blaðið - 10.06.2006, Síða 4
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 blaöiö
Dyravörður
dæmdur fyrir
líkamsárás
Tæplega þrítugur maður hefur
verið dæmdur í 30 daga skilorðs-
bundið fangelsi til tveggja ára
fyrir líkamsárás.
Maðurinn kjálkabraut hálf
fimmtugan mann fyrir utan
pöbb á Selfossi í janúar síðast-
liðnum. Maðurinn starfaði sem
dyravörður á pöbbnum en hann
vísaði fórnarlambinu út og virt-
ist hegðun þessi, samkvæmt
dómi, hafa orðið til þess að dyra-
vörðurinn sló manninn í and-
litið nær fyrirvaralaust.
Besti brand-
ari í heimi
Prófessor sem unnið hefur að
rannsóknum á húmor segir að
grínistinn Spike Milligan sé höf-
undur fyndnasta brandara allra
tíma. Prófessorinn, Richard Wi-
seman, gerði skoðanakönnun á
Netinu þar sem fólk var beðið
að velja besta brandara sem það
hafði heyrt.
Brandarinn sem varð fyrir
valinu er svohljóðandi: „Tveir
menn voru að veiða í skóginum
þegar annar þeirra hrynur í jörð-
ina og hættir að anda. Hinum
manninum er mjög brugðið og
hringir strax á neyðarlínuna og
fullyrðir að vinur hans sé dáinn.
Starfsmaður neyðarlínunnar
segir að hann verði að vera alveg
viss um að vinurinn sé dáinn.
„Bíddu aðeins,“ segir maðurinn
og eftir stutta þögn heyrast tvö
byssuskot. Maðurinn kemur
aftur í símann og segir: „Allt í
lagi, hvað á ég að gera núna?“
Wiseman segist hafa rakið
uppruna brandarans til sjón-
varpsþáttaraðar Goon Show frá
1951. „Það er afar sjaldgæft að
geta rakið uppruna brandara
en ég er nokkuð viss um að það
hafi tekist í þessu tilfelli," sagði
Wiseman.
Rólegt í Kaup-
höllinni
Úrvalsvísitalan hækkaði um
0,28% í Kauphöllinni í gær.
Mest hækkuð bréf Actavis og
KB-banka um 0,93%. BréfTrygg-
ingamiðstöðvarinnar lækkuðu
um 2,44% og þá lækkuðu bréf
FL-Group um 1,56%.
Alls námu viðskipti með hluta-
bréf rúmum einum milljarði og
þá mest með bréf Straums-Burð-
aráss Fjárfestingabanka fyrir
385 milljónir króna.
Þá veiktist krónan um 0,39%
og var gengi dollars við lokun
markaðar í gær 74,12 krónur.
Pundið var 136,57 og evran
93,68.
Barnsrán
upplýst
Tvær nígerískar konur hafa verið
handteknar á Spáni fyrir barns-
rán og fyrir að neyða móður
barnsins til að stunda vændi til
að eiga fyrir lausnargjaldi.
Konurnar rændu barninu
nýfæddu fyrir fjórum árum og
kröfðust andvirði rúmra fjög-
urra milljóna íslenskra króna.
Drengurinn var falinn i íbúð
kvennanna i Madrid þar til lög-
regla komst á snoðir um hann
í síðustu viku og færðu til móð-
urinnar. Konurnar voru hand-
teknar og eiga yfir höfði sér
þungan dóm.
Undrast áhugaleysi ríkissaksókn-
ara á verðsamráði olíufélaganna.
Aðeins einn maður vinnur við það að fara yfir málsgögn vegna verðsamráðs olíufélaganna.
Gögnin ná yfir á annan tug þúsunda blaðsíðna. Neytendasamtökin lýsa yfir undrun sinni.
Mikilvægt er að fá úr því skorið sem
allra fyrst hvort að þeir sem voru í
forsvari fyrir verðsamráði olíufé-
laganna muni sæta ábyrgð gjörða
sinna eða ekki að mati Jóhannesar
Gunnarssonar, formanns Neytenda-
samtakanna. Hann undrast þá litlu
áherslu sem lögð er á vinnslu máls-
ins af hálfu embætti ríkissaksókn-
ara. Meira en hálft ár er liðið frá því
ríkissaksóknari tók við málinu eftir
að rannsókn ríkislögreglustjóra
lauk.
Rökstuddur grunur um brot
Um 80 einstaklingar voru
yfirheyrðir á sínum tíma
vegna rannsóknar ríkis-
lögreglustjóra á meintu
verðsamráði olíufélag-
anna þriggja, Esso, Olís
og Skeljungs. Rannsókn-
argögn málsins ná yfir
á annan tug þúsunda
blaðsíðna en rannsókn
lauk af hálfu embættis-
ins í nóvembermánuði
síðastliðnum þegar mál-
inu var skotið til embættis
ríkissaksóknara.
Að sögn Jóns H.B.
Snorrasonar, saksóknara hjá
embætti ríkislögreglustjóra,
leiddi rannsókn málsins í ljós rök-
studdan grun um brot á ákvæðum
samkeppnislaga.
