blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 35

blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 35
blaðið FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 AFÞREYING I 35 Manchester í höllinni Svakaleg tónlistarveisla verður haldin í Laugar- dalshöllinni þann 6. maí næstkomandi. Tilefnið er að komin er tenging flugleiðis á milli íslands og Manchester, fótboltaborgarinnar miklu. Á tónleikunum leiða saman hesta sína nokkrir af þekkt- ustu listamönnum svæðisins auk hljómsveita frá Islandi sem vakið hafa verðskuldaða at- hygliundanfarinmisseri. Síðan mæta til leiks sigurvegarar Mús- íktilrauna og gefa áhorfendum tækifæri á að bragða á því sem koma skal. Þegar veislunni lýkur í Laug- ardalshöllinni hefst indípartí á Nasa við Austurvöll. Þangað mæta til leiks plötusnúðarnir Óli Palli og Andy Rourke en sá síðarnefndi var bassaleik- ari Manchester-sveitarinnar The Smiths. Aðgangur verður ókeypis fyrir gesti Laugardals- hallarinnar á meðan húsrúm leyfir en fyrir aðra er verðið 1.000 kr. Miðasala hefst föstudaginn j. apríl kl. ío á midi.is og í versl- unum Skífunnar og BT út um allt land. Miðaverð er aðeins 2.600 krónur í stæði og 3.700 krónur í stúku. Miðagjald er innifalið í þeim verðum. Hvað er að gerast? Blaðið vill endilega fjalla um atburði líðandi stundar. Sendu okkur línu á gerast@bladid.net. 12.15-Fyrirlestur Magnús Þorkell Bernharðsson: Frá íraktil Iran - Borgarastyrjöld og kjarnorkuvá? Oddi-stofa 101 Nýráðinn gistikennari í alþjóðaskiptamáli veltir fyrir sér því sem skiptir máli þegar staðan í (rak og Iran er metin. 12.15-Fyrirlestur Erla Hulda Halldórsdóttir: Erég hún? Hug- leiðingar um sendibréf og siðareglur. Askja-stofaN 132 20.00 - Fyrirlestur Þorgerður Einarsdóttirog Gyða Margrét Pétursdóttir: Samdrykkja Samfélagsins - Vinnumenning og kynjasamskipti í Ijósi hnattvæðingar. Kaffi Viktor - 2. hæð 20.00 -Leikrit Litla hryllingsbúðin Leikfélag Akureyrar Midi.is | Sígildur rokksöngleikur sem hef- ur farið sigurför um heiminn síðan hann var frumsýndur fyrir 25 árum. 20.00 -Leikrit Eldhús eftir máli Þjóðleikhúsið Miðasala á www.midi.is 20.00-Leikrit Alveg brilljant skilnaður Borgarleikhúsið Miðasala á www.midi.is 20.00 - Skemmtanir Trúbadorakeppni háskólanna Pravda Sjá umfjöllun á opnunni 22.00-Tónleikar Megasukk Nasa við Austurvöll Samstarfsverkefni Megasar og Súkkat Sýna hvað í þeim býr Fyrsta kvöld Trúbadorakeppni háskólanna fer fram á skemmti- staðnum Pravda í kvöld. Þá mæta menn með kassagítarana og reyna fyrir sér í þessari öldnu ölstofuíþrótt. Heineken Music Trúbadora- keppni háskólanna hefur göngu sína í kvöld á Pravda í Austurstræti. Þrír keppendur taka þátt í kvöld og kemst sá sem sýnir besta frammi- stöðu áfram í úrslitakvöldið. Dómarar á þessari fyrstu keppni verða poppararnir Hreimur úr Landi og sonum og Vignir úr fra- fári. Báðir eru þeir vanir menn í bransanum og þekkja starf trúbadorsins. Trúbadorakvöldin verða haldin á Pravda næstu fimmtudaga og kemur að lokum í ljós hver er besti trúbadorinn í íslenskum háskólum. Helgarferð til Amsterdam Eins og nafn keppninnar gefur e.t.v. til kynna eru vegleg verðlaun í boði fyrir sigurvegara keppn- innar. Sigurlaunin á úrslitakvöld- inu eru ekki af verri endanum en það er helgarferð til Amsterdam. Er vonast til þess að sigurvegarinn fái einnig ferð um Heineken verk- smiðjuna og sjái hvernig bjórinn er búinn til. Þar að auki er í boði spilunarsamningur á Pravda auk ýmiss annars. 2 DISC LIMITED EDITION FRA LE1KSTJ0RANUM PETER JACKS0N KOMIN A DVDI |ERSIANIR OG A LEIBUR!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.