blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 14
blaðiðH=a
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson.
Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber.
UMSKIPTI í ÚKRAÍNU
Víktor Jústsjenko, forseti Úkraínu, varð fyrir niðurlægjandi ósigri í
þingkosningunum sem fram fóru um liðna helgi. Forsetinn varð
undir í glímu við manninn sem hann lagði sjálfur að velli fyrir
aðeins rúmu ári. Og konan sem hann rak úr embætti fyrir aðeins sex mán-
uðum reyndist eiga meira fylgi á meðal þjóðarinnar en hann.
Jústsjenko komst til valda árið 2004 í „appelsínugulu byltingunni“ svo-
nefndu þegar almenningur reis upp gegn stórfelldum svikum sem stjórn-
völd höfðu gengist fyrir í því skyni að tryggja Víktor nokkrum Janúkovítsj
embætti forseta. Janúkovítsj er hallur undir Rússa og vill treysta á ný sam-
skipti þessara nágrannaríkja, sem eiga sér sameiginlegan menningararf
og sögu. Janúkovítsj þótti boðberi hins liðna og Úkraínumenn, einkum
í vesturhluta landsins, bundu vonir sínar við stefnu Jústsjenkos sem hét
nánara samstarfi við vestrænar stofnanir á borð við Evrópusambandið og
Atlantshafsbandalagið.
Á aðeins rúmu ári hafa orðið algjör pólskipti í úkraínskum stjórnmálum.
Flokkur Janúkovítsj fór með sigur af hólmi í þingkosningunum um liðna
helgi og svo virðist sem Júlía Tímosjenko, sem Jústsjenko rak úr embætti
forsætisráðherra fyrir sex mánuðum, geti gert tilkall til embættisins á ný.
Fyrir aðeins rúmu ári studdu um 70% kjósenda Jústsjenko í forsetakosn-
ingunum. Nú virðist sem flokkur forsetans hafi aðeins fengið um 16% at-
kvæða í þingkosningunum.
Þetta eru nánast lygileg umskipti. Sérfróðir sýnast almennt hallast að
því að skýringanna sé að leita á sviði efnahagsmála; Jústsjenko hafi ekki
tekist að koma á þeim umbótum sem hann boðaði. Vafalaust er það að
hluta til rétt en jafnframt ber að hafa í huga að forsetinn er í raun enginn
byltingarmaður og er mótaður afvaldakerfi sem einkenndist af stöðnun og
spillingu. Jústsjenko sýnist búa yfir takmörkuðum pólitískum hæfileikum
líkt og sést á því að bandalagið sem hann myndaði með Júlíu Tímosjenko
hélt ekki sökum eilífrar valdabaráttu og ásakana um spillingu. Litlar líkur
sýnast á því að þetta fólk geti gengið til raunverulegs samstarfs á ný þó svo
forsetinn eigi vart annan leik í stöðunni. Neyðist hann til að skipa Júlíu
Tímosjenko forsætisráðherra á ný verður niðurlæging hans algjör.
Öflugir pólitískir straumar leika nú um samfélag Úkraínumanna. Vilji
fólksins hefur verið leiddur fram í lýðræðislegum kosningum en Jústsjenko
er lítt til forystu fallinn. Valdabarátta og pólitísk ólga munu setja svip sinn
á stjórnmál í Úkraínu á næstunni og líklegt er því að nauðsynlegar um-
bætur muni enn sitja á hakanum.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbLis, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Tryggðu þér áskrift
að tímaritinu
Þjóðmálum
Áskrift má panta hiá Andríki á
www.andriki.is
14 I ÁLIT
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 blaöiö
MÁ VE^A/VP KTtA VErkBeHí MttSÍTi I/JNSÆITkuM&æVí
10R., /VI/IRKSÆKWr, JVNBLÁSTUK, MúfóVi FRúMLE/KlA, tlVMÓfy
SAMPELAGSViTuism SKÖPl/A/4£kXAFr ÁL&Th//, PU^ÞJÖKFl/MG,
0G 'FELAGSLE^A OSSJÁlFBÆKA tiT&TAKLiNGWiTUNP.