Síðan þá hefur aðeins einn maður
unnið að málinu og vegna þess eru
líkur á að ekki fáist úr því skorið
hvort einhver verði sóttur til saka
vegna þessa meinta ólögmæta verð-
samráðs fyrr en næsta vetur. Alls
hafa 34 einstaklingar stöðu sakborn-
ings í málinu.
Stóðu vísvitandi að
ólögmætu samráði
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, undrast þá
litlu áherslu sem ríkissaksóknari
leggur á málið. „Maður veltir fyrir
sér áherslum hjá embættinu og
hvort að þær séu eðlilegar."
Jóhannes segir mikilvægt að
skorið sé úr um ábyrgð í mál-
inu enda sé það ekki bara
hagsmunamál neytenda
heldur einnig þeirra
sem hafa stöðu sak-
bornings. „Það
liggur alveg
ljóst fyrir að
þetta verð-
samráð átti
sér stað.
Öll fyr-
irtækin
sem áttu
hlut í
máli hafa
v i ð u r -
kenntþað.
D e i 1 a n
s t e n d u r
bara um
hvað olíufé-
lögin högnuð-
ust mikið. Ég tel
mjög mikilvægt að
fá úr því skorið sem
allra fyrst hvort þeir einstak-
Fjör á Ægisborg
Leikskólinn Ægisborg hélt upp á 25 ára afmælið sitt i gær með heljarinnar veislu. Börnin voru með skemmtiatriöi og harmonikkuleik-
ari spilaði fyrir gesti og gangandi. Þessar stúlkur skemmtu sér prýðilega þegar Ijósmyndara bar að garði.
Níræðar konur skokka í
gegnum tvö bæjarfélög
Tvær 93 ára gamlar konur, ásamt
fleiri íbúum af Hrafnistu í Hafnar-
firði, tóku sig til og þreyttu Kvenna-
hlaup eftir hádegi í gær.
Hlupu íbúar Hrafnistu í gegnum
hvorki meira né minna en tvö bæjar-
félög. Eins ber þess raunar að geta
að bæjarmörk Garðarbæjar og Hafn-
arfjarðar liggja alveg við Hrafnistu.
Hlaupið var skipulagt af Steinunni
Guðnadóttur, íþróttakennara Hrafn-
istu. Að loknu hlaupinu var boðið
upp á hressingu við aðalinngang
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neyt-
endasamtakanna
lingar sem vísvitandi stóðu að ólög-
mætu samráði fyrir hönd sinna fyr-
irtækja muni sæta ábyrgð eða ekki.“
Þá bendir Jóhannes á að þetta mál
sé ákveðið prófmál og geti verið víti
til varnaðar fyrir önnur fyrirtæki.
„Þetta mun að sjálfsögðu hafa áhrif á
það hvort fyrirtæki séu með samráð
í framtíðinni eða ekki.“
BlaWFrikki
Hrafnistu fyrir þyrsta skokkara.
Kom þetta fram á vef Víkurfrétta í
Hafnarfirði.
Myndlr/Vlkurfréttir
Hressar konur af Hrafnistu þreyttu
kvennahlaup f gær.
Lífstíðar-
fangelsi fyrir
stunguárás
Breskur karlmaður hefur verið
dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir
alvarlega stunguárás á 23 ára
gamla konu í september.
Maðurinnj. sem er 32 ára
gamall, stakk konuna nærri 30
sinnum en læknum tókst að
bjarga lífi hennar. Árásin átti sér
stað á tjaldstæði þar sem árásar-
maðurinn og fórnarlamb hans
höfðu hist.
Rjúpum
fækkar
mbl.is | Rjúpum fækkar um
12 prósent frá síðasta ári sam-
kvæmt rjúpnatalningu Náttúru-
fræðistofnunar íslands sem
framkvæmd var nú í vor.
Rjúpnastofninn fjölgaði sér
hins vegar um 80-100 prósent
á milli ára þegar sambærileg
talning var gerð vorið 2004 og
2005. Segir Náttúrufræðistofnun
ástand rjúpnastofnsins ekki í
samræmi við þær væntingar sem
gerðar voru eftir tveggja ára upp
sveiflu í stofninum. Aður hafi
stofninn vaxið í fjögur til fimm
ár í uppsveiflu og síðan hnigið á
ný. Rjúpum fer fækkandi í öllum
landshlutum. Stofnunin segir að
fyrstu vísbendingar um þessa
þróun hafi komið fram i lélegri
afkomu unga í ágústmánuði
2005 og verið staðfestar með ald-
ursgreiningu á vængjum úr veiði
haustsins 2005. Það verði hins
vegar ekki ljóst fyrr en vorið
2007 hvort raunveruleg niður
sveifla sé hafin eða hvort hér sé
um að ræða tímabundið hlé
uppsveiflu stofnsins. Mat á veiði-
þoli rjúpnastofnsins mun liggja
fyrir í ágúst í kjölfar mælinga
varpárangri rjúpna nú í sumar