blaðið - 10.06.2006, Page 40
40 I VIKAN
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 blaöiö
Vikan i máli og myndum
Knattspyrna setur svip sinn á myndasyrpu þessarar
viku og skyldi engan undra. Heimsmeistarakeppnin
í þessari göfugu íþrótt er nýhafin í Þýskalandi og
þangað beinast nú augu heimsbyggðarinnar. Á
næstu vikum mun knötturinn hvíti renna fram og til
baka á sjónvarpsskermum um veröld víða og vekja
jafnt gleði og sorg eftir því í hvoru markinu hann
lendir. Ljósmyndarar Reuters-fréttastofunnar um
allan heim beindu linsum sínum meðal annars að
undirbúningi heimsmeistarakeppninnar í vikunni.
Alltaf í boltanum Alena Seredova, kærasta Gianluigi Buffon, markvarðar ítalska knattspymulandsliðsins, í undirfötum sem voru sérstaklega
hönnuð ítilefni heimsmeistarakeppninnar.
Með kveðju frá Beckham Börn i írösku borginni Basra halda á myndum og fótboltum sem
enski landsliðsmaðurinn og kryddgaurinn David Beckham sendi þeim.
Meö fótbotta á heilanum Það eru margir
með fótbolta á heilanum þessa dagana en
þessi maður sem Ijósmyndari rakst á í þýsku
borginni Frankfurt bætti um betur og var
með fótbolta á nefinu lika.
Ekki aðeins mannfólkið Dýrin sýna fótbolt-
anum áhuga ekki síður en mannfólkið og
í Japan mátti meðal annars sjá skrautfiska,
mörgæsir og seli leika sér með knöttinn.
Hitað upp fyrir fótboltann Þessir þýsku fótboltaáhugamenn voru komnir í stuð fyrir heimsmeistarakeppnina,
nokkrum dögum áður en hún hófst.
Skrautlegur knattspyrnuáhugamaður Hann var ekki árennilegur þessi fótboltaaðdáandi
sem fylgdist með æfingu brasilíska landsliðsins í Offenbach á fimmtudag.
Knöttur á knött ofan Ungurdrengurfyrir
framan verslunarglugga sem fylltur hefur
verið af fótboltum í Zagreb í Króatíu.