blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 blaöið
Geimskot undirbúið
Rússneskur hermaður fylgist með er Soyuz-eldflaug af gerðinni TMA-8 er flutt í átt að
skotpallinum í Baikonur-geimferðamiðstöðinni í Mið-Asíuríkinu Kazakhstan. Aformað
er að geimflauginni verði skotið á loft í dag, fimmtudag. Um borð verða þrír geimfarar,
Bandaríkjamaðurinn Geoffrey Williams, Rússinn Pavel Vínogradov og Brasilíumaðurinn
Marcos Pontes. Verður hann fyrsti geimfari Brasilíumanna. Pontes hefur boðað að hann
taki með sér treyju knattspyrnulandsliðsins til að tryggja gott gengi þess á HM. Ferðinni
er heitið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.
Piparsésa...
... jpecjár virdmr (nvítn!
Tilv
sjav
|//n köld út á kjötiö, í fiskrétti, með reyktum silungi og
fangi. Góð með köldum, steiktum lunda og sem ídýfa.
■■■
#
VOGABÆR
Frábær köld úr dósinni eða hituö upp, með lambakjöti,
nautakjöti, fiski eða kjúklingaréttum i ofni.
Blóði drifnum ferli lokið
Stríðsglœpamaðurinn Charles Taylor loksins handsamaður.
Charles Taylor, fyrrum forseti Lí-
beríu, var handsamaður af níger-
ískum yfirvöldum í gær er hann
reyndi að flýja land í kjölfar þess að
stjórnvöld í Lagos lýstu því yfir að
þau myndu heimila framsal hans.
Taylor, sem hafði verið leitað síðan
á mánudag, var handtekinn rétt
áður en forseti landsins, Olesegun
Obasanjo, flaug til Bandaríkjanna
til fundar við George Bush, forseta.
Taylor hefur verið í útlegð í Nígeríu
frá árinu 2003 en hann er eftir-
lýstur í heimalandi sínu, nágranna-
ríkinu Sierra Leone og af Samein-
uðu þjóðunum fyrir stríðsglæpi og
glæpi gegn mannkyni.
Nígerísk yfirvöld sendu Taylor
með flugi til Líberíu umsvifalaust
en lítill áhugi virðist hjá stjórn-
völdum á því að réttað verði yfir
honum í landinu. Óttast þau að
vera hans gæti ógnað stöðugleik-
anum í Líberíu. Líklegt þykir að
friðargæsluliðar á vegum Samein-
uðu þjóðanna taki við Taylor á flug-
vellinum í Monróvíu, höfuðborg
landsins, og flytji hann þaðan til
Sierra Leone. Þar bíða hans réttar-
höld á vegum stríðsglæpadómstóls
Sameinuðu þjóðanna.
Ævintýralegur ferill
Taylor fæddist í Líberíu árið
1948. Hann sótti framhaldsnám
til Bandaríkjanna en snéri aftur
til heimalandsins eftir valdarán
Samúels Doe árið 1980. Taylor fékk
vinnu hjá hinum nýja valdhafa og
sá um að veita fé til almannaþjón-
ustu. Hann féll síðar í ónáð hjá vald-
höfum eftir að Doe sakaði hann um
Reuters
Charles Tayior fær nægan tíma til aö láta
hugan reika á næstunni
að hafa dregið að sér eina milljón
dollara úr ríkissjóði. Taylor flúði
til Bandaríkjanna þar sem hann
var handtekinn að kröfu líberískra
stjórnvalda. Hann var settur í varð-
hald í Plymouth í Massacussetts-
rílci. Árið 1985 náði Taylor ásamt
þremur föngum að flýja með því
að saga í sundur rimla í fangaklef-
anum. Það að hinir fangarnir náð-
ust strax en Taylor komst úr landi
þykir benda til þess að bandarísk
stjórnvöld hafi gert hann út til þess
að hefja uppreisn gegn herstjórn
Samúel Doe, en þegar líða tók á ní-
unda áratuginn voru stjórnvöld í
Washington tekin að hafa áhyggjur
af ógnarstjórn hans.
Taylor hóf uppreisn gegn Doe
árið 1989 ásamt bandamanni
sínum, Prins Johnson. Talið er að
hann hafi fengið þjálfun og stuðn-
ing frá Mouhammed Gaddafi,
forseta Líbýu. Ári síðar var Doe
flæmdur af valdastóli og pyntaður
til dauða af mönnun Johnsons.
Uppreisnarmenn Taylors náðu
völdum í flestum héruðum Líberíu
í kjölfarið en liðsmenn Johnsons
náðu höfuðborginni á sitt vald. I
kjölfarið snérust þeir Taylor og
Johnson gegn hvor öðrum.
Næstu árin börðust liðsmenn
þeirra um yfirráð í landinu, sem
er auðugt af ýmsum hráefnum og
eðalmálum eins og gúmmí, járni
og demöntum. Borgarastríðið,
sem snérist fyrst og fremst um að
auðsöfnun stríðsherra, breiddist
út til nágrannaríkisins Sierra Le-
one. Taylor vopnaði byltingamenn
í Sierra Leone, sem báru ábyrgð
á hroðalegum grimmdarverkum
og notuðu börn til hernaðar, með
því að nota hagnað af demantasölu
til vopnakaupa. Óeirðirnar á svæð-
inu sem má rekja til valdabaráttu
Taylor og Johnsons kostaði tugþús-
undir manna lífið.
Eftir að Taylor hafði tryggt völd
sín í Líberíu var hann kosinn for-
seti landsins með 75% atkvæða. Al-
þjóðastofnanir staðfestu lögmæti
kosninganna en stuðningurinn
við Taylor kann að hafa skýrst af
því að hann hótaði nýju borgara-
stríði næði hann ekki kjöri. Árið
1999 hófst bylting gegn forsetanum
í Líberíu og loks var hann hrakinn
frá völdum árið 2003.
Charles Taylor er þrígiftur og á
fjöldann allan af börnum. Helsta
áhugamál hans er borðtennis.
Við eigum afmæli!
Við blásum á kerti fyrir hvert ár sem við höfum verið hér í Kópa-
vogi. Þessi tími hefur einkennst af Ijúfri sambúð og ánægju-
legum samskiptum við viðskiptavini okkar og Kópavogsbúa
alla. Við hlökkum til næstu 50 ára! Starfsfólk SPK
aspk
X 50 ár i Kópavogl