blaðið - 10.06.2006, Page 38

blaðið - 10.06.2006, Page 38
38 I JAÐARINN LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 blaðið Snillingurinn Alejandro Jodorowsky Einn frumlegasti ogframúrstefnulegasti leikstjóri samtímans Eitt af fáum atriðum El Topo sem ekki eru blóði drifin. Alejandro Jodorowsky fæddist í borginni Iquique í Chile, 7. febrúar árið 1929. Árið 1942 flutti hann til Santi- ago þar sem hann lagði stund á háskólanám og starfaði m.a. sem trúður og brúðumeistari í fjölleikahúsi. Það má segja að þessi störf hafi mótað sköpun Alejandros því í flestum myndum hans eru tilvísanir í furðuheima fjölleikahússins. Árið 1955 flutti Alejandro til Parísar þar sem hann lærði listina að leika látbragðsleikaf meistaranum Marcel Marceau. Hann starfaði einnig með Maurice Chevalier og saman gerðu þeir myndina „The Severed Head“ eða „The Transposed Heads“, sem báðar hafa nú glatast. Hann kynntist súrrealistunum Roland Topor og Fernando Arrabal en árið 1962 mynduðu þessir þrír félagar hreyfingu sem þeir kölluðu þvi skemmtilega nafni „The Panic Movement“ til heiðurs gríska skóg- arguðinum knáa. Undir nafni Panic hreyfingarinnar skrifaði Alejan- dro Jodorowsky nokkrar bækur og leikrit en undir lok sjöunda áratug- arins leikstýrði hann framúrstefnu- verkum á þjölum leikhúsa í París og Mexíkóborg, samdi teiknimynda- sögu seríuna „Fabulas Panicas" og gerði fyrstu „alvöru“ kvikmynd sína, Fando y Lis, sem mætti kalla súrreal- íska ástarsögu byggða á leikriti eftir vin hans Arrabal. Árið 1971 urðu svo þáttaskil í lífi Alejandros þegar hann leikstýrði myndinni E1 Topo. Umsvifalaust náði hún svokölluðum költ staðli og það sama má segja um myndina Fjallið helga, eða „The Holy Mountain“ sem kom út stuttu síðar, eða árið 1973. Salvador Dali í Dune Árið 1975 sneri Alejandro Jodorow- sky aftur til Frakklands þar sem El Topo varö fyrsta mynd Alejandros Jodorowsky sem fékk verulega athygli og enn í dag er sú mynd í hávegum höfð hjá unnendum„öðruvísi" mynda. hann hóf að undirbúa kvikmynd sem aldrei var lokið. Myndin átti að heita Dune, byggð á samnefndri sögu Frank Herberts og aðalhlutverk áttu að vera í höndum ekki minni manna en m.a. Orson Welles og Sal- vadors Dali og tónlistin í myndinni átti að vera í höndum hljómsveitar- innar Pink Floyd. 1 gegnum undirbúning þessarar myndar lágu saman leiðir mikilla meistara. Manna á borð við H.R. Giger, Dan O’Bannon og Jean „Moe- bius“ Giraud (síðar áttu Giger og O’Bannon eftir að starfa saman við gerð myndarinnar Alien). Því miður drógu framleiðendur þessa stór- virkis sig til baka og verkið endaði í höndum annars meistara - David Lynch. Þeir sem til þekkja eru ein- ■ Wt.j.11. k*o Santa Sangre gerist að stórum hluta f fjölleikahúsi. Þetta er mynd sem allir unnendur góðra lista ættu ekki að láta framhjá sér fara enda hefur hún verið kölluð Opus Magnum kvikmyndanna af þeim sem til þekkja. róma sammála um að það hefði óneitanlega verið áhugavert að fá að sjá útkomuna af samstarfi Jodorow- skys, Salvadors Dali, Orson Wells, Pink Floyd og Gigers þó að David Lynch standi alltaf fyrir sínu. Stúlka og fíll Næsta mynd Alejandro Jodorowsky kom út árið 1979. Það var