blaðið - 10.06.2006, Page 26
26 I MATUR
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 blaöift
Pasta með laxi
og ravioli
Þótt að það sé alltaf best að græja sitt
eigið pasta þá eru nú til mikið af af-
bragðsgóðu tilbúnu pasta í búðunum
í dag. Flest eru þurrkuð en svo eru
sum sem eru bara pökkuð án þess
að vera þurrkuð. Sjálfur keypti ég
mér um daginn einn pakka af ravi-
oli fyllt með sveppum frá „Rana“. Ég
verð nú bara að segja alveg eins og er
að þetta var alveg ótrúlega gott þegar
maður var búinn að laga netta pestó-
ostasósu með og bar þetta fram
með grilluðum laxi - alveg stórgott.
Hérna læt ég fylgja með uppskrift af
þessum fína laxa- og raviolirétti.
Fyrir fjóra
800 g lax (úrbeinaður og roðlaus) skorinn
í steikur
400 g ravioli með sveppafyllingu (soðið
eftir leiðbeiningu)
Sósan:
3 msk sveppasmurostur
1 dlmjólk
1 msk pestó (úr krukku, eða laga sjálfur)
smá brot af kjúklingateningi eða fiskiten-
ingi
salt og pipar
Aðferð:
Grillið laxinn þar til hann er við
það að vera fulleldaður (einnig er
hægt að steikja hann á pönnu). Það
er reyndar erfitt að segja til um eld-
unartímann þegar verið er að grilla
vegna þess að hitinn er svo misjafn
í grillunum. Þá er pastað soðið og
haldið volgu á meðan sósan er gerð.
BlaÖiÖ/Frikki
Allt hráefnið í sósuna er sett í pott
og soðið þar til rjómaosturinn er
bráðnaður. Þá er pastanu bætt út
í sósuna og salti og pipar bætt við
eftir smekk.
Borið fram með uppáhalds græn-
meti, salati og brauði.
Kveðja,
Raggi
Graskers- og appelsínusúpa
Sumarleg súpa á síðkvöldi
2tsk ólívuolía
2 laukar
2 hvítlauksrif
900 g grasker í bitum
1,5 I. grænmetis- eða kjúklingasoð
börkur og safi úr einni appelsínu
3 tsk. ferskt timian
2/3 bolli mjólk
salt
pipar
Hitið olíuna í potti. Setjið fínsax-
aðan laukinn út í og mýkið í þrjár
mínútur. Bætið hvítlauksrifjunum
og graskersbitunum út í. Hrærið
þessu saman í nokkrar mínútur til
viðbótar.
Bætið svo soðinu, appelsínusafa
og appelsínuberki auk timíans út í
og látið malla í 20 mínútur eða þar
til graskerið er orðið vel mjúkt.
Setjið blönduna í matvinnsluvél
eða maukið með kartöflustappara.
Setjið súpuna aftur í pottinn og
bætið mjólkinni við. Hitið að suðu.
Stráið að lokum fersku timían yfir
súpuna, saltið, piprið og njótið.
Sumarið & garðurinn
Miðvikudaginn 14. júní
Auglýsendur, upplýsingar veita
arsdóttir • Sírni 510 3722 • Gsm 848 0231
c?.
Ekki sneiða
hjá þessum