blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 28
28 I ÍPRÓTTIR Draumalið Erics Cantona TIL SÖLU Þegar þú vilt þægindi // Opið þri.-fim.l 0.00-17.00 fós. 10.00 -16.00 S:568-2878 Síðumúla 13,108R www.praxis.is praxis@praxis.is Knattspyrnugoðið og fyrrum leikmaður Manchester United, Eric Cantona, valdi á dögunum draumalið sitt fyrir knattspyrnu- tímaritið FourFourTwo. Liðið er skipað n stórkostlegum leik- mönnum og ekki síður miklum persónuleikum. Svarta perlan Pele, sem margir telja besta knattspyrnumann fyrr og síðar, fær ekki sæti í liði Frakk- ans en það gerir hins vegar Diego Maradona sem Cantona heldur fram að standi Pele miklu framar. Sóknarparið samanstendur af Mario Kempes og George Best og þá er Roy Keane, fyrrum sam- herji Cantona, á meðal liðsmanna. Þessir leikmenn mynda besta knattspyrnulið sögunnar að mati Frakkans: Hægri bakvörður - Junior „Hann var sterkur leikmaður og mik- ið karlmenni. Góður að verjast og gat verið frábær fram á við líka. Lék lykilhlutverk í brasilíska landslið- inu á HM 1982 sem sumir segja að sé besta liðið af þeim sem unnu ekki keppnina.“ Miðvörður - Franz Beckenbauer „Fæddur leiðtogi sem hafði mikla hæfileika og var virðulegur á velli. En hann hryggbraut mig þó þegar ég var átta ára. Ég var að horfa á úr- slitaleik heimsmeistaramótsins 1974 og hélt með Hollandi sem var að keppa við Vestur-Þýskaland. Beck- enbauer fór fyrir síðarnefnda liðinu - sem vann. Ég hágrét eftir leikinn og var mjög leiður. En í dag kann ég vel að meta snilli keisarans.“ Pizza 67, Austurveri Háaleitisbraut 68, Sími 800 6767 Umbúöarlausnir Eigum lausnina fyrir þig. Allt til umbúðarpökkunar fyrir fyrirtæki og verslanir. Umbúðastanda, pappír, pokar og bönd. Danco ehf., Simi 575-0200 www.danco.is Vinstri bakvörður - Gi- acinto Facchetti „Það verður að vera ítalskur varnar- maður í liðinu og þá er enginn betri en Facchetti. Ég var of ungur til að sjá hann spila sjálfur en ég hef séð myndbönd með honum og varð sam- stundis ástfanginn. Hann var göfug- ur leikmaður og hæfileikaríkur og skoraði grimmt miðað við varnar- mann.“ Allar pizzur af matseðli + 9" hvítlauksbrauð á aðeinsllSOkr eða 16" pizza með 2/álegqjum + 9"hvítlauksbrauo á aöeins 1150 kr. TIL SÖLU, BEYKI INNRÉTTING, KAUPANDI TEKUR SJÁLFUR NIÐUR. NÁNARI UPPL.S',659-4102 E.KL.17:00. Svefnskáli Til sölu 18,75 fm skáli. Svefn-pláss fyrir 3. Setu- stofú- og eldhúsaðstaða. Ferðaklósett fylgir. Skápar og raftnagnsofnar. Hentugur til flutnings. Uppl. í s: 5540332, 8980332 og 4061 Snillingurinn Cantona á harðaspretti. Markvörður - Carlos Valderrama ,Hann var alltaf að gera einhverjar kúnstir og ég vil hafa skemmtikrafta í mínu liði. Vissulega gerði hann mis- tök inn á milli en á heildina litið var hann frábær markvörður sem gerði knattspyrnuna skemmtilegri. Sporð- drekamarkvarslan gegn Englandi segir allt sem segja þarf.“ Varnartengiliður - Roy Keane „Þarf ég að segja meira? Hann var sá besti á miðjunni og gat spilað hvar sem er. Hann varðist betur en flest- ir en gat líka brunað upp völlinn og skorað mörk. Ég get sagt ykkur að það var góð tilfinning að hafa hann fyrir aftan mig fjögur tímabil." Hægri miðjumaður - Rene Higuita „Margir muna kannski bara eftir hárinu á honum, en hann var líka frábær knattspyrnumaður. Við lék- um saman hjá Montpellier og það var mikil skemmtun. Hann var ekki líkamlega sterkasti leikmaðurinn en hann var mikill hugsjónamaður og gat komið boltanum hvert sem hann vildi. Síðan hann hætti hefur Baráttujaxlinn Roy Keane er eini leikmaðurinn í draumaliðinu sem er ennþá spilandi. Argentinska goðsögnin Diego Maradona verður alltaf sá besti, að mati Eric Cantona. kólumbíska landsliðið ekki getað neitt og það segir mikið.