myndin Tusk, saga af vináttu ungrar stelpu og fíls, sem fljótlega þróaðist út í ein- hver undarlegheit. í byrjun níunda áratugarins fór Alejandro að vinna að gerð teikni- myndasagna í samstarfi við Moe- bius og aðra listamenn. Hann skrif- aði einnig nokkrar bækur en gerði ekki kvikmynd fyrr en tæpum ára- tug síðar. Myndin sem kom út árið 1989 hét Santa Sangre og hlaut hún umsvifalaust þá hylli og lof sem hún átti skilið enda er um að ræða eina mögnuðustu kvikmynd sem gerð hefur verið fyrir hvíta tjaldið. Gott í vændum Árið 1990 sendi hann frá sér mynd- ina Regnbogaþjófurinn, eða The Rainbow Thief, sem skartaði leikur- unum Omar Sharif og Peter O’To- ole í aðalhlutverkum en á síðasta áratug siðustu aldar einbeitti Alej- andro Jodorowsky sér aðallega að teiknimyndasögugerð. Fyrir fjórum árum hóf hann und- irbúning myndar sem margir hafa beðið með eftirvæntingu - Sons Of El Topo, en um þessar mundir er hann líka með tvær aðrar í deigl- unni, Tryptych og Abelcain. Sú síðari fjallar um bræðurna Abel og Kaín sem reyna að komast til himna- ríkis eftir að kjarnorkusprengjur hafa lagt alla jörðina í rúst, fyrir utan lítinn blett þar sem El Topo er grafinn en lítið er enn vitað um Tryptych. Öll verk Alejandro Jodorowsky eru sannkallað augnakonfekt fyrir unnendur lista og kvikmynda og enginn ætti að láta þær framhjá sér fara. Þessar myndir má m.a nálg- ast á myndbandaleigum sem leggja metnað sinn í að hafa úrvalið fjöl- breytt og svo má vitaskuld kaupa þær í gegnum Netið. margret@bladid.net 99.......................................... Myndin átti að heita Dune, byggð á samnefndri sögu Frank Herberts og aðalhlutverk áttu að vera íhöndum ekki minni manna en m.a. Orson Welles og Salvadors Dali. Tónlistin í myndinni átti að vera í höndum hljómsveitarinnar Pink Floyd. Indverskir geldingar, kyn -og klæö- skiptingar gera blaðamanni lífið leitt / vikunni birtist skemmtilegfrásögn blaðamanns í dagblaðinu LA Times, en sá lenti í ágangi indverskra kyn- eða klœðskiptinga þar sem hann stóð og var að gera upp íbúðina sína. Að sögn mannsins var hann umkringdur iðnaðarmönnum þegar tvær, einkar karlmannlegar sarí-klæddar konur birtust eins og skrattinn úr sauðaleggnum í miðri stofunni. Önnur þeirra var breiðleit og grófgerð en hin lítil og nánast eins og fugl, bæði hvað varðaði fas og raddblæ. Báðar virk- uðu ógnandi og þegar hann innti þær eftir erindi þeirra hófst mikil orðræða á hindí sem hann skildi ekki mikið í. Að lokum greindi hann þó eitt orð í orðaflauminum og það var „bakshees“ sem þýðir þjórfé. Þá áttaði maðurinn sig á að hann væri lentur í klóm „hijras“. Hijras eru geldingar eða kynskipt- ingar sem hafa orðið það annað- hvort eftir slys, eigin tilstuðlan eða fæðst þannig. Þessir einstaklingar klæða sig yfirleitt sem konur þó þeir dvelji á óskilgreindu tilvistarsvæði mitt á milli karla og kvenna. Það er litið niður á þá í indversku sam- félagi og þeir eru flokkaðir meðal hinna „óhreinu* í flóknu stéttskipt- ingarkerfi Indverja sem einnig teng- ist karma, eða lögmálinu um orsakir og afleiðingar. Flestir „hijras" hafa enga atvinnu en sjá sér farborða með því að stunda vændi eða... birt- ast sem boðflennur