blaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 12

blaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 12
12 I FRÉTTASKÝRIWG LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 blaöió Áhrif af fijálsri för launafólks jákvæð Atþýðusamband fsiands telur að skoða verði stöðu útlendinga á íslenskum vinnumark- aði í heild sinni enda tengist stærstu vandamálin ekki frjálsri för launafólks innan EES-svæðisins. Frjáls för starfsfólks innan EES- svæðisins í kjölfar stækkunar sam- bandsins árið 2004 hefur einkum haft jákvæð áhrif að mati höfunda skýrslu sem framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins lét gera og kynnt var í síðasta mánuði. Starfsfólk frá nýju aðildarríkjunum tíu léttu undir þar sem skortur var á vinuuafli og stuðluðu að betri efnahagsafkomu í Evrópu. Tólf af fimmtán eldri að- ildarríkjum Evrópusambandsins nýttu sér heimildir til takmörk- unar á aðgangi starfsfólks frá átta af nýju aðildarríkjunum (öllum nema Möltu og Kýpur). í Svíþjóð, Bretlandi og Irlandi þar sem slíkum takmörkunum var ekki beitt hefur verið mikill hagvöxtur og dregið úr atvinnuleysi. Bráðabirgðaákvæði við aðildarsamninga ríkjanna átta heimilar hverju ríki fyrir sig að tak- marka frjálsa för starfsfólks í allt að sjö ár frá gildistöku. Ríkin hafa því heimild til að framlengja takmark- anirnar til aprílloka árið 2011. Ýmsar neikvæðar aukaverkanir I ríkjunum 12 þar sem takmörk- unum er beitt hefur aðlögun starfs- fólks frá nýju ríkjunum gengið vel fyrir sig en ýmissa aukaverkanna hefur orðið vart svo sem aukning svartrar atvinnustarfsemi. I Evrópu- sambandinu hefur flæði starfsfólks þó verið frekar takmarkað. Skýrslan leiðir í Ijós að flæði starfs- fólks frá ríkjum Mið- og Austur Evr- ópu var minna í flestum ríkjum en búist hafði verið við. Fólk frá nýju að- ildarríkjunum var innan við eitt pró- sent fólks á vinnualdri í öllum lönd- unum nema í Austurríki (1,4% árið 2005) og írlandi (3,8% árið 2005). Hlutfallslega hafa flestir starfsmenn haldið til írlands í atvinnuleit. Engin merki voru um fjölgun starfsfólks eða aukin útgjöld í velferð- armálum í kjölfar stækkunarinnar miðað við árin tvö fyrir stækkun. Þetta hafði góð áhrif á hagvöxt í þessum löndum. Starfsfólk frá nýju aðildarríkjunum tíu dró úr skorti á hæfu starfsfólki heima fyrir. Hvatttil afnáms aðlögunartakmarkanna Vladimir Spidla sem fer með at- vinnumál, félags- og jafnrétismál hjá Evrópusambandinu, segir að þó að hann viðurkenni rétt aðildar- ríkja til að ákveða sjálf hvort þau beiti áfram takmörkunum á aðgang hvetji hann þau engu að síður til að íhuga vandlega hvort þeirra sé þörf í ljósi þeirrar þróunar sem hefur átt sér stað á atvinnumarkaði og niður- staðna skýrslunnar. „Frjálst flæði starfsfólks er ein af grundvallarstoðum fjórfrelsis Evrópusambandsins. Þessi skýrsla sýnir greinilega að frjáls för starfs- fólks hefur ekki haft skaðleg áhrif á atvinnumarkað í hinum 15 gömlu aðildarríkjum Evrópusambandsins. Þvert á móti hafa einstök lönd og Evrópa í heild sinni notið góðs af því,“ sagði hann þegar skýrslan var kynnt. Niðurstöður skýrslunnar benda til að takmarkanir í hverju ríki fyrir sig hafi haft lítil áhrif á flæði starfsfólks. „Hvað varðar tímabundnar tak- markanir þá benda gögn til þess að það séu engin bein tengsl milli umfangs flæðis starfsfólks frá nýju aðildarríkjunum tíu og þeirra tak- markana sem eru í gildi,“ segir í