blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 blaðið Utvarpsstjórar sammála um kosti sameinaðs dreifikerfis Telja margfalt dreifikerfi ekki vera neinum til hagsbóta. Ljós- vakamiðlar eigi að keppa á sviði dagskrárgerðar og efnisvals en ekki ólíkra dreifikerfa. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, og Ari Edwald, forstjóri 365, eru sammála um að til mikils væri að vinna við að því koma upp sam- einuðu dreifikerfi á landsvísu í stað þess að hver bauki í sínu horni við þá iðju. Þetta kom fram á fundi sem Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykja- vík, boðaði til í gær til þess að ræða fyrirliggjandi frumvarp um breytt útvarpslög. A ri Edwald sagði á fundinum að sjálfsagt væri að ljósvakamiðlar kepptu um hylli áhorfenda og hlustenda með efnisvali, en taldi ekki sjálfgefið að sú samkeppni væri jafnframt á sviði dreifikerfa. Uppbygging þeirra væri afar dýr, en vandséð að neytendur væru nokkru bættari við að þurfa að velja á milli dreifikerfa eða að koma sér upp margföldum bún- aði til þess að geta nýtt efni, sem dreift væri með mismunandi efni. „Það væri þá nær að við legðum saman í púkk við að koma upp góðu dreifikerfi um land allt,“ sagði Ari og bætti því við að dreif- ingarsamningar 365 og Skjás eins væru nánast frágengnir. Páll Magnússon, útvarpsstjóri, kvaðst sammála þessu mati Ara. „Við eyðum alltof miklum fjár- munum í dreifikerfi og tækja- búnað og dagskráin geldur fyrir. Auðvitað á það að vera okkar helsti starfi að halda úti metnað- arfullri dagskrá og ef við getum sparað okkur óþarfa útgjöld við að koma upp margföldu dreifi- kerfi græða allir.“ Deilt um markmið nýrra útvarpslaga Ekki var það þó svo að þeir Páll og Ari væru sammála um allt á ÚTVARP: Páll Magnússon. Bla6iö/lngú fundinum frekar en við var að búast. Páll sagði að sumir hefðu orðið til þess að gagnrýna RÚV fyrir að senda út afþreyingarefni í stað þess að sinna menningar- hlutverki sínu af fullum þrótti. Hann teldi á hinn bóginn að þetta tvennt gæti farið vel saman og raunar mætti samtvinna af- þreyingarefni og menningarlegra efni í dagskrá þannig að hið vand- aðra efni fengi meira áhorf og út- breiðslu en ella. Ari taldi á hinn bóginn sér- kennilegt að stofnun, sem eyddi 2,5 milljörðum króna á ári, fengi ekki nákvæmari leiðbeiningu í lögum um markmið sín. „Það hlýtur að koma skattgreiðendum við hvernig fjármunum af þessari stærðargráðu er varið." Hvað ný útvarpslög áhrærir sagði útvarpsstjóri að þau væru RUV afar nauðsynleg. „Stjórn- skipulagið er 80 ára gamalt og það er einfaldlega úrelt og óskil- virkt. Það má í raun kalla það stjórnunarlegan bastarð, þar sem Ari Edwald. vald og ábyrgð fara ekki alltaf saman og þetta verðum við að laga. Með þessu frumvarpi verður hins vegar tryggt að fjármunirnir fari í það, sem þeir eiga að fara: dagskrána." Á hinn bóginn taldi Páll ekki að fjárhagur RÚV yrði bættur með frumvarpinu, en annar ávinningur vægi það upp. Ari Edwald taldi á hinn bóg- inn einsýnt að aukin skilvirkni myndi skila sér í því að fjármunir myndu losna innan stofnunar- innar og þannig væri verið að bæta samkeppnisstöðu RÚV. Hann gaf hins vegar lítið fyrir að það ætti að vera sérstakt markmið með slíkri lagasetningu, að veita fjölmiðlarisanum 365 samkeppni. „Eg trúi því ekki, ef menn hafa áhyggjur af einhverjum slíkum vanda, að þá telji menn lausnina felast í auknum ríkisrekstri. Ég held að minnsta kosti að það sé ekki almenn skoðun á þessum fundi, þá hefur mikið breyst síðan ég var í stjórn Heimdallar,“ sagði Ari. Fjöldi blaða- manna þrefald- ast á 20 árum Blaðamenn í Samtökum blaða- og fréttamanna eru um þrefalt fleiri nú en þeir voru árið 1985. Þeir voru 669 um síðustu ára- mót en árið 1985 voru þeir að- eins 251. Mjög hallar á konur í þessari stétt því karlmenn eru þar um þrefalt fleiri. Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu íslands sem birt var í gær. Þrátt fyrir að kynjahlutfallið hafi heldur batnað frá árinu 1980 þegar fjórir af hverjum fimm blaðamönnum voru karlar, hefur hlutfallið staðið í stað síðustu fimm ár. Fuglaflensa.is Sett hefur verið upp sérstök heimasíða um fuglaflensu og möguleg áhrif hennar. Það er slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins sem hefur umsjón með síðunni í umboði sveitarfélag- anna sjö á höfuðborgarsvæðinu. Markmið síðunnar er að auð- velda íbúum aðgang að réttum upplýsingum um fuglaflensu, hvað verið er að gera, hvað ber að varast og hvers má vænta. Forsvarsmenn síðunnar vilja taka það fram að með opnun hennar er ekki verið að gera því skóna að líkur á fuglaflensu hafi aukist. Síðan er einungis gerð til að auðvelda íbúum svæðisins að- gang að upplýsingum. tuglýsinj

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.