blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 blaöiö ■ Utan vallar með Dagnýju Lindu Krstjánsdótiir, skiðakonu Ætlaði að verða strákur Fæðingardagur og ár? 8. nóvember 1980. Besta bíómynd? Nonni og Manni. Besta bók? Les mikið en Arnaldur Indriða er alltaf góður. Besta hljómsveit/tónlistarmaður? Ég hlusta á nánast allt en U2 klikkar svo sem aldrei. Besti matur? Kæst skata. Hvað gleður þig mest? Hamingja mín og annarra. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Óheiðarleiki. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst barn? Ég ætlaði mér að verða strákur. Mestu vonbrigðin á íþróttaferlinum? Hnémeiðsli í janúar 2004. Mesta afrek innan vallar og utan? Innan vallar: Árangur minn á Ó1 í Tóríno í vetur. Utan vallar: Ég er alltaf innan vallar. Uppáhalds lið í enska boltanum? Hef ekki tíma fyrir enska boltann. Uppáhalds íþróttamaður fyrr og síðar? Lasse Kjus, skíðamaður frá Noregi. Ef þú þyrftir að skipta um íþrótt, hvaða íþrótt yrði fyrir valinu? Sennilega fótbolti en annars kemur nánast allt til greina. (slandsmeistaratitill eða 1. vinningur ílottói? Það bættust þrír íslandsmeistara- titlar við í safnið um síðustu helgi og mig vantar alltaf pening svo það væri fínt að fá einn lottóvinning. Hvaða persónu vildirðu helst lokast inni í lyftu með? Kærastanum mínum. Hvaða dýri finnst þér þú helst líkjast? Ætli ég líkist ekki apa, því ofar sem ég kemst því betra. Hvert myndirðu fara ef þú ættir tímavél? Miðað við lýsingar væri ég til í að fara í aldingarðinn í Eden - paradís á jörðu. Hvað myndi bíómyndin um þig heita og hver ætti að leika þig? „Dæja“ og Kata systir fengi hlutverkið því hún líkist mér einna helst. Hvernig myndi einkamála- auglýsingin þín hljóma? Ég myndi aldrei skrifa einkamálaauglýsingu. Hver er tilgangur lífsins? Ef ég gæti svarað því væri ég senni- lega einn mesti snillingur sögunnar. Hver viltu að lokaspurningin verði og hvernig myndirðu svara henni? Einhverjum sem þú vilt þakka að lokum? Mömmu og pabba fyrir lífið og stuðninginn í gegnum það. smellu- rammar Auövelt að skipta um myndefni verð frá kr. 2.490 +24,5% vsk. inm- ,u. skilti Hægt að fella saman verð frá kr. 9.900 +24,5% vsk. Wt www.samskipti.is upplýsingar í síma 580 7820 S4*SKIPTí»SC prentlausnir fyrir skapandi fólk Síöumúli 4 S: Hverfisgota 33 s: Hæðasmári 4 Smiójuvegi 1 580 7800 580 7860 580 7880 580 7870 Mido bíður ekki endalaust Tottenham gæti misst af Egyptanum Mido hafi liðið ekki hraðar hendur og kaupi hann af Roma. Þetta segir umboðsmaður leikmannsins, Mino Raiola, en Mido hefur verið I láni hjá Lundúnaliðinu frá því rómverska frá því á síðasta tímabili. Spurs hefur ítrekað lýst yfir að vilji sinn sé að halda Mido til frambúðar en félagið hefur þó ekki komist að sam- komulagi við Roma um kaupverð. Mido hefur átt gott tímabil með Lundúnaliðinu í vetur og hefur sjálfur sagst vilja vera þar áfram. „Ég er vonsvikinn með að hafa ekki náð samningum við Tottenham og mér finnst framganga þeirra í þessu máli undarleg. Ég er farinn að halda að liðið vilji ekki borga fyrir hann,“ sagði Raiola. „Við eigum í við- ræðum við Tottenham, við eigum í viðræðum við Roma og við erum líka að tala við önnur