blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 10
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 blaöfö 10 I ERLENDAR FRÉTTIR Strepsils töílur eru látnar renna í munni og leysast þar hæat upp. Þannig nást fram staðbundin sótthreinsandi ahrif i munni og koki. Auk þess hafa bragðefnin væg kælandi ánrif sem slá á ertingu. Venjulega er ein tafla látin leysast hægt upp i munni á 2-3 klst fresti. Lyfið þarf venjulega aö nota i 3-4 daga og stundum í allt að eina viku. tinnig má leysa upp 1 -2 töflur í heitu vatni og drekka sem heitan drykk. Notkun lyfsins heíur engin áhrif á önnur iyf sem notuð eru sanitímis. Ofnæmi eöa ofnæmislik viðbrögð geta komiö fyrir en eru aíar sjaldgæt. Hver pakki af Strepsils inniheldur 24 munnsogstöflur. sem eru í hentugum þynnupakkningum. Hverri pakkningu fylgja viðurkenndar leiðbeiningar á íslensku um notkun lyfsins. sem gott er ao kynna sér vel. Geymið þar seni bóm nvorki ná til né sjá. Olmert fær stuðning til að marka endanleg landamæri HALSTOFLUR - eina skráða hálslyfið á íslandi Nálgunarbann á skaðræðiskött Ehud Olmert, starfandi forsæt- isráðherra ísrael, mun að öllum líkindum halda embætti sínu í kjölfar þingkosninganna í landinu á þriðjudag. Flokkur Olmert, Kadima, fékk flest sæti á þingi, 28, en Verkamannflokkur- inn fékk tuttugu. Þrátt fyrir að Kadima-flokkurinn fengi ekki jafn mörg sæti og honum hafði verið spáð fyrir kosningar felur niðurstaða kosninganna í sér skýrt umboð til flokksins um að leggja niður byggðir landnema á Vesturbakkanum og marka af endanleg landamæri ríkisins fyrir árið 2010. Fastlega er gert ráð fyrir að Olmert myndi ríkisstjórn með Verkamannaflokknum, flokki elli- lífeyrisþega og hópi smáflokka bókstafstrúarmanna. Einnig þykir hugsanlegt að Olmert biðli til hægri mannsins Avigdor Liebermann, sem leiðir Heimili okkar ísrael, til þess að auka vægi umboðs stjórn- arinnar til þess að marka endanleg landamæri Israelsríkis. Á ísraelska þinginu eru 120 sæti og telja stjórn- málaskýrendur að samsetning ríkis- stjórnar Olmerts fari eftir því hvort hann treysti sér til þess að koma þessu helsta stefnumáli flokksins gegnum þingið í krafti breiðs þing- meirihluta eða hvort að hann kjósi frekar að treysta á færri þingsæti og sigur í þjóðaratkvæðagreiðslu um endanleg landamæri Israel. Þar sem kosningarnar snérust að mestu leyti um stefnu Olmerts er talið að hann muni taka flesta þá flokka sem eru hlynntir að leggja niður landnemabyggðir á Vestur- bakkanum í ríkisstjórnina. Sögulegt hrun Likud-bandalagsins Þingkosningarnar í Israel þykja um margt sögulegar. I fyrsta sinn í 58 ára fengu hvorki Verkamannaflokk- urinn né Likud-bandalagið flest sæti á þingi. Klofningur þjóðernis- sinna og fylgishrun Likud-banda- lagsins marka einnig söguleg spor. Bandalagið missti leiðtogahlutverk sitt á hægri vængnum í hendur flokks Liebermann, Heimili okkar ísrael. Ástæðan fyrir fylgis- hruninu, en Likud-bandalagið er fimmti stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningarnar, er sú að margir af fyrrum kjósendum flokksins studdu Kadima á meðan Lieber- mann sópaði til sín fylgi innflytj- enda sem hafa löngum verið dyggir stuðningsmenn Likud. Afleiðing breytts landslags í ísraelskum stjórnmálum Stjórnmálaskýrendur telja kosning- arnar endurspegla þá breytingu sem varð á landslagi