“ Vinstri miðjumaður - Di- ego Maradona „Sumir segja Pele vera besta leik- mann allra tíma, en ekki ég. Marad- ona verður alltaf sá besti. Hann vann keppnina 1986, tapaði naumlega í úr- slitum 1990 og hefði kannski getað unnið 1994 ef hann hefði ekki verið settur í bann. Meginmunurinn á Pele og Maradona er að Pele var allt- af umkringdur frábærum leikmönn- um en ekki Maradona. Ef Maradona hefði ekki verið í argentínska lands- liðinu hefði það aldrei unnið HM, en Brasilía hefði getað unnið án Pele.“ Hægri kantmaður - Garrincha „Því miður hef ég ekki séð mikið af upptökum af honum á velli, en hann er nákvæmlega sá leikmaður sem ég vil hafa í liðinu mínu. Það sem ég hef lesið og heyrt um hann er einfaldlega þess eðlis. Þó hann sé ekki mikils metinn í dag væri hann vafalaust einn sá besti í heiminum ef hann væri að spila núna.“ Vinstri kantmaður - Johan Cruyff „Ég elskaði hollenska landsliðið á áttunda áratugnum og Cruyff var bestur af þeim. Hann var hetja mín í barnæsku og ég var með stórt vegg- spjald af honum í herberginu mínu. Hann kom af stað byltingu í knatt- spyrnunni með leik sínum, svo skapandi var hann. Ef hann vildi gat hann verið besti leikmaðurinn í hvaða stöðu sem er á vellinum" Sóknarmaður - Mario Kempes „Kempes er helst minnst fyrir að hafa leitt argentínska landsliðið til sigurs á HM 1978 en hann var ekki síður frábær hjá Valencia á Spáni. Hann gat skorað mörk, en það sem meira er þá gerði hann það þvílíkum glæsibrag. Hann var stór og sterkur skallamaður en ekki síður snöggur og hafði frábæra tækni.“ Sóknarmaður - George Best „Hann var frjálslyndur með afbrigð- um og hafði mikla persónutöfra. Með George og hina leikmennina er ég viss um að það væri mjög gam- an að ferðast í liðsrútunni. Hann elskaði lífið en þegar kom að knatt- spyrnu var hann alltaf mjög einbeitt- ur og gaf allt sem hann átti. Hann skildi eftir sig frábærar minningar á Old Trafford þrátt fyrir að hafa farið frá liðinu ungur.“ Knattspyrnustjóri - Eric Cantona „Ég ætlaði að velja Cruyff sem spil- andi þjálfara því hann var svo mik- ill hugsuður og vildi stöðugt bæta leikmennina sína. Ég veit hvers lið- in hans eru megnug og mér er enn minnisstætt þegar ég horfði á Barc- elona sigra United 4-0 1994. En svo hugsaði ég með mér að fyrst ég valdi liðið ætti ég að fá að stjórna því. Ég myndi elska að stýra þessu liði. Ég veit að við myndum eiga góðar stundir saman.“ NÁMSKEIÐ í GLERMALUN! Alla fimmtudaga kl. 20.00 (einnig aðra daga eftir eftirspurn) Byrjendur geta mætt hvenær sem er. Skapaðu þín eigin listaverk! Upplifðu einstæða litatöfra glermálningarinnar frá Frakklandi sem ekki þarf að brenna!!! (3000 kr skiptið) - efniskostnaður innifalinn - Innritun í síma: 55 - 282 - 55 Listasetur Lafleur Hólmaslóð 4,101 Rvk S: 55-282-55 VERSLUN UR OG SKARTGRIPIR Full búðaffallequm fermingargjöfum Strandgötu 37 220 Hlj Opið mán-fös. 08-18 lau. 11-16 Sími 565-4040 Fax 552-4567 www.gunnimagg.is lovedsign.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.