blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 blaöiö daga. Menn virðast hafa tekið við sér þegar í ljós kom að engar sektir þurfti að greiða af bókum sem höfðu verið í láni, jafnvel í mjög langan tíma,“ segir Ingibjörg. Hún segir að þrátt fyrir að elsta bókin hafi verið lánuð út árið 1975 hafi fjölmargar aðrar verið mjög lengi í útláni. „Eg tók sjálf á móti eintaki af Sjálf- stœðu fólki sem hafði verið lánuð út árið 1982. Ennfremur merkjum við nýjar bækur sérstaklega og þær er aðeins hægt að fá í skammtíma- útlán. Ég tók við eintaki af Óbæri- legum léttleika tilverunnar sem fengin hafði verið að láni á þann hátt árið 1986“ Aðspurð um hvort lánþegar sem skilað höfðu bókum eftir þetta langan tíma hafi ekki verið skömm- ustulegir segir Ingibjörg að svo hafi verið. „Jú, sumir voru það, enda eru bæk- urnar lánaðar út í einn mánuð.“ Hún bætir við að ávallt sé tekið vel á móti fólki þrátt fyrir að vanskil hafi varað í langan tíma. Mestu máli skipti að bækurnar séu sameign skattborg- ara í Reykjavík og því mikilvægt að þeim sé komið til skila. Bækur sem verið höföu í vanskilum áratugum saman voru meðal þeirra sem skilað var í skilaviku Borgarbókasafnsins fyrir skemmstu. Tólf þúsund titlar í vanskilum Vanskil á bókum er nokkurt vanda- mál hjá Borgarbókasafni, sem og öðrum bókasöfnum á landinu. Ingi- björg segir að um tólf þúsund titlar séu í vanskilum á hverjum tíma. Það sé meðal annars ástæðan fyrir þvi að safnið hafi nú hafið samstarf við innheimtufyrirtækið Intrum á Islandi. „Það var meðal annars ástæðan fyrir skilavikunni, þ.e. að gefa fólki tækifæri til að skila inn bókum áður en sá samningur tæki gildi. Ég vil samt taka fram að þrátt fyrir að gerður hafi verið samningur við Intrum þá gerum við sjálf nokkrar tilraunir til að fá bókum skilað áður en málið er sent til Intrum. Því má gera ráð fyrir að nokkrir mánuðir líði milli þess að bók er komin í van- skil þar til lánþegi fær innheimtu- bréf frá Intrum,“ segir Ingibjörg. O Heiöskirt (3 LéHskýjað Skýjað 0 fllskýjaö mgnlng, lltllsháttar ffj Rlgnlng 1 5 Súld * 'Í' Sniókoma * Slydda Snjóél Skúr Fjöldi ófaglærðra starfsmanna Hrafnistu í Reykjavik greip til þess ráðs að fara í setuverkfall í gær. Starfs- mennirnir, sem allir fá mánaðarlegan launaseðil sinn frá ríkinu, söfnuðust saman í anddyri dvalarheimilis- ins um hádegi til að ræða þá staðreynd að starfsmenn sveitarfélaga sem vinna sömu störf fá mun hærri laun. Að sögn Álfheiðar Bjarnadóttur, sem fer fyrir hópnum, var reynt að haga setuverkfallinu þannig að það kæmi sem minnst niður á vistmönnum, sem hún segir að standi fullkomlega með starfsmönnum. „Það verður borinn fram léttur hádegisverður og við hjálpum fólki með að sinna grunnþörfum/ sagði Álf- heiður sem bætti við að engin viðbrögð hefðu borist frá yfirvöldum vegna aðgerðanna. Starfsmenn á Hrafnistu í Hafnarfirði, Vílfsstöðum og Víðinesi, sem og dvalarheimilunum Grund, Ás í Hveragerði, Sunnuhlíð og Skógarbæ stóðu fyrir sam- bærilegum aðgerðum í gær. Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló París Stokkhólmur Vín Þórshöfn 18 11 21 12 06 11 11 09 09 01 05 13 19 17 02 05 16 06 13 02 15 04 „Setuverkfall" Æt- .