skýrslunni. I henni er jafnframt bent á að flæði starfsfólks stjórnist öðru fremur af framboði og eftirspurn og að mörg atvinnuleyfanna sem gefin hafi verið út hafi verið til bráðabirgða eða vegna tímabundinnar vinnu. íslensk stjórnvöld íhuga hvort af- létta eigi takmörkunum Aðildarríki Evrópusambandsins hafa frest til 30. apríl á þessu ári til að taka ákvörðun um hvort tak- mörkunum á frjálsa för vinnuafls í Evrópusambandinu verði aflétt. Austurríkismenn, Danir, Frakkar og Þjóðverjar hafa þegar ákveðið að aflétta ekki takmörkunum á frjálst flæði launafólks frá ríkjunum átta eftir 1. maí næstkomandi. Finnar og Spánverjar hyggjast ekki framlengja takmarkanirnar í allt að þrjú ár og stjórnvöld í öðrum ríkjum, þar á meðal á íslandi, eru að hugsa sinn gang. Samtök atvinnulífsins hafa lýst yfir að þau telji eðlilegt að þessum takmörkunum verði aflétt hér á landi þann 1. maí næstkomandi. „Reynsla Islendinga hefur verið góð af flutningi starfsfólks hingað frá nýjum aðildarríkjum ESB. Starfs- fólk frá þessum ríkjum hefur gengið í laus störf sem ekki hefur reynst unnt að manna með íslendingum og það hefur þannig stuðlað að meiri hagvexti, betri þjónustu og aukinni velferð fyrir landsmenn en ella. Líklega býr ekkert ríki á EES- svæðinu við meiri þenslu á vinnu- markaði, meiri umframeftirspurn eftir starfsfólki, en íslendingar og þar af leiðandi eru hvergi sterkari rök fyrir afnámi takmarkananna en hér á landi,“ segir Hannes G. Sig- urðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í grein sem hann skrifaði á vef samtakanna fyrr í mánuðinum. Bendir Hannes jafn- framt á að takmarkanir hafi haft þau hliðaráhrif hér á landi að ýta undir umdeilda starfsemi starfsmanna- leiga sem margar hverjar hafa verið ásakaðar um að virða ekki lágmarks- ákvæði kjarasamninga. Heildræn endurskoðun á stöðu útlendinqa Alþýðusamband Islands hefur mælt með því við stjórnvöld að beitt verði hinni svo kölluðu „dönsku leið“ í málinu. „Danir hafa leyft fólki frá þessum átta nýju ríkjum Evrópusam- bandsins að koma til Danmerkur og leita þar að starfi með sama hætti og gildir um aðra borgara EES-ríkj- anna. Þegar það fær starf verður það hins vegar að sækja um starfsleyfi og leggja fram fullgildan ráðning- arsamning. Geti fólk gert það þá er starfsleyfið gefið út sjálfkrafa og þar með dvalarleyfið líka,“ segir Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmda- stjóri ASÍ. Halldór segir mikilvægt að tæki- færið verði notað til að skoða stöðu útlendinga á íslenskum vinnumark- aði í heild sinni. „Stærstu vanda- málin tengjast kannski ekki í sjálfu sér þessari frjálsu för og frestun á henni. Stærstu vandamálin tengjast að okkar mati starfsemi starfsmannaleigna og þjónustuveit- enda af ýmsu tagi og með hvaða hætti þeir hafa sent hingað fólk og brotið á rétti þess eins og við höfum fjölmörg dæmi um,“ segir Halldór og bætir við að af þeim sökum telji ASÍ besta kostinn þann að fólk sé með beina ráðningarsamninga við fyrirtæki sem séu með starfsemi hér á landi. Hreyfanleiki á vinnumarkaði of lítill í Evrópusambandinu „Til afi lifa af þær breytingar sem verfia í framtíðinni verður Evrópa að leita nýrra leiða til að auka skilvirkni og afilögunarhæfni vinnuafla síns. Hún verfiur einnig að kanna hvern- ig eigi afi taka á skorti á hæfu starfsfólki á ólíkum svæfium " segir José Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar ESB. Árið 2006 er tileinkað