blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 32
321 MENNIWG
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 blaöiö
Reykingabann
bjá leikurum
Skoskir leikarar og sjónvarps- og
kvikmyndaframleiðendur eru
ekki sáttir við reykingabann
sem tekið hefur gildi í Skotlandi.
Lögin skilgreina kvikmynda- og
upptökuver sem vinnustaði og
þar ber því að fylgja
reykingabanninu.
Fyrir vikið verða
persónur í sjón-
varpsmyndum að
láta af reykingum.
Þetta á til dæmis
við um lögreglufull-
trúann Rebus en
fjölmargir vinsælir
sakamálaþættir
hafa verið gerðir
þar sem þessi keðju-
reykingamaður
leysir glæpi. Frést
hefur að handrita-
höfundar þáttanna
hafi brugðist við
lögunum með því
að skrifa inn í næstu
þáttaröð atriði þar
sem lögreglufulltrú-
inn brýtur bannið þegar hann
kveikir sér í sígarettu á eftirlæt-
iskrá sinni og lendir fyrir vikið
í klandri. „Hann hefur alltaf
reykt svo það er erfitt að ímynda
sér að hann fari á krá eða fái sér
í glas heima án þess að reykja,“
segir Ian Rankin,
höfundur Rebus
bókanna.
Þessi nýju lög
hafa vakið hörð við-
brögð og eitt þekkt-
asta leikritaskáld
Skota, John Byrne,
segist íhuga mjög
alvarlega að flytja
frá Skotlandi. Leik-
ritaskáldið John
Mortimer segir að
lögin séu fáránleg.
Leikstjórinn Peter
Hall segir lögin
bera vott um pól-
itíska rétthugsun
sem sé ekkert annað
en eins konar rit-
skoðun. I ágúst næst-
komandi mun Hall setja á svið leik-
Tálkvendið Gilda varð enn eftir-
minnilegri vegna sígarettunnar.
(kvikmynd George Clooney Good Night and Good Luck er sígarettan aldrei fjarri Ed Murrow.
rit John Osborne, Horfðu reiður um
öxl en aðalpersónan, Jimmy Porter,
reykir pípu.
Á gullaldarárum Hollywood
voru reykingar oft stór þáttur í róm-
antískum atriðum, eins og þegar
Betta Davis þáði sígarettu hjá Paul
Henreid í Now Voyager. Helstu
töffarar hvíta tjaldsins, til dæmis
Humphrey Bogart, sáust varla án
sígarettu og tálkvendið Gilda sem
Rita Hayworth lék varð enn eftir-
minnilegri vegna sígarettunnar.
í Kaliforníu er bannað að reykja
á opinberum stöðum og vinnu-
stöðum en kvikmyndaver og sjón-
varpsstöðvar fá undanþágur og í
kvikmyndum og sjónvarpsþáttum
sjást persónur því enn kveikja sér
í sígarettu. I nýlegri kvikmynd
George Clooney, Good Night and
Good Luck, er sígarettan aldrei
fjarri Ed Murrow, aðalpersónu
myndarinnar.
Karlakór Reykjavíkur
á afmælistónleikum
Karlakór Reykjavíkur á áttatíu ára
afmæli á þessu ári. í tilefni þess
heldur kórinn sex tónleika í Lang-
holtskirkju og verða þeir fyrstu
næstkomandi sunnudag. A efnis-
skránni eru íslensk og erlend lög,
þar á meðal eftir Sigurð Þórðarson,
stofnanda kórsins og Pál Pampic-
hler Pálsson sem stjórnaði kórnum
í 30 ár. Einnig verða sungin verk
eftir meistara á borð við Schubert,
Beethoven og Rossini. Diddú
verður sérstakur gestur á tónleik-
unum og við píanóíð verður Anna
Guðný Guðmundsdót tir sem hefur
starfað með kórnum í 16 ár.
Friðrik S. Kristinsson er stjórn-
andi Karlakórs Reykjavíkur en hann
er einnig stjórnandi Drengjakórs
Reykjavíkur. „Félagar í Karlkórnum
eru 75, sá elsti um sjötugt og sá yngsti
22 ára. Við auglýsum eftir nýjum
félögum á haustin og þróunin hefur
verið sú að hópurinn er alltaf að yngj-
ast. Endurnýjun er því mikil og það
þykir gaman og fínt að vera í karlakór.
Sumir kórfélagar hafa komið beint úr
Drengjakór Reykjavíkur yfir í Karla-
kór Reykjavíkur. Drengjakórinn er
því eins konar uppeldisstöð," segir
Friðrik. „Æfingar eru tvisvar í viku
og í staðinn fyrir að menn fari á fót-
boltaæfingar fara þeir á kóræfingar.
Það er gaman að fást við ný verkefni
og sérlega skemmtilegt þegar kemur
að tónleikum því þá heyrir maður af-
Karlakór Reykjavíkur á áttatíu ára afmæli á þessu ári og heldur afmælistónleika í Lang-
holtskirkju.
rakstur vetrarins."
f maí heldur Karlakór Reykjavíkur
austur á firði, verður á Höfn í Horna-
firði 11. maí og á Eskifirði 13. maí og
í haust liggur leiðin til Auturríkis og
Þýskalands.
