blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 30.03.2006, Blaðsíða 23
blaðið FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MATURI 23 mjnnesk 05 150 g O OUUflNlECT A AKURINN sl'’tlUfl *ies (ttðsiAosij TWsM Að lœra að njóta matarins Hugrœn atferlismeðferð er árangursrík við að hjálpafólki að grennast en þá er skoðað hvaða hugsanir liggja að baki ofáti gera eitthvað allt annað, einhverja ósamrýmanlega hegðun. Til dæmis væri það ósamrýmanleg hegðun að fara í heitt freyðibað og setja á sig húðkrem í stað þess að láta eftir þess- ari skyndihvöt. Þetta hjálpar til þess að dreifa huganum og það hjálpar mörgum að standast skyndihvatir.“ Orsökog afleiðing Helma segir að fólk sé mjög vanafast en smám saman sé hægt að breyta hegðun og hugsun. „Það getur tekið einhvern tima en það er mjög ein- staklingsbundið. Það er oft erfiðast að byrja en verður auðveldara þegar árangur fer að sjást og aðrir tala um það. Það hjálpar mikið til enda er það mikil styrking fyrir viðkomandi. En aftur vil ég leggja áherslu á að allt er þetta nú einstaklingsbundið. Hjá sumum veit maður ekki hvað er or- sök og hvað er afleiðing. Sumir þjást kannski af þunglyndi og maður veit ekki hvort það er orsök eða afleiðing á meðan sumir þurfa kannski bara fræðslu um mataræði.“ svanhvit@bladid.net Helma Rut Einarsdóttir, sál- fræðingur:,, Þegar fólk finnur fyrir svona skyndihvöt þá skiptir ofboðslega miklu máli að gera eitthvað allt annað, einhverja ósamrýmanlega hegðun." Það má segja að hugarfarið sé sterkasta aflið sem við mannfólkið höfum því með það eitt að vopni má ná ýmsu fram. Flestir vita að til að breyta lífi sínu til hins betra er hug- arfarsbreyting það fyrsta sem ganga þarf í gegnum. Svipað á við þegar verið er að grenna sig eða breyta um lífsstíl. Það hvaða augum einstak- lingur lítur á matinn sem hann inn- byrðir getur haft gríðarleg áhrif. Helma Rut Einarsdóttir, sálfræð- ingur, segir að hugarfar sé hluti af hollu mataræði þótt hegðun sé vit- anlega mismunandi á milli einstak- lingá. „Að læra að njóta matarins getur verið hluti af meðferð. Fólk sem borðar einn lítra af ís og heilan snakkpoka í einni lotu er löngu komið með ógeð á matnum en heldur samt áfram að borða. Vitanlega er þetta mismunandi og til dæmis er til átröskunarsjúkdómur sem heitir lotuát. Fólk sem þjáist af lotuáti er mjög þungt og borðar í köstum. Eitt kvöld borðar það kannski máltíð sem samsvarar mörgum máltíðum en það er alls ekki þannig að allir sem eru of þungir séu með lotuát,“ segir Helma og bætir við að hug- arfarsbreyting geti breytt mörgu í hegðun fólks. 99.................... „Það er skoðað hvaða hugsanir liggja að baki miklu áti eða vanlíðan. Hvað gerðist áður en einstaklingurinn borð- aði óhóflega mikið eða fékk þunglyndiskast." Stanslaust að tala við okkur „Stór hluti af þessu er að læra að breyta hegðuninni beint og annar hluti er að skoða hvað maður er að hugsa um,“ segir Helma. „Hugræn atferlismeðferð hefur verið mjög ár- angursrík meðferð við þunglyndi, kvíða og mörgum kvillum. Það er að sýna sig að hún er líka árangurs- rík við að hjálpa fólki að grennast. Þá er verið að skoða hugsanirnar og hvað við segjum við okkur sjálf því við erum stanslaust að tala við okkur. Það er skoðað hvaða hugsanir liggja að baki miklu áti eða vanlíðan. Hvað gerðist áður en einstaklingur- inn borðaði óhóflega mikið eða fékk þunglyndiskast? Út frá þessu lögmáli er gengið þegar hugræn at- ferlismeðferð er notuð til að vinna á þunglyndi eða kvíða.“ Skyndihvatir nokkrum sinnumádag Samkvæmt Helmu eru þessar hugs- anir oftar en ekki ómeðvitaðar og viðkomandi gerir sér sennilega ekki grein fyrir þeim. „Það er hluti af meðferð að gera þær meðvitaðri og vinna með þær. Smátt og smátt þjálf- ast fólk og getur jafnvel breytt hugs- unum sínum á staðnum en ekki eftir á. Hjá mörgum er stór hluti af breyttum lífsstíl að læra að þykja vænt um sjálfa sig. Oft eru þetta skyndihvatir sem gera ferlið erfiðara en skyndihvöt er þessi hvöt að þurfa allt í einu að fá sér súkkulaði eða eitt- hvað annað sætt. Rannsóknir sýna að fólk fær skyndihvatir að meðal- tali 4-7 sinnum á sólarhring. Sumir sem glíma við þetta vandamál finnst sem þeir hugsi um mat allan daginn og þurfi alltaf að passa sig. En þetta er kannski bara fjórum sinnum yfir daginn og svo líður það hjá en það tekur nokkrar mínútur. Þegar fólk finnur fyrir svona skyndihvöt þá skiptir ofboðslega miklu máli að HIMNESK „Salatið frá Himneskri hollustu er unnið úr fyrsta flokks eiturefnalausu hráefni, rekjanlegt beint a akurinn, sem þýðir meiri gæði og aukinn ferskleika. Þú þekkir mig á myndinni.'1 - Solla HOLLUSTA

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.