FA/ ÉG BflKA FflA BEtLS. STÓRiflllSTETNlllW.
4ÍAikki».3'U:
It3q
Skrifaðu flugvöll!
Einhverju sinni var saga af því sögð
að ráðherra á kosningaferðalagi
hefði rætt við umbjóðendur sína
um kjördæmið þvert og endilangt
og hlustað af áhuga á umkvartanir
þeirra og tillögur um landsins
gagn og nauðsynjar, að ekki sé
minnst á hagsmuni kjördæmisins.
Hann hafði með sér aðstoðarmann
og einhverju sinni, þegar einn
kjósandinn hafði rætt við hann
nauðsyn þess að koma á betri
flugsamgöngum við kjördæmið,
snéri hann sér að skjaldsveininum
og mælti: „Skrifaðu flugvöll!"
Ég var farinn að vona að þessir
vondu dagar fyrirgreiðslupólitíkur
- þar sem höfðingjar riðu um héruð
og veittu bændum af örlæti sínu og
náð - væru löngu liðnir. En núna
er ég ekki viss. Það eru kosningar
í nánd og mér heyrist annar hver
frambjóðandi, nei, næstum hver
einasti, vera að „skrifa flugvöll".
Leifsstöð lifnar við
Það er kunnara en frá þurfi að segja
að Bandaríkjamenn ætla að draga
verulega úr varnaviðbúnaði sínum
á landinu. Það kann að hafa komið
flestum á óvart með hvaða hætti
það bar að, en á hinn bóginn var
öllum - sem á annað borð vildu
vita - Ijóst að breytingar á tilhögun
mála á Miðnesheiði væru á næsta
leiti. Auðvitað vissu allir að það
væri aðeins spurning um tíma
hvenær íslendingar þyrftu að axla
frekari byrðar af vörnum landsins
og hið nærtækasta í því samhengi
var vitaskuld að við tækjum við
rekstri Keflavíkurflugvallar. Sem
við hefðum auðvitað fyrir löngu
átt að hafa gert. Þar er okkar
alþjóðaflugvöllur og líflína úr
landinu og þessari auðugu þjóð
átti ekki að vera neins vant til þess
að geta rekið hann. Eins og er nú
komið á daginn.
Þá blasir við augljós spurning:
Er verjandi að fslenska þjóðin kosti
rekstur tveggja alþjóðaflugvalla
með 50 km millibili? Áuðvitað ekki.
Það er hrein fásinna og sóun.
Umleiðhafaaugumannahinsvegar
opnast fyrir margvíslegum kostum
í kringum Keflavíkurflugvöll
og Leifsstöð. Augljóst er að þar
mun losna mikið land um leið og
varnarsvæðinu er breytt og menn
hafa nefnt margvíslega nýbreytni
Andrés Magnússon
til þess að nýta flugvöllinn betur en
verið hefur og um leið leita leiða til
þess að leysa þann atvinnuvanda,
sem blasir við Suðurnesjum þegar
þessi umsvifamikli atvinnurekandi
hverfur úr landi. Þar hefur
Árni Sigfússon, bæjarstjórinn í
Reykjanesbæ, gengið á undan með
góðu fordæmi og blásið mönnum
kapp í kinn. Það er því alls ekki
ólíklegt að áður en yfir lýkur
verði brotthvarf Bandaríkjahers
atvinnulífinu suður með sjó mikil
lyftistöng. Eða það vonar maður.
Kvakið við Tjörnina
En hvaða raus er það þá, sem
berst frá Ráðhúsi Reykjavíkur
f bland við vorkvak andanna
á Tjörninni? Frjálslyndir vilja
raunar halda í hernaðarástandið
og hafa flugvöllinn í Vatnsmýri uns
nær dregur heimsenda. En hinir
flokkarnir virðast líka vera á því
að það þurfi flugvöll í Reykjavík og
finnst fjarstæða að innanlandsflugið
flytjist til Keflavíkur. Vilja leggja
nýjan flugvöll ef ekki vill betur,
úti á skerjum eða í námunda við
Keflavíkurflugvöll!
