blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 10.06.2006, Blaðsíða 8
8IFRÉTTIR LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 blaðiö m BUÐIN ÞAR SEM FAGMENNSKA OG GÆÐI KOMA SAMAN Gorbatsjov kaupir hlut í rússnesku fréttablaði Míkhaíl S. Gorbatsjov, síðasti leið- togi Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, hefur ásamt félaga sínum keypt 49% hlut í einu af virtari frétta- blöðum Rússlands. Gorbatsjov sagði á fjölmiðlaráð- stefnu í Moskvu á fimmtudag að blaðið, Novaja Gazeta, sem oft hefur verið gagnrýnið í umfjöllun sinni um ráðamenn eystra, myndi halda áfram að leggja áherslu á að halda fram sem fjölbreytilegustum sjónarmiðum. Gorbatsjov innleiddi í valdatíð sinni í Sovétríkjunum „glasnost“- stefnuna svonefndu sem fól í sér fráhvarf frá ritskoðun þeirri sem Kommúnistaflokkurinn hafði haldið uppi alla sína tið. í Rússlandi og víðar hafa menn áhyggjur af því að völd Vladímírs Pútíns forseta og undirsáta hans séu óhófleg á sviði fjölmiðlunar. Ríkið ræður yfir helstu sjónvarpsstöðvum Rússlands og fyrirtæki sem vinsam- Míkhafl S. Gorbatsjov, fyrrum sovétleið- togi, reynir nú fyrir sér á nýjum vettvangi. leg eru Kremlarvaldinu eiga nokkur stærstu dagblöð landsins. Dmítríj Múratov, aðalritstjóri No- vaja Gazeta, sagði að fyrir árslok myndi blaðið koma út þrisvar í viku en útgáfudagar þess eru nú tveir. ,Ég þykist þess fullviss að Gorbatsjov vilji nota áhrif sin til að hlífa okkur við þrýstingi af öllum toga... Við viljum að blaðið þjóni hagsmunum samfélagsins, ekíci ríkisvaldsins," sagði ritstjórinn. Hinn helmingur blaðsins er í eigu starfsmanna þess sem raunar seldu Gorbatsjov 49% hlutinn. Félagi Gorbatsjovs í viðskiptum þessum er Alexander nokkur Lebedev, sem hagnast hefur vel á viðskiptum og er fulltrúi á þingi Rússlands. Hann var forðum njónsari sovésku öryggislög- reglunnar KGB. „Við verðum að leitast við að tryggja sjálfstæði blaðsins," sagði Le- bedev. „Við hyggjumst ekki skipta okkur af ritstjórnarstefnunni en stuðla að hlutlægni í umfjöllun þess.“ Lebedev bætti við að Novaja Gazeta gagnrýndi iðulega skrifstofuveldið í Rússlandi og það með réttu. Grosní, höfuðborg Tétsníju, er rústir einar eftir áralangt stríðsástand. Pyntingabúðir finnast í Grosní Fullyrt að hrottalegar pyntingar hafi átt sér stað í fangabúðum í höfuðborg Tétsníu. Rússnesk mannréttindasamtök segj- ast hafa komist á snoðir um gamlar pyntingabúðir í Grosní, höfuðborg Tétsníu, hvar fangar munu hafa verið pyntaðir. Á heimasíðu sam- takanna hafa verið birtar myndir af fangabúðunum þar sem sjá má ýmis konar tól sem líklegt er að hafi verið notuð til pyntinga og veggjakrot sem þykir staðfesta þann grun. Þá hafa fyrrverandi fangar haldið því fram að þeir hafi orðið fyrir alvar- legum pyntingum í búðunum. Tétnískir uppreisnarmenn, sem krefjast sjálfstæðis, hafa barist gegn rússneskum hersveitum og banda- mönnum þeirra í héraðinu sem er á Kákasus-svæðinu norðanverðu frá árinu 1994. Fjölmargir uppreisn- armenn hafa verið teknir til fanga en yfirvöld í héraðinu, sem eru afar hliðholl rússneskum stjórnvöldum og raunar sögð strengjabrúður þeirra, þvertaka fyrir að pyntingar á þeim hafi átt sér stað. Afskorið eyra Hinar meintu pyntingabúðir voru áður skóli fyrir heyrnarlaus börn en rússneskar hersveitir lögðu hann undir sig og höfðu til afnota þar til í síðasta mánuði. Alavdi Sadykov er einn af fyrrum föngum búðanna sem ræddi við samtökin sem rann- saka málið. Á hann vantar vinstra eyrað og segir hann að fangaverðir hafi skorið það af sér. „Þeir voru vanir að binda mann við bekk og leggja plötu ofan á mann. Síðan börðu þeir á plötuna með stórum hamri til þess að valda skaða á líf- færunum," sagði Sadykov. Að minnsta kosti þrír menn hafa ekki sést síðan þeir voru tilteknir fanga á sínum tíma. Umfangs- miklar rannsóknir hafa staðið yfir á mannshvarfinu að undanförnu og meintum pyntingum rússneskra hermanna á téténskum uppreisnar- mönnum síðustu ár en enn hefur enginn verið látinn svara til saka. Þá halda mannréttindasamtök því fram að rússnesk yfirvöld hafi ít- rekað gert þeim erfitt fyrir við störf sín. Elsti bifvéla- virki í heimi Óhætt er að fullyrða að Bretinn Buster Martin sé elsti bifvéla- virki í heimi, en hann er 99 ára gamall. Martin var yfirmaður innan breska hersins í seinni heimsstyrjöldinni en sér nú um viðhald á sendibílum fyrir flutn- ingafyrirtæki. Hann lét reyndar af störfum 97 ára að aldri, en sótti um gamla starfið sitt aftur eftir þr já mánuði þar sem honum leiddist svo aðgerðarleysið. „Það jafnast ekkert á við góðan og erfiðan vinnudag. Ég ætla mér að vinna þangað til ég dey, sem ég býst við að verði þegar ég verð 125 ára gamall,“ segir Martin. Hann heldur upp á ald- arafmæli sitt í september og þakkar langlífi sitt reglulegum gönguferðum á bókasafnið, arm- beygjum og einu bjórglasi á dag. Óbreyttir vextir Vextir Ibúðalánasjóðs verða óbeyttir á næstunni, en þriðja áfanga útboðs íbúðabréfa lauk í gær Alls bárust tilboð að nafnvirði 25 milljarða króna, en sjóður- inn ákvað að taka tilboðum í íbúðabréf að nafnvirði 6,4 millj- arða króna. Frá þessu var sagt í vegvísi Greiningadeildar Lands- banka Islands í gær. Björgunarvesti óþörf Hann var af minni gerðinni, báturinn sem þau Vigdís, Ólafur, Bjarni og Bergmundur Bolli léku sér á á Rauðavatni á dögunum. Þó ekki kæmust þau langt á honum er kost- urinn sá að ekki þarf að festa kaup á dýrum björgunarvestum fyrir þetta vatnasport.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.