blaðið - 10.06.2006, Síða 10

blaðið - 10.06.2006, Síða 10
10 I FRÉTTXR LAUGARDAGUR lO’ jÚNÍ 2006 blaAlA - ^SíiatfuvijiciéLurtítut SmÓHwú «6 £ « %(AUM www.bilamarkadurinn.is Smiðjuvegur 46-e s: 567-1800@JQ]02[E\ NYR HÚSBILL FORD TRANSIT125T 350NÝRHÚSBÍLLTD Svefnaðst. Fyrir 6, Vel Buinn Húsbill!! M.BENZ SPRINTER 311 KÆLIBÍLL 08/04 Ek.35 þ.km V.3800,-+VSK Lán 3000,- 06/03 ek 30 þ.km. Vel búinn Húsbfll FIAT DUCATO CLIPPER 20 HÚSBÍLL '03ek22þ.kmV. Lán 2500,- mótorhjólasérfræðing wmtmmm Skoðið ni\ ndirn.ii á www.bilamarkíiduniin.is HYUNDAISANTA FE 4WD SJÁLFSK. 05/01 ek.88þ.km V.1690,- T0Y0TA AYG0 03/06 ek 3þ.km V.1300.-Lánl230,- A/lótorhjólakappar ATHUGIÐ mótorhjólun 1. maí til 1. september. Úthrópaöur útlagi hefst aftur til valda í Perú Alan Garcia var um liðna helgi kjörinn forseti Perú öðru sinni. Pólitísk endurkoma forset- ans, sem hraktist í útlegð trausti rúinn, telst til mikilla tíðinda í Rómönsku-Ameríku. Þegar Alan Garcia lét af embætti forseta árið 1990 áttu vísast fáir von á því að hann ætti möguleika á end- urkomu í stjórnmálum Perú. Senni- lega var Garcia næstum einn um þá skoðun en hann reyndist hafa rétt fyrir sér. Um liðna helgi var hann öðru sinni kjörinn forseti landsins. í valdatíð García misstu stjórn- völd öll tök á efnahagsmálum landsmanna. Verðbólgan mældist í þúsundum prósenta, skæruliðar ma- óista í samtökunum Skínandi stígur voru umsvifamiklir sem aldrei fyrr og spillingin var gjörsamlega stjórnlaus. Svo fór að lokum að Garcia flúði land árið 1992. Þá höfðu verið lagðar fram spillingarákærur á hendur honum og hermenn voru á leiðinni að handtaka forsetann fyrrverandi er hann hélt í útlegðina. Níu árum síðar sneri hann heim og gaf kost á sér í forsetakosningum. Þeim tapaði hann naumlega fyrir Alfredo Toledo, manninum sem hann leysir nú af hólmi. En með fram- boðinu hafði Alan Garcia stimplað sig rækilega inn í stjórnmál Perú á ný. Og um liðna helgi fagnaði hann sigri í forsetakosningum öðru sinni. Alan Garcia, nýkjörinn forseti Perú, þótti sýna mikla snilli í kosningabaráttunni. Nýr Kennedy - um skeið Alan Garcia fæddist í Lima, höfuð- borg Perú, 23. maí 1949. Foreldrar hans voru millistéttarfólk og höfðu því ráð á að setja hann til mennta. Hann lagði stund á lögfræði við há- skólann í Lima og síðar í Madríd. Þaðan hélt hann til Parisar að nema félagsvísindi. Garcia hefur sagt að í París hafi hann dregið fram lífið með þvi að leika á gítar á götum og torgum. Árið 1976 hóf Garcia afskipti af stjórnmálum er hann gekk til liðs við APRA-bandalagið (Alianza Popular Revolucionaria Americana) Hann var kjörinn til setu á stjórn- lagaþingi tveimur árum síðar. Árið 1980 tók hann sæti á þingi Perú. Þaðan lá leiðin upp valdastigann innan APRA uns hann var kjörinn formaður flokksins. Árið 1985 var hann kjörinn forseti Perú aðeins 36 Ollanta Humala. Garcia lagði þunga áherslu á stuðning Hugo Chavez, forseta Venesúela, við Humala og tókst þannig að grafa undan honum. Z E D RU S persneskar mottur / húsgögn / gjafavörur Hlíðarsmára 11 S. 534 2288 ára að aldri. Alan Garcia var í upphafi fer- ils sins gjarnan líkt við John F. Kennedy Bandaríkjaforseta. Hann var ungur og þótti búa yfir persónu- töfrum. En sú ímynd reyndist ekki langlíf. Ríkissjóður gat ekki staðið í skilum við erlendra lánardrottna. í kjölfarið sigldi mislukkuð