blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 20
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 bla6ið 20 l Hemlað á himnum Blaðakona Blaðsins, Margrét H. Gústavsdótttir, reynsluekur bíl í fyrsta skipti og byrjar á sannkölluðum lúxusdreka. Ég get ekki sagt að ég sé vön því að prufukeyra bíla þó að ég hafi vissu- lega bæði verið farþegi og setið undir stýri á ýmsum tegundum; allt frá Bentley og Jagúar yfir í Lödu Sport. Það var því skemmtileg upplifun að stíga inn í Lexus IS 250 og fá að bruna á honum um höfuðborgar- svæðið, í jómfrúarferð minni í reynsluakstri í mildum regnúða einn morgun í mars. Ævintýrið byrjaði þegar umsjón- armaður drekans kenndi mér að opna bílinn og koma honum í gang. Lexus IS gengur ekki fyrir lykli og hvergi þarf að stinga neinu í hann sem hlýtur að vera kostur því það kemur í veg fyrir að rispur myndist á honum. Innan á handfangi hurðar- innar er snertiskynjari sem nemur höndina og þá er hægt að kippa í og opna. Þegar ég settist inn í bílinn kom mér til hugar félagsheimilið í myndinni Með allt á hreinu. Það virkaði látlaust að utan en þegar inn var komið blasti við heljarinnar rými. Þannig er Lexus IS. Hann er fallegri að innan en utan, þó vissu- lega sé hann fagur að utan. Það er eins og maður átti sig ekki á því hverslags glæsikerra þetta er fyrr en inn í bílinn er komið. Hvert einasta smáatriði er út- hugsað í þessum nýja Lexus og allt virðist hafa verið hannað með það fyrir augum að ökumanninum líði sem best. Sætin eru fallega hönnuð og sérlega þægileg. Þau eru rafstýrð og með hita sem einnig er hægt að stilla eftir þörfum og kulvísi. Stýrið má líka hækka eða lækka og færa fram eða aftur, allt eftir því hvað ökumanninum finnst best. Reyndar er stýrið hálfgert stjórnborð því þar má m.a. skipta um gíra, fjarstýra hljómflutningskerfinu, skipta á milli upplýsinga á upplýsingaskjá og skriðstilla. Aksturseiginleikar Ég ræsti bílinn með þvi að ýta á hnapp og hann byrjaði strax að mala eins og friðsælt ljón sem vaknar af værum blundi. Setti í bakkgír, renndi út úr stæðinu og um leið gaf ég gírstönginni gaum en í henni er bæði bein- og sjálfskipting sem mjög einfalt er að flakka á milli og það má fylgjast með gírskipting- unni í mælaborðinu. Við Lexus sigldum hóflega út úr hlaðinu fyrir framan umboðið en stefndum svo niður í miðbæ. Ég tók strax eftir því hvað stýrið var þétt og gott og hvað það fór vel í hendi. Þetta var nánast eins og framleng- ing á útlim, svo nákvæmt og hlýðið var það. Óvenju gott grip. Þar sem skiptiflipar eru staðsettir í stýrinu þegar beinskipting er valin var líka auðvelt að ímynda sér einhverja ökumenn upplifa sig sem formúlu eitt kappa, þar sem formúlu bílarnir eru einmitt með svona útbúnaði í stýrinu. Ein merkilegasta upplifunin við að aka þessum bíl var þó að stíga á hemlana. Líkt og flest fólk dreymir mig stundum að ég sé að fljúga en svo stöðva ég ferðina í lausu lofti líkt og Superman (eða Superwoman) án mikillar fyrirhafnar. Þessa sömu tilfinningu upplifði ég við akstur bílsins, en hemlarnir eru ótrúlega mjúkir og nákvæmir og eiga mjög auðvelt með að hægja snögglega eftir mikinn hraða án þess að maður finni fyrir því. Mælaborðið Mælaborðið í Lexus IS 250 er kapít- uli út af fyrir sig. Skjárinn, optitron, er með 30% lituðu gleri, hvítri lýs- ingu og hvítum LED vísinálum sem lýsa dulúðlegri birtu um leið og keyrt er undir brú eða inn í göng. Afar smekklegt allt saman. Vélin Lexus IS virðist vera eins konar blanda af sportbíl og lúxuskerru líkt og prinsessa af Mónakóættum. Við- bragð og vinnsla vélarinnar, sem er 208 hestöfl, er mjög gott og allt ger- ist þetta á hljóðlátan og dannaðan hátt líkt og þegar fáguð dama