blaðið - 10.06.2006, Side 12

blaðið - 10.06.2006, Side 12
12 I FRÉTTASKÝRING LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 blaöiö Máttur mynda af átakasvæðum Myndir af misþyrmingum á föngum í Abu Ghraib fangelsinu í frak vöktu reiði og öldu mótmæla víða um heim. Fjölmiðlar hófu tiltölu- lega seint að fjalla um Abu Ghraib-hneykslið, ekki vegna þess að þeir vissu ekki um það heldur vegna þess að myndefni var ekki til. Viðbrögð almennings við meintum stríðsglæpum bandarískra her- manna í bænum Haditha í írak í nóvember á síðasta ári þykja hófstillt- ari en viðbrögðin við Abu Ghraib- hneysklinu árið 2004. Engu að síður liggja hermennirnir í Haditha undir grun um alvarlegra athæfi en fanga- verðirnir í Abu Ghraib. Þeim er gefið að sök að hafa drepið saklausa íraska borgara, ungabörn sem gamalmenni, í kjölfar þess að vegasprengja varð einum félaga þeirra að bana. Skýringin á ólíkum viðbrögðum almennings kann meðal annars að liggja í því að ekki er til jafnáhrifa- mikið myndefni af voðaverkunum í Haditha og af misþyrmingunum í Abu Ghraib. Á myndunum sem teknar voru í Abu Ghraib-fangels- inu mátti sjá fangaverði bandaríska hersins niðurlægja og misþyrma íröskum föngum. Á sumum mynd- anna voru verðirnir jafnvel skæl- brosandi eða sigri hrósandi. Þó að myndunum hafi ekki verið ætlað að koma fyrir almenningssjónir láku þær á Netið og ollu reiði og hneyksli fólks um heim allan. Rannsókn var fyrirskipuð á misþyrmingunum og nokkrir hermenn hlutu á endanum dóma fyrir þátt sinn i þeim. Það litla myndefni sem til er af vettvangi ódæðanna í Haditha þykir ekki jafnátak- anlegt og myndirnar frá Abu Ghraib og telja sumir að það skýri af hverju Haditha- málið hefur ekki vakið jafnsterk viðbrögð almennings. Myndirnar vöktu athygli á Abu Ghraib Þær ljós- og kvikmyndir sem teknar voru eftir ódæðin í Had- itha eru annars eðlis og hreyfa ekki við fólki á sama hátt og Abu Ghraib-myndirnar. Fræðimaðurinn Horst Miiller sem meðal annars skrifaði bók um Abu Ghraib og fjölmiðla sagði á dög- unum að fjöldamorðin í Haditha hefðu ekki vakið verulega athygli meðal annars vegna þess að mynd- efni vantaði. „Við höfum séð annað eins gerast áður. Umfjöllun um Abu Ghraib hófst tiltölulega seint, ekki vegna þess að fólk vissi ekki um það heldur einfaldlega vegna þess að það voru engar myndir til,“ segir Miiller sem óttast að málið muni ekki fá þá umfjöllun sem það ætti að fá. „Um- fjöllun um Abu Ghraib hófst fyrst þegar myndirnar rötuðu á forsíður blaða og voru endursýndar mörgum sinnum í sjónvarpi. Eftir því sem ég best veit eru til myndir frá Haditha sem teknar voru af íröskum frétta- manni eftir atburðina en það vantar skelfilegu myndirnar,“ segir Miiller. Áhugamenn taka eftirminni- legustu myndirnar Taher Thabet, nemi í blaðamennsku, tók myndband af líkum hinna föllnu í líkhúsinu og af vettvangi fjölda- morðsins. Myndbandinu dreifði hann til félaga í mannréttindasam- tökunum Hammurabi og þaðan bárust þær í hendur blaðamanns tímaritsins Time sem vakti athygli heimsbyggðarinnar á þeim. Rann- sókn hefur verið fyrirskipuð á atburð- unum i Haditha sem mun meðal ann- ars beinast að því hvort reynt hafi verið að halda þeim leyndum. Það sem er eftirtektarvert í sam- bandi við stríðið í Irak er að oftar en ekki eru það myndir sem eru teknar af áhugamönnum sem vekja athygli á ódæðum eða hrinda af stað fjölmiðlaumfjöllun um tiltekin mál. Hræðilegustu myndirnar eru yfir- leitt ekki birtar í blöðum eða sýndar í sjónvarpi en þær má auðveldlega finna á Internetinu og nýtir fólk sér það óspart. Öflug og skjót dreifing Stafræn ljós- og kvikmyndatækni og hraði nútímaboðskipta, ekki síst tölvupósts og Internetsins, hafa gert það að verkum að myndefni sem annars hefði ekki komið fyrir almennings sjónir ratar á sjónvarps- skjái og síður blaðanna. Sumar