tilraun til að þjóðnýta bankakerfið og verð- bólgan rauk upp í 7.500%. Árið 1990 nægði upphæð sem fimm árum áður hafði dugað fyrir nýjum bíl ekki til að fjárfesta í eldspýtustokki. Fátækir íbúar Perú þurftu að mynda biðraðir eftir því að fá mat úthlutað á götum borga. Ríkið var úthrópað á alþjóðavettvangi. Eðlilega gat þetta ástand af sér mikla spennu og hald manna er að það hafi átt sinn í hlut í því að ma- óistahreyfingin Skínandi stígur varð svo öflug sem raun bar vitni. Alan Garcia tapaði forsetakosning- unum árið 1990 fyrir Alberto Fuji- mori sem sjálfur átti eftir að hrekjast í útlegð tíu árum síðar, úthrópaður sem siðspilltur glæpamaður. Garcia var þá vændur um að hafa komist yfir gríðarlegan auð sem með réttu tilheyrði ríkinu. Næstu níu árin dvaldist Alan Garcia í útlegð í Þýskalandi, Frakk- landi og Kólumbíu. Hann sendi frá sér nokkrar bækur um Perú og mál- efni Rómönsku-Ameríku. Árið 2001 komst hæstiréttur Perú að þeirri niðurstöðu að sakir á hendur Garcia væru fyrndar. Hann hafði ávallt haldið fram sakelysi sínu. Honum var því frjálst að snúa afur hvað hann gerði. Eitt fyrsta verk hans var að skrá sig sem fram- bjóðanda í forsetakosningunum. Snjöll kosningabarátta Þrátt fyrir ásakanir um spillingu og hroðaleg mistök á sviði efnahags- stjórnunar hefur Garcia ávallt notið nokkurs stuðnings í heimalandi sínu. Hann þykir geysilega öflugur ræðumaður og fjallmyndarlegur. í kosningabaráttunni nú lagði Garcia þunga áherslu á að ná til yngri kjósenda sem margir hverjir mundu lítt eða ekkert eftir forsetatíð hans. Hann reyndi einnig ákaft að biðla til kvenna; hét því m.a. að konur yrðu jafnmargar körlum í ríkisstjórn sinni og að kynbundnum Iaunamun yrði útrýmt í landinu. Hann hét því og að skapa þúsundir nýrra starfa og að beina auknum hluta þess arðs sem kemur til sökum námuvinnslu til fátækra. Jafnframt hét hann fjár- festum því að farið yrði varlega í ríkisfjármálum. Síðast en ekki síst þótti Alan Garcia sýna mikla pólitíska snilli í viðskiptum sínum við höfuðand- stæðinginn, Ollanta Humala. Nýtti hann hvert tækifæri til að tengja Humala við Hugo Chavez, forseta Venesúela, og einn helsta leiðtoga róttækra vinstri manna í álfunni. Alana Garcia er kvæntur og á fimm börn. Hann segir að hann sé nú breyttur maður og heitir því að endurtaka ekki mistökin. „Ég kæri mig ekki um að endurtaka þau mis- tök sem ég hef gerst sekur um. Halda menn að ég vilji að letrað verði á leg- stein minn: hann var svo heimskur að hann endurtók mistök sín?“ Gagnrýna íslensk stjórnvöld Afskipti ríkisstjórnar Islands af kjaraviðræðum fiskimanna er blettur á annars glæsilegri lýð- ræðishefð að mati Guy Ryders, framkvæmdastjóra Alþjóðasam- bands frjálsra verkalýðsfélaga (ICFTU). í nýrri skýrslu sambandsins þar sem gerð er úttekt á stöðu vinnu- og viðskiptaumhverfis hér á landi eru íslensk stjórn- völd gagnrýnd fyrir að hafa með stjórnvaldsaðgerðum gripið margoft inn í kjaraviðræður sjó- manna og útvegsmanna. Með því hafi þau gert sjómönnum erf- itt með að nýta lögbundinn rétt sinn til að gera kjarasamninga og fara í verkfall. Skýrslan er að öðru leyti frekar jákvæð í garð vinnumarkaðar hér á landi en höfundar hennar telja þó að aðgerða sé þörf til að vinna gegn launamun kynjanna með einhverjum hætti.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.