Engu virðist skipta að
Reykjanesbær og höfuðborgar-
svæðið eru fyrir löngu orðin eitt
atvinnusvæði og öll teikn á lofti
um að sú samþætting verði æ
nánari á næstu árum meðfram
Reykjanesbraut. Sóun opinberra
fjármuna við að hafa tvo flugvelliþar
sem einn dygði virðist engu skipta
heldur. Að ekki sé minnst á þann
óleik, sem Suðurnesjamönnum væri
gerður á ögurstundu, með því að
halda aftur af vaxtarskilyrðum í
kringum Keflavíkurflugvöll með þvf
að halda innanlandsfluginu þaðan.
Það mætti halda að fjárhagsstaða
Reykjavfkurborgar væri bara ekki
jafnbagaleg og maður hefur haldið.
Fyrir kosningar finnst mönnum
kannski þægilegast að skrifa bara
flugvöll og vona það besta. En það
á að ætlast til meiri ábyrgðar af
stjórnmálamönnum. Þeir eiga ekki
að velja fyrirstöðuminnstu leiðina
heldur þá réttustu. Nú er lag til þess
að loka óskapnaðinum í Vatnsmýri
og leyfa Suðurnesjum að rétta úr
kútnum.
Höfundur er blaðamaður.
Klippt & skorið
Hafliði Helgason, ritstjóri viðskipta-
frétta á Fréttablaðinu, veltir fyrir sér
umræðunni og stöðunni á fjármála-
markaðinum í Fréttablaðinu í gær. Hafliði, sem
þekkir blaðamanna best íslenska útrásarhag-
kerfið, segir: „Bankarnir og útrásarfyrirtækin
hafa nýtt sér kjöraðstæður á markaði. Lánsfé í
evrum er ódýrt og eigið fé í íslenskum krónum
er verðmeira en áður. Þar við bætist að peningar
í umferð innanlands hafa verið umtalsverðir
og kjöraðstæður til þess að sækja sér aukið
hlutaféá markað." Fyrirþá sem eru menntaðirí
gamaldagshagfræði virðist Hafliði vera að lýsa
kjöraðstæðum fyrir eignaverðbólgu frekar en
traustum grunni fyrir heilbrigðu hagkerfi.
R
eyndarvirðistathafnamaðurinnBjör-
ólfur Thor Björgólfsson sækja
vísdóm sinn í gamaldagshagfræði
frekar en í íslensku útrásarhagfræðina. (frétt
Morgunblaðsins um aðalfund Actavis á þriðju-
dag kemur fram að Björgólfur,
jl sem er stjórnarformaður lyfjafyr-
Cf iftækisins, hafi sagt í ræðu sinni
oð hið mikla peningamagn sem
er í umferð í íslenska hagkerfinu
hafi „þrýst upp gengi bréfa í félögum án sýni-
legra breytinga sem réttlætt gætu svo mikla
gengishækkun."
Auglýsingaherferð lcelandair í Morg-
unblaðinu á sér enga líka, en flug-
félagið keypti nánast
hverja einustu auglýsingu í syst-
urblaðinu. Þá þarf þó að undan-
skilja dánarfregnir og jarðarfara-
auglýsingar, sem fengu að standa
óhaggaðar. Markmiðið með þessari herferð er
klipptogskorid@vbl.is
næsta óljóst þó Jón Karl Ólafsson, forstjóri
lcelandair, hafi fylgt hennl úr hlaði og sagt
að þannig vildi félagið kynna nýjar áherslur.
Miðað við kvartanir farþega í fjölmiðlum að
undanförnu virðist sem áhuginn liggi ekki
endilega á ferðasviðinu, sem auðvitað er lak-
ara hjá flugfélagi.
Annars tóku menn eftir því að Pálmi
Haraldsson í Fons keypti erlenda
(slandsferðaskrifstofu
á dögunum og nefndi í því sam-
hengi að rekstur hennar færi afar r
vel saman við flugrekstur lceland
Express. Um það efast fáir, en
óneitanlega þykir ýmsum skrýtið að lcelandair
- þar sem Pálmi á einnig umtalsverðra hags-
muna að gæta - skuli á sama tíma vera búið að
selja nánast allan ferðatengdan reksturfrá sér.