blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 22
22 I MflTUR
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 blaöiö
RAGGA ÓMARS, MATREIÐSLUMEISTARA
Alltaf koma þessir gömlu réttir
mér skemmtilega á óvart. Síðustu
vikur höfum við strákarnir í vinn-
unni verið að leika okkur með alls
kyns gamlar hugmyndir af réttum
og settum þá í nýja búninga. Við
fleygjum þessu síðan í hádegismat-
inn í mötuneytinu okkar og fáum
mismunandi skemmtileg viðbrögð,
yfirleitt jákvæð.
Einn af þessum réttum hefur
aldeilis slegið í gegn, allavega hjá
okkur kokkunum og það erum nú
við sem ráðum hvað er í matinn.
Þessi vinsæli réttur er tartalettur.
Ég man eftir tartalettum sem ég
fékk þegar ég var yngri með afgangi
af hangikjöti, uppstúf, baunum og
svo var þetta gratínerað með osti
inni í ofni og borðað með rauðkáli.
Þetta gat ekki klikkað.
Það er nánast endalaust hægt að
setja í tartaletturnar og það komu
margar magnaðar fyllingar upp úr
krafsinu. Svo fór ég aðeins að skoða
þetta í gömlum kokkabókum og
fylltar tartalettur eru engar nýjar
fréttir fyrir þá sem hafa lesið eitthvað
af slíkum bókum en tartaletturnar
voru sérstaklega notaðar í forrétti.
Tartalettur leyna skemmtilega á sér
og það væri fátt vitlausara að skella
þessu inn í fermingarveislumatinn,
sérstaklega í kaffihlaðborðið eða
pinnamatinn. Tartalettur þurfa því
alls ekki að vera hallærislegar og
hvaða stemmning myndast fer bara
eftir fyllingunni.
Til dæmis er tartaletta með parm-
askinku, tómat, mozzarella og ba-
sil sniðug sem nettur forréttur í
ítalskan mat.
Önnur hugmynd er að sprauta
kartöflumús í hálfa skelina og fylla
upp með kremuðum villisveppum
og gefa þetta sem meðlæti með nauta-
kjöti eða villibráð - algjör snilld!
Uppskriftin sem fylgir með í dag
er sniðug sem forréttur og það er
fínt að vera búin að raða honum
saman fyrr um daginn og setja inn
í ofn ío mínútum áður en matur er
borinn fram.
Tartaletta„ltaiiana" með tómat,
mozzarella og basil borin fram
með parmaskinku og salati.
-Tartaletturfyrir fjóra sem forréttur
4 skeljar
2 velþroskaðir tómatar (skornir í þunnar
sneiðar)
2 stórar mozzarella kúlur (skornar í þunn-
arsneiðar)
8 blöðferskt basil
Vi rauðlaukur fínt saxaður
2 msk rifinn parmesan
4 msk ólífuolía
salt og nýmulinn svartur pipar
8 sneiðar parmaskinka
4 msk balsamico
Aðferð:
Raðið tómötunum, ostinum, basiinum og
rauðlauknum á milli hvors annars þar til
skelin er orðin full. Munið að setja einnig
smá salt og pipar á milli. Síðan er þetta
bakað í 10 mínútur í 180° heitum ofni eða
þartil osturinn er bráðnaður í miðjunni.
Þá er ólífuolíunni hellt yfir hverja sneið,
parmaskinkan þar ofan á og borið fram
með salti og örlitlu balsamico.
Kveðja Raggi
UPPSKRIFT
» VIKUNNAR
R
4
C
s oðiuvrv lax meS a^ænmeti
Fyrir fjóra 600 g lax, beinhreinsaður og roðflettur
2 dl Blue Dragon ostrusósa
200 g brokkolí r-feP
100 g rauðlaukur :-í
200 g kryddjurtir, t.d. koríander eöa steinselja
ýAðjerð
Skeriö laxinn í bita, u.þ.b. 1,5 x 1,5 cm og
grænmetið í u.þ.b. 0,5 x 0,5 cm.
Látiö koma upp suöu í léttsöltu vatni. Bætiö
kryddjurtunum út í vatniö og látiö sjóöa í
nokkrar mínútur. Setjiö síðan brokkolíið út
í vatnið. Bætíð lauknum saman viö þegar
grænmetiö er næstum tilbúið. Látiö sjóöa í
hálfa mínútu í viöbót. Takið grænmetið upp
úr vatninu og látið renna af því í sigti.
Geymiö vatnið!
Leggið laxabitana í vatniö sem grænmetið
var soöiö í og eldið varlega í 3-4 mínútur.
Setjiö grænmetiö i annan pott og hellið
ostrusósunni yfir. Latiö suðuna koma upp
og blandiö laxinum og jurtunum varlega
saman viö.
Berið frarn meö hrísgrjónum eöa núðlum.
FJARÐARKAUP
París - Brussel - Amsterdam
Vorferð sem á eftir að leiða ykkur í gegnum 3 áhugaverð lönd. Flogið
verður til menningarborgarinnar Parísar, sem er sérstaklega falleg að
vori. Gist í 4 nætur í Rouen og farið í fleiri áhugaverðar
skoðunarferðir þaðan. Áfram haldið til Belgíu þar sem Brussel er
einn áfangastaðanna. Síðustu dögunum eyðum við síðan saman í
gleðiborginni Amsterdam.
Fararstjóri: Örlygur Atli Guðmundsson
Ver3:109.800 kr. á mann ítvíbýli. Miki3 innifalid.
ALLIR GETA B ÓKAÐ SIG í B Æ NDAFERI I R
www.baendaferdir.is V s: 570 2790 ferðaþjónusta bænda BÆHOAFtrtom y
Auglýsingar
blaðið-