blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 18
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 blaðið 18 Heimilis hjálpin! Það er fátt sem hefur staðist tímans tönn eins vel og Kitchen- Aid hrærivélarnar. Hönnunin er nánast óbreytt frá fyrstu dögum en samt sem áður er hrærivélin alltaf jafn vinsæl. Það má segja að það sem hafi helst breyst í áranna rás sé að litaúrvalið er orðið meira auk nýrra aukahluta. Árið 1908 þurfti Herbert Johnson verkfræðingur á tæki að halda sem blandaði saman brauðdeigi hratt og vel. Lausnin var 80 lítra hrærivél sem hann hannaði sjálfur. Sjö árum síðar notuðu bak- arar uppfinningu Herberts enda fannst þeim hrærivélin auðvelda vinnuna auk þess sem hreinlætið var meira. Eftir fyrri heimsstyrj- öldina var byrjað að framleiða „H-5“ sem var fyrsta tegundin af mörgum hrærivélum sem notuðu svokallaða plánetuhreyfingu. Þá hreyfist þeytarinn í eina átt en skálin sjálf í aðra átt. Eiginkonurnar fundu nafnið Til að draga að sér nútíma húsmóð- urina á þriðja áratug síðustu aldar var einblínt á það í auglýsingum að KitchenAid hrærði, hnoðaði, blandaði, skæri og gerði margt fleira. Nafnið KitchenAid á sér skemmtilega sögu en það voru eig- inkonur yfirmanna í Troy Metal Products Company sem fundu Það er fátt sem hefur staðist timans tönn eins vel og KitchenAid hrærivél- arnar. þetta skemmtilega nafn. Á meðan þær prófuðu vélarnar sagði ein þeirra að henni væri nákvæmlega sama hvað tækið væri kallað en hún vissi að þetta væri besta heim- ilishjálpin (kitchen aid) sem hún hefði prófað. Or því varð nafnið KitchenAid. Mikið litaúrval Á næstu árum minnkuðu eldhúsin á heimilum fólks og að sama skapi minnkuðu KitchenAid vélarnar og urðu auðveldari í notkun. Á þessum tíma þróuðu hönnuðir KitchenAid þessa hefðbundnu hrærivél sem hefur verið nánast óbreytt til dagsins í dag. Á sjötta áratugnum voru nýir litir kynntir til sögunnar og enn þann dag í dag má sjá nýja og fallega liti. Fálkahúsinu * Suðurlandsbraut 8 ;ími: 554 0655 • candc@simnet.is • www.cogc.is opið: 10-18 virka daga • Lau: 11-17 Forvarnir hafa áhrif! f byrjun sumars mun Sjóvá opna Forvarnahúsið í Morgunblaðshús- inu í Kringlunni. Forvarnahúsið er fræðslumiðstöð þar sem gestir fá fræðslu um þau lífsgæði sem fel- ast í forvörnum á ýmsum sviðum og til dæmis verður hægt að prófa hvernig er að lenda í árekstri á 6 kílómetra hraða, hvernig er að velta bifreið auk þess sem í húsinu verður margvíslegur búnaður sem tengist forvörnum á heimilum og í fyrirtækjum. Einar Guðmundsson, forvarnafulltrúi Sjóvá, segir að forvarnir hafi vafa- laust áhrif á tjónatíðni. „Við höfum verið með námskeið fyrir unga ökumenn í sennilega tíu ár. Við höfum fylgst með þessum krökkum og borið saman tjónatíðni þeirra fyrir og eftir námskeið,“ segir Einar. „Það er allt að þrefalt lægri tjónatíðni hjá krökkum sem koma á námskeið þannig að við sjáum gríð- arlegan árangur. Þetta eru yfirleitt skynsamir krakkar og með réttum leiðum er hægt að fá þau til að velta örygginu meira fyrir sér. Sama má segja um ýmis fyrirtæki sem við höfum unnið með á svipaðan hátt en tjónatíðnin hefur jafnvel lækkað um 70-80% innan ákveðinna fyrir- tækja. Við sjáum nú þegar árangur og þetta hefur mikil áhrif fjárhags- lega fyrir fyrirtæki. Forvarnir eru því hagur allra.“ Einstaklingurinn skiptir máli Forvarnahúsið verður um 300-400 fermetrar en þar við hliðina verður fræðslusetur þar sem eru kennslu- stofur og fleira til að bjóða hópa vel- komna. Enda segir Einar að Sjóvá taki við nokkrum hópum á viku í Einar Guðmundsson: „Forvarnir eru hagur allra." fræðslu, bæði ungum ökumönnum, grunnskólanemum og fyrirtækjum. „Við höfum unnið að forvörnum á mörgum sviðum undanfarin ár og sjáum að það virkar að láta fólk upp- lifa hluti til að koma forvarnarskila- boðum til þeirra. Til dæmis passar einstaklingur betur upp á að nota belti og svo framvegis ef hann hefur prófað veltibílinn. Við ákváðum að víkka þetta út í Forvarnahúsinu og vera með fjölskylduna í fyrirrúmi. Ef hugsað skal um öryggi er best að hugsa fyrst um öryggi sitt og sinna nánustu. Það viðhorf er síðan víkkað út í öryggi á heimilum, öryggi í um- ferðinni, öryggi í frístundum og vinnu. Við viljum koma þeim skila- boðum áleiðis að einstaklingurinn skiptir máli og þarf að passa upp á sig,“ segir Einar og bætir við að sennilega verði ákveðnir viðburðir í Forvarnahúsinu þar sem fjölskyld- unni er boðið að koma og kynna sér öryggi heimilisins. (samstarfi við slökkvilið og Lýðheilsustöð Samkvæmt Einari verður ekki bara einblínt á umferðina í For- varnahúsinu heldur líka öryggi á BlaðiÖ/Frikki heimili. „Til að mynda skoðum við hvort flóttaleiðir séu í lagi á heimilum, hvort reykskynjarar og slökkvitæki séu í lagi, hvort hugað sé nægilega að öryggi barnanna og svo framvegis. Við verðum til dæmis með eldhús þar sem við sýnum klemmuvarnir, hættuna af heitum pottum og annað sem er hættulegt fyrir börn. Forvarnirnar í Forvarnahúsinu verða sveigjanlegar þannig að það sem við tökum fyrir verður árstíðabundið. Fyrir jólin munum við einblína á kertabruna og flugeldaslys en á haustin á börnin og skólann og svo mætti lengi telja. Þá erum við í samstarfi við þá aðila sem eru að vinna í þessu líka eins og slökkviliðið, Lýðheilsustöð og fleiri,“ segir Einar upprifinn. svanhvit@bladid. net fn MASTER Glæsibæ / Álfheimum 74/ 104 Reykjavík / sími 540-2200 / www.masterbill.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.