lið. Við höfum ekki útilokað Tottenham en önnur lið þykja nú líklegri til að klófesta Mido,“ bætti hann við. Mido segir þjálfara egypska landsliðsins til syndanna þegar sá síðarnefndi gerðist svo kræf- ur að skipta honum af leikvelli á Afríkumótinu. LENGJAN LEIKIR DAGSINS Spiiaðu á næsta sölustað eða á lengjan.is Japan - Ekvador 1,70 2,85 3,25 Trabzonspor - Konyaspor 1,45 3,10 4,25 Diyarbakispor - Fenerbache 5,15 3,50 1,30 Levski Sofia - Schalke 2,55 2,65 2,10 YF Juventus - Bellinzona 1,90 2,75 2,80 Rapid Búkarest - Steaua Búkarest 2,05 2,65 2,60 Basel - Middlesbro 1,95 2,70 2,75 Sevilla - Zenit St.Petersburg 1,45 3,10 4,25 Edmonton - Los Angeles 1,80 3,50 2,45 Montreal - Washington 1,45 4,00 3,25 New Jersey - Buffalo 2,05 3,25 2,25 Ottawa - NY Rangers 1,70 3,65 2,60 Tampa Bay - Atlanta 1,80 3,50 2,45 Skeytin inn Islandsmeistarar FH hafa samið við tvo danska knatt- spyrnumenn um að leika með liðinu í sumar. Um er að ræða þá Allan Dyring, sem er 26 ára gamall sóknarmaður, og Peter Matzen, sem er 29 ára gam- all varnarmaður. Þá tilkynnti FH að Ólafur Páll Snorrason og Tómas Leifsson hefðu skrifað undir nýja samninga við félagið. FH-ingar halda í æfingaferð til Portúgal í næstu viku þar sem þeir munu m.a. leika æfinga- leik við sænsku meistarana Djurgarden. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að þrátt fyrir að liðið fari með 2-0 sigur í veganesti í seinni viðureign liðsins við Juventus í meistaradeildinni, eigi liðið ein- ungis helmings möguleika á að komast áfram. „Við verðum að halda okkur á jörðinni og spila fótbolta," sagði Wenger. „Eg met þaðsvoaðvið eigum 50% möguleika á að komast í undanúrslit. Ég hef trú á því að við getum það en í augna- blikinu vil ég bara hugsa um leikinn við As- ton Villa á laugardaginn,“ sagði Wenger. Hann sagðist einnig naga sig í handabökin yfir að hafa ekki náð að bæta við þriðja markinu en Arsenal fékk urmul færa í leiknum og þá fengu tveir leikmanna Juventus rautt spjald undir lokin. Steve McClaren, stjóri Middlesbrough, segir að leikmenn sínir verði að bera virðingu fyrir Basel sem sé sýnd veiði en ekki gefin. Boro og Basel mætast í fjórðungsúr- slitum Evrópukeppni félagsliða annað kvöld en leikurinn, sem er sá fyrri, fer fram í Sviss.„Basel er með virkilega gott lið og hefur mikla reynslu af Evrópukeppn- inni. Heimavöllurinn þeirra er geysilega erfiður heim að sækja og nægir að líta til Liverpool, Manchester United og Inter sem hafa öll lent í miklum vand- ræðum þar,“ sagði McClaren. Miall Quinn hefur áhuga á því að kaupa botnlið ensku úrvalsdeildar- innar, Sunderland, sem hann lék sjálfur með um árabil. Nú- verandi stjórnarformaður, Bob Murray, hefur lýst því yfir að hann vilji selja 56,8% hlut sinn í félaginu sé einhver tilbúinn að greiða uppsett verð fýrir. Quinn, sem er 39 ára, er sagður hafa legið undir feldi undanfarnar vikur og velt því fyrir sér hvort Sunderland sé hagkvæmur kostur. Talsmenn Sunderland hafa ekki enn viljað tjá sig um málið. Liðið hefur sem kunnugt er átt hörmulegt tímabil og situr langneðst á botninum með 10 stig eftir að hafa unnið aðeins tvo leiki af 31 á leiktíðinni.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.