af eftirminnilegustu og átakanlegustu ljósmyndum úr Íraksstríðinu voru án efa teknar af áhugamönnum, jafn- vel bandarískum hermönnum eða verktökum á vegum hins opinbera og bárust síðan um heiminn á auð- veldari og fljótari hátt en mögulegt hefði verið fyrir tíma þessarar nýju tækni. Þökk sé tækninni stendur áhugaljósmyndarinn að mörgu leyti jafnfætis atvinnumanninum og not- ast við sömu tæki og tól og hann. Þetta er ekki síst kaldhæðnislegt í ljósi þess að bandarísk hermálayfir- völd gerðu víðtækar ráðstafanir til að hamla aðgang fjölmiðlamanna og hafa áhrif á umfjöllun um stríðið í Irak. Imynd stríðs í mynd 3S? Suður-víetnamski lögregluforinginn Nguyen Ngoc Loan skýtur Víetkong-skæruliða í höfuðið. Þessi mynd og fleiri úr Víetnamstríðinu höfðu mikil áhrif á afstöðu almennings t Bandaríkjunum og víðar um heim til stríðsrekstursins. Ljósmyndir og hreyfimyndir hafa frá fyrstu tíð verið tvíbent vopn í stríði. Ríkisstjórnir og hermálayfir- völd hafa notað ljósmyndir í áróðurs- skyni, til að afla stríðsrekstrinum stuðnings og sefa ótta almennings. Um leið átta stjórnvöld sig á því að ljósmyndir má nota i þveröfugum til- gangi og því hafa þau ætíð reynt að stjórna aðgangi ljósmyndara og kvik- myndatökumanna að vígvöllum og átakasvæðum og jafnvel ritskoðað efni þeirra. Hryllingur stríðs færður nær almenningi Myndir bandaríska ljósmyndarans Matthew Brady og félaga hans af víg- völlum bandaríska borgarastríðsins sem sýndar voru í New York árið 1962 oílu hneykslan og blaðamaður New York Times sagði Brady hafa fært heim „hinn hryllilega raunveru- leika stríðsins.“ Árið 19x5 var tekin hreyfimynd af þvf þegar hópur breskra hermanna yfirgefur skotgrafirnar í Somme og leggur til atlögu. I myndskeiðinu sést meðal annars þegar hermaður - stríð verður fyrir skoti og fellur lífvana í forina. Myndin var sýnd í kvik- myndahúsum á sínum tíma en gekk svo fram af fólki að stjórnvöld bönnuðu sýningar hennar og settu myndasmiðum hömlur það sem eftir lifði styrjaldarinnar. Síðast en ekki síst áttu myndir sem birtust í dagblöðum og sjón- varpi af hörmungum Víetnamstríðs- ins stóran þátt í því að stuðningur almennings i Bandaríkjunum og víðar við stríðsreksturinn minnkaði. Sem dæmi má nefna fræga ljósmynd Nick Ut af nakinni stúlku og fleiri börnum á flótta eftir napalmárás og ljósmynd Eddie Adams af aftöku á Víetkong-skæruliða á götu í Saigon. Sviðsettar stríðsmyndir Þess þekkjast jafnframt dæmi að myndir hafi verið sviðsettar eða sannleikanum hagrætt að einhverju leyti og er til dæmis talið að margar myndir af vígvöllum fyrri heims- styrjaldarinnar hafi verið settar á svið. 1 lok seinni heimsstyrjaldar- innar tóku sovéskir kvikmyndagerð- armenn upp myndskeið af því þegar fáni Sovétríkjanna var dreginn að húni á þinghúsinu í Berlín degi eftir að atburðurinn átti sér stað í raun og veru. Fræg ljósmynd bandaríska ljósmyndarans Joe Rosenthal af því þegar bandarískir hermenn reisa bandaríska fánann á japönsku eyj- unni Iwo Jima var einnig endurtek- inn atburður. Hættan á að myndir séu sviðsettar eða þeim breytt er síst minni nú en áður. Ljósmynda- og kvikmynda- tökutækni er útbreidd, handhæg og nánast á hvers manns færi. Fyrir til- stilli Internetsins er ennfremur auð- veldara að dreifa myndefninu beint til almennings án þess að þurfa að notast við milliði eins og hefð- bundna fjölmiðla. Vertu klár fyrir sumarið! Loftkœlar og varmadœlur fyrir skrifstofur og tölvurými. k ÍS-hÚSÍð 566 6000 ► ________________ Arið 1862 setti bandaríski Ijósmyndarinn Matthew Brady upp sýningu f New York é myndum sem hann og félagar hans höfðu tekið á vigvöllum borgarastríðsins sem þá stóð sem hæst. Sýningin olli mikilli hneykslan enda höfðu hörmungar strfðs aldrei verið sýndar almenningi með þessum hætti.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.