ísraelska stjórnmála þegar Ariel Sharon, þá- Ehud Olmert, leiðtogi Kadima-flokksins, fékk umboð til þess að hrinda í framkvæmd þeirri stefnu sem Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra, mótaði. verandi forsætisráðherra ogleiðtogi Likud-bandalagsins, vatt kvæði sínu í kross og fyrirskipaði land- tökumönnum á Gaza að yfirgefa byggðir sínar. Fjórum mánuðum síðar klauf Sharon sig frá Likud- bandalaginu og stofnaði Kadima- flokkinn. Eftir að Olmert tók við embætti forsætisráðherra í kjölfar veikinda Sharons í janúar hófst hann handa við að útfæra stefnu flokksins í smáatriðum. Megin hug- myndafræðin er sú að stjórnvöld í Israel verði að draga landamæri sín þannig að þau aðgreini byggðir þar sem Israelar eru í meirihluta á Vesturbakkanum. Stjórnvöld munu marka landamærin einhliða, en í samráði við helstu bandamenn muni palestínsk stjórnvöld undir forystu Hamas-samtakanna, sem ísraelar líta á ásamt Vesturlöndum sem hryðjuverkasamtök, ekki við- urkenna tilverurétt Ísraelsríkis og leggja niður hernaðararm sinn. Stjórnmálaskýrendur telja að áhrif Verkamannaflokksins innan rík- isstjórnar Olmerts muni gera að verkum að viljinn til þess að fara samningaleiðina við palestínsk stjórnvöld verði sterkari en ella. Þrátt fyrir það þykir ljóst að sú leið verður ekki fær fyrr en að stefnu- breyting verði hjá Hamas. Fram til þessa hafa leiðtogar Hamas neitað að breyta um stefnu gagnvart ísrael. Sú staðreynd að Bandaríkin og flest ríki Evrópu lýstu ánægju sína með niðurstöðu kosninganna á þriðjudag bendir til þess að svigrúm Olmerts til þess að marka landamæri ísraels einhliða verði töluvert. Ruglaður köttur sem býr í Fairfield í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum hefur sett heilt bæjarfélag á annan endann. Kötturinn heitir Lewis og segja nágrannar kattarins að þeir ótt- ist vígafimi hans og skeinuhættar árásir svo að þeir þori ekki út fyrir hússins dyr. Undanfarið hefur kött- urinn ráðist á hátt í tíu vegfarendur í hverfi sínu með þeim afleiðingum að þurft hefur að leggja sum fórnar- lömbin inn á spítala vegna djúpra sára sem klær og bit kattarins hafa valdið. Engin bönd halda kisu og vegur hún einatt úr launsátri, án nokkurrar sjáanlegrar ástæðu. Eftir að leggja þurfti fyrsta fórnar- lamb kisa inn á sjúkrahús var köttur- Kötturinn Lewis er skaðræðisgripur sem hrellir saklausa borgara með iinnuiausum árásum. inn kærður til viðeigandi yfirvalda í bænum. Niðurstaða þeirra var að setja nálgunarbann á köttinn. Nálg- unarbannið þýðir í verki að kisi er í stofufangelsi. Lewis gat ekki unað þeim dómi og hefur haldið uppi árásum á nágranna með þeim afleið- ingum að eigandi kattarins, Ruth Cis- ero, sem hefur enga skýringu á taum- lausri reiði kattarins, hefur verið kærð fyrir vítavert gáleysi og brot á nálgunarbanni. VLyf&heilsa Við hlustum! Austurstrasti ■ Austurveri • Domus Medica ■ Firði, Hafnarfirði ■ Fjarðarkaupum Glæsibæ • Hamraborg Kópavogi ■ JL-húsinu • Kringlunni 1 .liæð • Kringlunni 3.hæð Melliaga ■ Mjódd ■ Mosfellsbæ • Salahverfí ■ Eiðistorgi • Hellu ■ Hveragerði • Hvolsvelli Kjarnanum Selfossi ■ Vestmannaeyjum ■ Þorlákshöfn ■ Dalvík • Glerártorgi Akureyri Hrísalundi Akureyri ■ Ólafsfirði • Akranesi ■ Keflavik GARÐHEIMAR C F UD®m \ npsa n §3® [ íuUgM.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.