yfir- gefurveislu. Vélin er líka nánast hljóðlaus, nema þegar komið er upp í 5000 snúninga, en þá byrjar hún að urra eins og ljón með lokaðan munn, en alveg án þess að öskra. Lokaorð Gallarnir á þessum bíl eru ekki margir. Sá sem ég fann kannski mest fyrir var sá að afturglugginn liggur hátt sem gerir það að verkum að út- sýni úr honum er ekki eins og best verður á kosið. Kostirnir eru hins vegar mjög margir og um þá má lesa að ofan. Sumum gæti kannski þótt það galli að bíllinn er heldur fallegri þegar maður kemur inn í hann, en mér finnst það kostur. Þó að maður leggi út tæpar fjórar fyrir flottum bíl þá þurfa ekki allir að vita það. Margrét H. Gústavsdóttir Jeppa- og vélsleðagalH Jakki og buxur á 21.900 kr. Gallinn er úr slitsterku næloni og er allur fóöraður að innan með hlýju vatteruðu lagi og auk þess er rakalag. Allir saumar límdir. FYRIR PASKA Scotchlite - endurskin á baki Vindlok er við alla rennilása. Buxurnar eru meö axlaböndum sem eru hneppt með leðurbótum við buxumar. Cordura - slitefni á rassi m og hnjám. Thinsulate - flls frágangur á hettu og strekkingar til að loka I miklu óveðri. Mittisbelti Hægt er að strekkja með frönskum rennilás um miðjuna sem kemur í veg fyrir vind upp undir jakkann eða ofan I buxurnar. Gjöf fyrir þann sem þér er hlýtt til. Kletthálsi 3 I 110 Reykjavtk I Slmi 540 4900 I arctictrucks.is ARCTIC TRUCK5 General Motors býr í haginn fyrir framtíðina Þó bandarísku bílarisarnir gömlu hafi íhaldssamt yfirbragð verður General Motors ekki sakað um að horfa ekki fram á veginn. Verkfræð- ingar þeirra eru þegar farnir að und- irbúa sig fyrir þann dag, sem bílar verða knúnir með efnarafölum og vélin verður inngreypt í bygginguna. Um leið gera þeir ráð fyrir að stýris- stangir og fetlar heyri fortíðinni til. Nýverið lagði GM inn einkaleyfis- umsókn þar sem undir húddinu er ekki gert ráð fyrir neinum vélbúnaði heldur einskonar álsvampi, sem á að taka á sig megnið af áreksturshöggi áður en það dynur á farþegarýminu. Audi Q7 alltof vinsæll Audi hefur tilkynnt að framleiðsla á nýja Audi jeppanum, Q7, verði snar- aukin á næstunni, en aðeins eru nokkrar vikur síðan fyrstu eintökin runnu út úr verksmiðjunum. Q7 er ætlað að keppa við X5 jeppann frá BMW og ekki er annað að sjá á við- brögðunum en að þær fyrirætlanir ætli að ganga vel eftir. Fyrirspurnir og pantanir hafa verið mun meiri en markaðsmenn Audi þorðu að vona og hefur því verið ákveðið að auka framleiðsluna um helming eða úr 200 bílum á dag í 300. Talsmenn Audi segja að þeim hafi borist 16.000 pantanir til þessa og ætla að salan á árinu geti numið 70.000 bílum. Tvær gerðir eru framleiddar af Q7, annars vegar með þriggja lítra V6 hverfildísilvél og hins vegar með 4,2 lítra, átta strokka benzínorkuveri, en vélarnar skila 233 Fleiri ofurbílar á leiðinni frá Svíþjóð Svíar hafa lengst af verið þekktir fyrir örugga en eilítið óspennandi bíla. Þetta kynni þó að vera að breytast. Sænski ofurbíllinn Köningsegg hefur vakið verðskuldaða athygli, enda er þar ekki slegið af neinum kröfum, hvorki hvað varðar verkfræði né fagurfræði. Nú bíða menn spenntir eftir öðrum sænskum ofurbíl, en það er Bebi Quercianella. Gangi allt að óskum mun hann veita Ferrari og Lamborghini verðuga samkeppni í haust. Bílaáhugamenn eru mjög spenntir fyrir verkfræðinni að baki bílnum, en spurst hefur út að hann sé aðeins 525 kg á þyngd með 2,4 lítra V8 vél, sem á að ná um 525 hestöflum. Að sögn framleiðandans er markmiðið það að bíllinn komist úr kyrrstöðu í hæsta leyfilega hraða í Svíþjóð á innan við þremur sekúndum. Verðið er ekki alveg á hreinu, en giskað er á 12-15 milljónir íslenskra króna við verksmiðjudyr.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.