI 39.900 kr. INNIFALIÐ: Flug og flugvailaskattar, 2 nætur á hóteli með morgunverði og miði á tónleika Guns 'n' Roses. Miðað er við að tveir séu saman I herbergi. » Nánar á www.expressferdir.is Expross Ferðir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Express Ferðir Ferðaskrrfstofa i eigu lceland Exprei Óvissuferðir Þrautaferðir Tröllaferðir Álfaferðir Draugaferðir Hafðu samband og athugaðu hvað við getum gert fyrir þig! Ciuómundur Tyrfmgjion dif gt@gtyrfingsson.is Sími 568 1410 www.gtyrfingsson.is Jónína vill því að þeirri spurn- ingu sé velt upp hvernig megi auka hagkvæmni í heilbrigðisþjónustinni og hvernig eigi að mæta vaxandi fjárþörf hennar. Við hvetjum til um- ræðu um það hvort eigi að gera þeim sem geta og vilja greiða meira eða fullt verð fyrir heilbrigðisþjónustu að gera það - ef það finnast leiðir til þess án þess að það leiði til lakari þjónustu fyrir aðra.og efnaminna. „Við hvetjum til málefnalegrar og gagn- rýninnar umræðu um þetta í samfélaginu, við leggjum þetta ekki til,“segirjónína og bætir við að þetta atriði hafi verið rangfært í umræð- unni síðustu daga. að við takmörkum greiðsluþátttöku Tryggingastofnunar annað hvort með því að rfkið greiði minna í ákveð- inni þjónustu eða ekkert." Margir þeir sömu og tali um forgangsröðun semlausn MJÓLKURVÖRUR I SÉRFLOKKI w vOrur m m FLOKKI Er mataræðið óreglulegt? LGG+ erfyrirbyggjandi vörnl Forgangsröðun Jónína bendir á að sumir tali fyrir hag- ræðingu í heilbrigð- iskerfinu og leggi alla áherslu á að ekki verði gengið lengra með fram- lögum á fjárlögum en nú er gert. Aðrir segist vilja leysa aukna fjárþörf með forgangs- röðun. „Ef forgangsröðun á að leiða til þess að setja útgjöldum skorður þá gerir hún það ekki nema annars vegar á þann veg, að einhver sem bíður eftir þjónustu fær hana aldrei, því annars sparast ekki neitt, og hins vegar með því að forgangsröðun sé beitt þannig Skyndibitafæði, sætindi, óreglulegar máltiðir - allt þetta dregur úr innri styrk, veldur þróttleysi, kemur meltingunni úr lagi og stuðlar að vanliðan. Regluleg neysta LGG+ vinnur gegn þessum áhrifum og flýtir fyrir þvi að jafnvægi náist á ný. Dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. kalli í annan tíma eftir aukinni greiðsluþátt- töku ríkisins og aukinni og betri þjón- ustu á öðrum sviðum. „Umræðan er þvf gjarnan út og suður án þess að henni sé lent í einhverri sátt. Ég heyrði ekki í þessari umræðu viðurkenningu á ört vaxandi fjárþörf heilbrigðiskerfisins," segir Jónína, „en það treystir sér heldur enginn til þess að afneita henni. Það benti eng- inn á raunhæfar leiðir til að mæta henni. Það er í stefnuskrám allra flokka að það eigi ekki að mismuna fólki eftir efna- hag og nefndin var alls ekki að leggja það til. Að því leyti hefur umræðan verið rangfærð." „Við leggjum ekki af stað 5 með þetta mál sem tillögu I j um forgang < ; hinna ríku. . ■ I j Við leggjum af staðmeðþetta semhvatningu til umræðu um hvernig eigi að mæta aukinni fjárþörf í kerfinu. Það benti enginn á neinar leiðir í því í þessari umræðu," segir