Tónleikar kórsins í Langholtskirkju
verða sem hér segir: Sunnudag 2. apríl
kl. 17.00 og 20.00, mánudag 3. apríl
kl. 20.00, miðvikudaginn 5. apríl kl.
20.00, fimmtudag 6. apríl kl. 20.00
og laugardag 8. apríl kl. 16.00. Á síð-
ustu tónleikunum 8. apríl munu eldri
félagar Karlakórs Reykjavíkur koma
fram og flytja nokkur lög undir stjórn
Kjartans Sigurjónssonar.
Metsölulistinn - erlendar bækur
^ The Historian
Elizabeth Kostova
Philip 's Concise World Atlas
Philip's
3 With No One As Witness
Elizabeth George
4 Honeymoon
James Patterson & Howard Roughan
5 8age
Jonathan Kellerman
6 The Chairman
Stephen Frey
? Vendetta
' Fern Michaels
g No Place Like Home
Mary Higgins
g The Earth From The Air
Yann Arthus-Bertrand
10 TheTwelfthCard
Jeffery Deaver
Metsölulistinn - allar bækur
^ Draumalandið: sjálfshjálparbók handa...
Andri Snær Magnason
^ Flugdrekahlauparinn - kilja
Khaled Hosseini
3 Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn - kilja
Robin Sharman
Fullur skápur af lífi
Alexander McCall Smith
5 Sálmabók
Ýmsir höfundar
6 Tími nornarinnar - kilja
Árni Þórarinsson
^ Gæfuspor
Gunnar Hersveinn
8 Draumaiand: svefn og svefnvenjur...
Arna Skúladóttir
. Dýraríkið
Penelope Arlon
1Q Lost in lceland
Sigurgeir Sigurjónsson
Listinn er gerður út frá sölu dagana 22.03.06 - 29.03.06 ( Listinn er gerður út frá sðlu dagana 22.03.06 - 29.03.061
Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum Bókabúðum Máls og menningar, Eymundsson og Pennanum
Óbeisluð
öfl íslands
JPV útgáfahefur
sent frá sér bókina
fslands óbeisluð
öfl eftir svissneska
ljósmyndarann
Max Schmid. Bókin
kemur út á fjórum
tungumálum: fs-
lensku, ensku, þýsku og frönsku.
Eldur og ís, hverir og fossar, iða-
grænir vellir og svartir sandar, ótamin
jökulfljót og hrikalegar klettastrendur,
miðnætursól og langir skuggar, álfar,
tröll og sögur og svo auðvitað fiskur-
inn - þetta er ísland, eyjan sem kennd
er við andstæður en líka við frelsi víð-
áttunnar og tign.
íslands óbeisluð öfl erprýdd 250 ljós-
myndum eftir Max Schmid, hver ann-
arri stórkostlegri. Þar er ljósmyndari
á ferð sem er mikill íslandsvinur og
gjörþekkir landið. Hann kemur okkur
sífellt á óvart með undurfögrum og
dulúðugum myndum af íslenskri nátt-
úru sem, að hans eigin sögn, bera þess
vitni að í þessu nánast ósnortna landi
geta menn ennþá fengið útrás fyrir æv-
intýraþrá sína.
Max Schmid, sem fæddist í Wintert-
hur í Sviss 1945, er landslagsljósmynd-
ari og mikill náttúruunnandi. Hann
kýs helst að starfa á afskekktum
stöðum, hefur ferðast mikið um fram-
andi lönd og staðið fyrir mörgum
Ijósmyndaleiðöngrum. Með kynngi-
mögnuðum ljósmyndum, sem birst
hafa í yfir tuttugu Ijósmyndabókum,
tímaritum og á dagatölum, hefur
hann skapað sér sess meðal fremstu
ljósmyndara nútímans.
SU DOKU talnaþrautir
Su Doku þrautin snýst um
að raða tölunum frá 1-9
lárétt og lóðrétt í reitina,
þannig að hver tala komi
ekki nema einu sinni fyrir
í hverri línu, hvort sem er
lárétt eða lóörétt. Sömu tölu
má aukin heldur aðeins
nota einu sinni innan hvers
níu reita fylkis. Unnt er að
leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins
7 3 9 8
9 2 7
5 1 3
5 8 4 2
8 5 4 6 9
3 7 9
9 4 2
7 5
2 8 6 3 7 1
5UDDKU BHDP. IS ©G610015
Lausn siðustu gátu
6 7 9 3 8 5 4 1 2
5 8 2 1 6 4 3 7 9
3 4 1 9 7 2 5 6 8
4 9 3 7 1 8 6 2 5
7 1 6 5 2 3 8 9 4
8 2 5 6 4 9 7 3 T
9 3 7 8 5 1 2 4 6
1 5 4 2 3 6 9 8 7
2 6 8 4 9 7 1 5 3