í brúðkaupum, afmælum og þess háttar veislum og láta öllum illum látum þar til fólk borgar þeim fyrir að yfirgefa svæðið. Þeir kalla sig yfirleitt kvenmanns- nöfnum og hafa í frammi látbragð kvenna, með misgóðum árangri. Ein og hálf milljón Heimur þessa fólks er lítt þekktur þar sem það lifir í einangruðu og vernduðu neðanjarðarsamfélagi til að vernda sig frá margs konar mis- þyrmingum sem það verður reglu- lega fyrir. En ef litið er til marktæk- ustu rannsókna sem gerðar hafa verið á indversku samfélagi þá má telja að „hijras“ séu um ein til ein og hálf miíljón einstaklinga á Ind- landi. „Hirjas“ sést lítið sem ekkert opinberlega frá degi til dags en einu sinni á ári sameinist það á götum úti í kringum ráðstefnur sem það heldur til að taka m.a. á réttinda- málum sínum og öðrum þörfum verkum. Þessar ráðstefnur vekja jafnan mikla athygli indverskra fjöl- miðla þar sem þær eru oftar en ekki einkar skrautlegar, fallegar, undar- legar o.s.frv. en jafnframt aðdáunar- verðir listamenn, sérstaklega þegar kemur að dansi. Hver er geldingurlnn? Blaðamaðurinn fá LA Times átti í mestu vandræðum með að losna við þessar dularfullu og einkenni- legu boðflennur út úr húsinu sínu. Þær eltu hann á milli herbergja um leið og þær báðu hann með öllum tiltækum ráðum að láta sig hafa peninga. Á einni ögurstundu virt-’ ist önnur þeirra ætla að fletta sig klæðum, blaðamanninum til mik- Indverskir kynskiptingar og geldingar gera veislugestum lífið leitt með því að mæta sem boðfiennur, láta öllum illum látum og heimta svo peninga fyrir að yfirgefa samkvæmin. illar hrellingar, en það gera þessar ,dömur“ víst oft á tíðum til að hrella veislugesti og aðra sem ekki mega vamm sitt vita. Eftir að hafa elt blaða- manninn og hrellt í heilar tuttugu mínútur hurfu vinkonurnar á braut, peningalausar og mjög ósáttar. Þær sneru aftur nokkrum dögum síðar en blaðamaðurinn gætti sín á því að kíkja fyrst í gægjugatið til að sjá hver knúði dyra. „Þegar ég sá þær þá opn- aði ég alls ekki dyrnar. Þess í stað bakkaði ég hægt frá dyrunum, hélt niðri í mér andanum og lét eins lítið á mér kræla og mér var mögulega unnt. Á meðan hvíslaði lítil rödd í kollinum á mér - Hver er geldingur núna?“ Þriðja kynið Á Indlandi til forna klæddu geld- ingar sig líkt og aðrir karlmenn. Stundum fengu þeir vinnu hjá hirð konunga og æðri manna, þá yfirleitt við gæslu svonefndra kvennabúra. 1 dag klæða allir indverskir geldingar sig sem konur. Ef þeir ættu heima á Vesturlöndum væru þeir eflaust flokkaðir af sjálfum sér og öðrum sem eitthvað mitt á milli klæð- og kynskiptinga en á Indlandi skil- greina þeir sig sem þriðja kynið. Það varð þeim því vissulega mikið fagn- aðarefni þegar utanríkisráðuneytið þarlendis tók ákvörðun um að leyfa skilgreininguna „E“ í nýútgefnum vegabréfum, en það merkir þriðja kynið, eða hvorki kona né karl. margret@bladid.net 99....................................... Það varð þeim því vissulega mikið fagnað- arefni þegar utanríkisráðuneytið þarlendis tók ákvörðun um að leyfa skilgreininguna „E"í nýútgefnum vegabréfum, en það merkir þriðja kynið, eða hvorki kona né karl.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.