Jónfna og bætir við að það sé nauðsynlegt að menn tali sig niður á einhverja sátt í þessum efnum. „Það koma oft á ári upp til- efni til að taka ábyrga og skynsama umræðu um þessi mál, en þeim tæki- færum hefur því miður verið ýtt út af borðinu." perur Listahátíð Seltjarnarnes- kirkju hefst á sunnudag Listahátið Seltjarnarneskirkju verður sett í kirkjunni á sunnudag kl. 15 en þema hennar verður „Kær- leikurinn fellur aldrei úr gildi“. Við setninguna mun Ragnheiður Stein- dórsdóttir leikkona lesa „Óð Páls postula til kærleikans" úr 1. Kor- intubréfi. Þá verður opnuð mynd- listarsýning Kjartans Guðjónssonar listmálara og kl. 16.00 hefjast söng- tónleikar Vieru Manasek, en Jónas Sen leikur með á pfanó. Þeir Gunnar Hrafnsson og Björn Thoroddsen munu leika á bassa og gítar í safn- aðarheimili kirkjunnar frá kl. 14.45 á opnunardaginn. Veitingar verða að setningu lokinni. Allir eru vel- komnir á hátíðina og er aðgangur ókeypis. Listviðburðir hátíðarinnar munu fara fram allt til 7. maí. Málverka- sýningin stendur yfir allan tímann og verður opin frá kl. 10-17 alla daga nema föstudaga. Þetta er í níunda sinn sem efnt er til listahátíðar f Seltjarnarneskirkju, en sú fyrsta var haldin árið 1992 og síðan annað hvert ár. Pylsubarínn LaugardáT' Myndlist og tónlist Kjartan Guðjónsson er einn af þekktustu myndlistarmönnum þjóðarinnar. Hann bjó um árabil á Seltjarnarnesi og er því mörgum Sel- tirningum að góðu kunnur. Margar mynda hans eru undir áhrifum frá ljóðum Jóns úr Vör, einkum ljóða- bók hans Þorpinu, og er ekki laust við að greina megi áhrif frá Seltjarn- arnesi í sumum þeirra. En þarna eru einnig trúarlegar myndir og mynd sem ber heiti hátíðarinnar. Á söngdagskrá Vieru Manasek verða m.a. aríur eftir Mozart, Deli- bes, Offenbach og Rimsky-Korsakov, svo og þrjú ljóð eftir Rachmaninoff. Meðal annarra viðburða á hátíð- inni má nefna ritgerðarsamkeppni nemenda í Valhúsaskóla, afhjúpun glerlistarverks eftir Ingunni Bene- diktsdóttur við guðsþjónustu á páskadagsmorgun, en það er Kven- félagið Seltjörn sem gefur kirkjunni verkið. Þá má nefna kvikmynda- sýningar kvikmyndaklúbbsins Deus ex cinema, þar sem kynnt verður hvernig óður Páls postula til kærleikans kemur fyrir í ýmsum kvikmyndum, biblíuljóðasöng Margrétar Bóasdóttur söngkonu og eiginmanns hennar, sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar, en lokaatriði há- tíðarinnar verða tónleikar Sinfón- íuhljómsveitar áhugamanna undir stjórn Pavels Manasek og einsöngur Vieru Manasek sópran sem fram mun fara sunnudaginn 7. maí. Formaður listahátfðarnefndar er dr. Gunnlaugur A. Jónsson pró- fessor en formaður Listvinafélags- ins er Ólafur Egilsson sendiherra. Auk þeirra hafa unnið að undirbún- ingi Listahátíðarinnar þau Þórleifur Jónsson lánastjóri Glitnis, Hekla Pálsdóttir bókavörður, Pavel Mana- sek organisti, Katrfn Pétursdóttir forstjóri Lýsis og prestar kirkjunnar þau sr. Sigurður Gréfar Helgason og sr. Arna Grétarsdóttir ásamt Svövu Guðmundsdóttur kirkjuverði.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.