hreyfanleika á vinnumarkaði í ríkjum Evrópu- sambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Af því til- efni var haldin viðamikil ráðstefna um þennan málaflokk í Brussel í síð- asta mánuði þar sem fræðimenn frá Evrópu, Bandaríkjunum og víðar veltu upp ýmsum hliðum á frjálsri för launafólks innan EES. Margir telja að hreyfanleiki vinnuafls sé of lítill í Evrópu, ekki síst í saman- burði við Bandaríkin og óttast að það kunni að hafa slæm áhrif á efna- hagslíf, hagvöxt og atvinnuleysi svo nokkuð sé nefnt. Meiri hreyfanleiki í Bandaríkjunum Aðeins um tvö prósent þegna ríkja Evrópusambandsins búa í öðru landi en heimalandi sínu og hefur það hlutfall lítið breyst á undan- förnum 30 árum. Evrópubúar eru aukinheldur lengur í sama starfi en Bandaríkjamenn. I Evrópusamband- inu eru menn að meðaltali 10,6 ár í starfi en í Bandaríkjunum 6,5 ár. Þar sem Evrópusambandið leitast við að skapa meiri hagvöxt og störf hefur mikilvægi frjáls flæðis launa- fólks aukist til muna. Það veitir launafólki nýja reynslu og þekkingu sem kemur jafnt því sjálfu sem at- vinnuveitendum til góða. „Frjálst flæði eru grundvallar- réttindi í Evrópusambandinu. Við ættum að nýta okkur þau til hins ýtrasta. Það getur veitt okkur tæki- færi til að læra, til að vinna og end- iírmenntast,“ sagði Vladimir Spidla sem fer með atvinnumál, félags- og jafnréttismál innan ESB við upphaf ráðstefnunnar. José Manuel Barroso forseti fram- kvæmdastjórnar ESB tók í sama streng í ávarpi sem hann flutti við upphaf ráðstefnunnar. „Til að lifa af þær breytingar sem verða í fram- tíðinni verður Evrópa að leita nýrra leiða til að auka skilvirkni og að- lögunarhæfni vinnafla síns. Hún verður einnig að kanna hvernig eigi að taka á skorti á hæfu starfsfólki á ólikum svæðum,“ sagði Barroso. Leiðirtil aukins hagvaxtar José Manuel Barroso benti á að hreyf- anleiki launafólks leiddi til aukins hagvaxtar og betri nýtingar atvinnu- tækifæra auk þess sem markaðir yrðu skilvirkari og gætu betur brugð- ist við breytingum. Meira en helmingur íbúa ESB- ríkja telur að Evrópusambandið standi öðru fremur fyrir réttinn til frjáls flæðis fólks. Það skýtur því skökku við að hreyfanleiki á vinnumarkaði er afar lítill innan sambandsins. José Manuel Barroso bendir að auki á að oft eigi flutningar launafólks sér ekki stað við bestu að- stæður. Þar er einkum um að ræða láglaunafólk með tímabundna samn- inga sem flytur sig um set af illri nauðsyn. Einn af hverjum átta verka- mönnum í ESB óttast í raun og veru að þurfa að leita vinnu annars staðar vegna atvinnumissis eða útrunnins starfssamnings samkvæmt nýlegri könnun. Stór hluti þeirra launþega sem flytjast á milli ríkja Evrópusam- bandsins er ófaglært verkafólk. Þarf að ryðja hindrunum úr vegi Síðast en ekki síst standa ýmsar lagalegar og stjórnsýslulegar hindr- anir í vegi fyrir að fólk nýti sér þetta tækifæri. Sem dæmi má nefna ósam- ræmi milli sjúkrasamlagsreglna, skattalöggjafar, lífeyrisréttinda, at- vinnuleysisbóta og námsgráða milli aðildarríkja. „Ef okkur er alvara með að auka hreyfanleika verðum við að gera fólki auðveldara fyrir. Við verðum að ryðja þessum hindr- unum úr vegi,“ sagði Barroso. Markaðsvaktin - Veist þú hvað er að gerast á markaðnum í dag? ÓKEYPIS á www.mentis.is Microsoft CERTIFIED Parner Slgtúni 42 105 Reykjavfk Sími 570 7600 infoOmentls.is HUGBÚNAÐUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.