-2” * Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 * Á morgun * * 30* * * 0 -3 Allar Teknos vörur eru framleíddar skv. IS0 9001 gæðastaöli. “ÍSLANDS MÁLNING Sætúni 4/Sími 5171500 Blaðið/Fríkki Tveir á sjúkra- hús í kjölfar drykkjukeppni mbl.is | Lögreglan á Sauðárkróki hefur nú til rannsóknar mál er teng- ist drykkjukeppni sem fram fór á vínveitingastaðnum Bar-Inn sl. laugardagskvöld. Tveir voru fluttir á sjúkrahús með áfengiseitrun, að því er talið er. Að sögn Björns Mikaelssonar, yf- irlögregluþjóns í bænum, var svo- kölluð skotkeppni auglýst í blaðinu Sjónarhorni í síðustu viku sem fór svo fram á öldurhúsinu síðasta laug- ardagskvöld. Frásagnir herma að ungmenni undir tvítugu hafi tekið þátt í keppninni en að sögn Björns er um óstaðfestar sögusagnir að ræða. Aðspurður segir Björn engar kærur hafa borist vegna málsins sem er í rannsókn. Björn segir að lögreglan heim- sæki reglulega vínveitingastaði bæj- arins, en þeir eru þrír. Hann segir að komið hafi fyrir að lögreglan hafi verið kölluð til þess að vísa fólki út en slíkt sé hins vegar afar fátítt. Er kvíðinn að fara með þig? IZhena's Gypsy Tea gæti komið að gagni Rasberry Earl Grey Sölustaðir Bakarameistarinn, Bernhöfts-bakarí, Breiðholtsbakarí, Fjarðarkaup, Gjafir Jarðar, Hjá Jóa Fel, Kaffi Hljomalind, Kaffi Berg, LaVida, Maður Lifandi, Melabúðin, Ostabúðin, Yggdrasill, Kaffi Rós á Akureyri. Englatár - www.englatar.is - 551 8686 / Útimálning / Viðarvörn / Lakkmálning / Þakmálning / Gólfmálning / Gluggamálning Innímálníng Gljástig 3,7,20 / Verð frá kr. 298 pr.ltr. ^ Gæða málning á frábæru verði Misnotuðu mark- aðsráðandi stöðu Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli (IGS), sem er dótturfélag FL Group, misnotaði markaðsráðandi stöðu sína við afgreiðslu farþegaflugvéla. Þetta er mat Samkeppniseftirlitsins sem telur rétt að sekta fyrirtækið um 80 milljónir króna vegna brota sinna. I úrskurðinum segir að fyrirtækið hafi brotið samkepnislög þegar það gerði 10 einkakaupssamningavið flug- félög sem lenda á Keflavíkurflugveli. IGS hefur um 95% markaðshlut- deild við afgreiðslu á farþegaflug- vélum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en fyrirtækið hafði einkaleyfi á af- greiðslunni allt fram til ársins 2001 þegar félagið Vallarvinir hóf rekstur og þar með samkeppni. Flugfélagið LTU gekk til viðskipta við Vallarvini árið 2001 en það hafði áður verið í viðskiptum við IGS. „Snemma ársins 2004 snéri IGS sér til LTU, sem var þá í samnings- bundnum viðskiptum við Vallarvini. IGS gerði LTU tilboð um allmikla lækkun frá því verði sem flugfélagið greiddi Vallarvinum. Verðtilboð IGS var lægra en það sem Vallarvinir treystu sér til að bjóða. Það er niðurstaða Samkeppniseft- irlitsins að ekki hafi verið rekstrar- legar forsendur hjá IGS fyrir því verð- tilboði sem félagið gerði LTU,“ Með bók að láni í yfir þijátíu ár Bók sem lánuð hafði verið út árið 1975 var meðal þeirra sem skilað var í svokallaðri skilaviku Borgar- bókasafnsins sem nýlega er lokið. Fjölmargar bækur sem höfðu verið í óskilum árum saman komust þar aftur í réttar hendur. Einstaklingurinn sem hafði áður- nefnda bók að láni í rúm þrjátíu ár hefði vart orðið gjaldþrota þó hann hefði þurft að greiða vanskilasekt af henni, þar sem hámarkssekt vegna vanskila hjá Borgarbókasafninu nemur aðeins 400 krónum. „Við renndum blint í sjóinn með þessa skilaviku. Við áttum von á því að fá góð viðbrögð og einfald- lega vonuðum að lánþegar tækju við sér af þessu tilefni/ segir Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, verkefnisstjóri hjá Borgarbókasafni. Sameign sem mikilvægt er að skila „Það var brjálað að gera, reyndar svo mjög að við lengdum vikuna í tíu blaðið= Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 • www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 51Q 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.