blaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 25.03.2006, Blaðsíða 20
20IFERÐALÖG LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 blaðið Póstkort frá París Parísarborg kallar fram mismunandi myndir í hugum fólks. Margir sjá hana í rómantísku ljósi, aðrir líta á hana fyrst og fremst sem höfuðborg hátísku og lista og enn aðrir tengja hana við óeirðir, mótmæli og bylt- ingar. í borginni er margt að sjá og skoða og þar eru skemmtistaðir, verslanir, veitingastaðir, byggingalist og söfn á heimsklassa. Mannlífsflóran í borginni við Signu er ekki síður fjölbreytt og fátt sem jafnast á við það að rölta í hægðum sínum um götur og torg og virða fyrir sér mannlífið. Einar Jónsson blaðamaður Blaðsins bjó um tíma í borginni og festi þá gjarnan á filmu það sem á vegi hans varð og skráði hugleiðingar sínar á blað. Fljód á fleygiferð Ég hafði aldrei séð jaf nmikið af fólki á hlaupum á götu úti og þegar ég kom til Parísar í fyrsta skipti. Þá er ég ekki að tala um frístundaskokkara eða börn að leik heldur ósköp venjulegt fólk á leið til vinnu eða skóla. Mest bar að sjálfsögðu á þessu í kringum járnbrauta- og neðanjarðarlestastöðvar en einnig mátti sjá fólk á harðahlaupum í hefð- bundnum íbúðahverfum og verslunargötum. Dag einn sá ég eina hlaupadrottninguna koma á fleygiferð í átt að mér þar sem ég stóð á Champs Elysées breiðgötunni. Ég lyfti vélinni upp að auganu og smellti af um leið og hún þaut hjá. Ég lét vélina síga og horfði á eftir henni. Hún leit snöggt til baka en hvarf síðan í mannmergðina. Mér hefur alltaf fundist eins og fyrstu áhrifin sem borgin við Signu hafði á mig kristallist í myndinni af Parísardömunni hlaupandi. Do you speak English? Tötralegar konur ganga að fólki á ferðamannastöðunum og bera upp þessa spurningu. Ef maður kveður já við rétta þær manni póstkort sem á er letruð harmsaga þeirra, að þær hafi hvorki húsaskjól né peninga og/eða eigi veika foreldra eða börn og þar fram eftir götunum. Flestir hrista bara hausinn þegar þeir mæta þeim eða láta sem þeir sjái þærekki. Fyrir utan konurnar er fjöldi annarra betlara um alla borg. Það kemur manni svo sem ekki á óvart en það er alltaf jafnátakanlegt að sjá þær ömurlegu aðstæður sem þetta fólk býr við. Þó að maður láti smáfé af hendi rakna hefur maður á tilfinningunni að það komi ekki til með að breyta miklu. Betlararnir verða enn á sínum stað daginn eftir. ■ÍÆH íjúlí og ágúst Frá aðeins kr. 49.990 Skógarhlíð 18 ■ 105 Reykjavík ■ Sími: 591 9000 \ www.terranova.is ■ Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 Frábært helgartilboð - 4 nætur Terra Nova býður einstakt tækifæri á helgarferðum í sumartil þessarar einstöku borgar. Góð gisting á frábærum kjörum.Eiffelturninn, Sigurboginn, Latínuhverfið, Montmartre, Signa, Champs Elysées, Concordetorgið. París kemur sífellt á óvart og er endalaus uppspretta mannlífs, menningar og rómantíkur.Tryggðu þérflug og gistingu strax því framboðið á þessu einstaka tilboði er mjög takmarkað. VBIB! Kr. 49.990 Flug.skattarog gisting itvíbýli á Holiday Inn Biblioteque með morgunverði (4 nætur. Netverð á mann. Bókaðu á www.terranova.is Brúðuleikhús í lestinni Hljóðfæraleikarar stytta gjarnan farþegum neðanjarðarlestanna stundir með leik og söng. Þeir stíga upp í vagninn á einhverri stöðinni, leika tvö til þrjú lög og ganga síðan um með plastglas og biðja um laun fyrir tónlistina. Gamli slagarinn Bessame mucho virðist njóta fádæma vinsælda í þessum hópi en samkvæmt lauslegri könnun er ríflega helmlngur metróleikaranna með hann á efnisskránni. Gæði tónlistarinnar eru misjöfn eins og við er að búast. Sumir kunna svo illa á hljóðfærin sín að manni er skapi næst að borga þeim fyrir að láta af leiknum. f öðrum tilfellum skilur maður ekki af hverju viðkomandi tónlistarmaður þarf að hafa í sig og á með þessum hætti. Einnig eru þeirtil sem skemmta farþegum með brúðuleikhús- sýningu. Dag einn sat ég baksviðs hjá einum slíkum brúðuleikhússtjóra og smellti af þess- arí mynd þegar sýningin stóð sem hæst. Sunnudagsmorgun 1 Latínuhverfinu f París eru nær allar verslanir lokaðar á sunnudögum. Þó að svo hafi einnig verið á fslandi þegar ég var yngri átti ég erfitt með að venjast því til að byrja með. Ef til vill er það til marks um hve vanur ég var orðinn því að geta sótt þjónustu og verslað hvenær sem mér hentaði. Ég er ekki frá því að þessar sunnudagsiokanir hafi jafnvel farið svolítið í taugarnar á mér í upphafi dvaiarinnar. Smátt og smátt lærði ég þó að meta þær enda uppgötvaði ég að borgin tók á sig allt annan og rólegri blæ á þessum helga degi þegar ekki var iengur skarkali, ys og þys á götunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.