blaðið

Ulloq

blaðið - 10.06.2006, Qupperneq 42

blaðið - 10.06.2006, Qupperneq 42
42 I MENNING LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 blaöið Ein af Ijósmyndum hollenska Ijósmyndarans Rob Hornstra sem hann tók á ferðum sín- um um ísland á síðasta ári. Síðustu forvöð Sýningu Listasafns Reykjavíkur höfn á síðasta ári og er unnin í sam á Kjarvalsstöðum um ævintýra- skáldið Hans Christian Andersen lýkur á morgun, sunnudag. Um er að ræða innsetningar sem unnar eru út frá hugarheimi hins mikla sagnaskálds af þremur af fremstu listamönnum samtímans, Joseph Kosuth og hjónunum og samstarfs- fólkinu Ilya og Emilia Kabakov. Bæði Kosuth og Kabakovhjónin eru frumkvöðlar innan samtímalist- arinnar. Joseph Kosuth var einn af máttarstólpum listaheimsins í New York á sjöunda áratugnum, þegar grunnur var lagður að konseptlist- inni og hefur síðan þá verið lifandi goðsögn innan myndlistarheimsins. Það sama má segja um Ilya Kabakov, sem er þekktur sem „faðir Moskvu konseptsins" og einn fremsti lista- maðurinn sem kom frá fyrrum Sov- étríkjunum. Síðan 1989 hefur hann starfað með eiginkonu sinni, Emiliu, að ævintýralegum innsetningum sem hafa heillað sýningargesti allra helstu listasafna heimsins. Sýningin var fyrst sett upp í Ni- kolaj nýlistasafninu í Kaupmanna- starfi við safnið. Leiðsögn verður um sýninguna á morgun kl. 15. Rætur rúntsins Þá fer enn fremur hver að verða síð- astur að sjá sýninguna Rætur rúnts- ins í Myndasal Þjóðminjasafns íslands því framundan er síðasta sýningarhelgin 10.-11. júní. Á sýn- ingunni gefur að líta ljósmyndir hol- lenska ljósmyndarans Rob Hornstra frá ferðum hans um Island á síðast- liðnu ári. Rob Hornstra var einn sex þátttakenda í evrópsku ljósmynda- verkefni á vegum International Photography Research Network við háskólann i Sunderland í Eng- landi, en Þjóðminjasafn Islands var samstarfsaðili að verkefninu árið 2005. Meginþema verkefnisins var atvinna og þess vegna ákvað Rob að einbeita sér að starfsfólki í fisk- iðnaði og ferðast um þorp landsins. Meðal þess sem vakti áhuga hans var rúnturinn því í litlum þorpum fer ungt fólk á rúntinn til að drepa tímann. f ár er öld liðin frá því að Gunnar Gunnarsson gaf út fyrstu bækur sfnar og af þvf tilefni hef ur verið sett upp sýning um skáldið á Skriðuklaustri. Rithöfundarafmœli á Skriðuklaustri Meistari og frumkvöðull Pablo Picasso fyrir framan linsu Arnold Newman. Hann var einn frægasti portrettljósmyndari sfðustu aldar og beindi linsu sinni meðal annars að listamönnum, rithöfundum og stjórnmálamönnum. Arnold Newman, einn af fremstu og áhrifamestu portrettljósmynd- urum síðustu aldar, lést í vikunni 88 ára að aldri. Newman fæddist í mars árið 1918 í New York og ólst upp í New Jersey og Florida. Hann lagði stund á listnám við Háskólann í Miami og vann fyrir sér við andlits- myndatökur. Árið 1941 var Newhall uppgötvaður af ljósmyndaranum fræga Alfred Stieglitz og Beaumont Newhall, sýningarstjóra í Museum of Modern Art í New York, sem setti upp sýningu á verkum hans. Frumkvöðull í gerð umhverfisportretta Newman hafði gríðarleg áhrif á portrettljósmyndara og er jafnan tal- inn frumkvöðull í gerð svokallaðra umhverfisportretta, það er að segja portrettmynda af einstaklingum í þeirra hefðbundna umhverfi svo sem vinnustað eða heimili. I nálgun sinni átti Newman meira sameigin- legt með blaðaljósmyndurum síns tíma svo sem Henri Cartier-Bres- son og Alfred Eisenstaedt en hefð- bundnum portretljósmyndurum sem einkum unnu í stúdíóum. Frægasta portrettmynd New- mans, sem jafnframt er gott dæmi um þennan stíl, er mynd sem hann tók af tónskáldinu Igor Stravinskíj árið 1946. Á myndinni situr Stra- vinskíj við stóran flygil sem þekur meginhluta hennar. Þó að myndin sé sú frægasta sem Newman tók var henni hafnað af tímaritinu Harper s Bazaar sem fól ljósmyndaranum að taka hana. Á ferli sínum sem spannaði um 65 ár tók Arnold Newman margar ódauðlegar myndir af mörgum fyr- irmönnum heimsins svo sem stjórn- málamönnum, rithöfundum og listamönnum. Myndir hans birtust á forsíðum margra helstu tímarita í Evrópu og Bandaríkjunum auk þess sem fjölmargar bækur liggja eftir hann. Portretmynd Arnold Newman af tón- skáldinu Igor Stravinskíj. Þetta er ein frægasta mynd Newman og gott dæmi um umhverfisportrett en hann er gjarnan talinn til frumherja í þess háttar portrett- myndatöku. IB lUAM í MENNTASKÓLANUM VIÐ HAMRAHLÍÐ Spennandi valkostur fyrir metnaðarfulla nemendur MH er aðili að International Baccalaureate samtökunum (IBO) og býður upp á tveggja ára námsbraut sem býr nemendur undir háskólanám. Að jafnaði hefst IB námið eftir eins árs nám á framhaldsskólastigi og lýkur tveimur árum seinna með alþjóðlegum samræmdum prófum. IB stúdentspróf veitir ekki lakari réttindi til framhaldsnáms en íslenskt stúdentspróf en þeir sem hafa öðlast IB prófskírteini geta fengið inngöngu i fjölda virtra háskóla um allan heim, m.a. í Evrópu og Bandaríkjunum. Auk hins bóklega náms er lögð mikil áhersla á að þroska nemendur og efla félagsanda þeirra með ýmsum sameiginlegum verkefnum. Hamrahlið College (MH) is a member school of the International Baccalaureate Organization (IBO). Thís gives the College the right to offer the IB Diploma Programme, a comprehensive pre-university curriculum. Taught in English, the two-year course ends with standardised exams recognised by universities worldwide. The school also offers a preliminary year for younger students. IB diploma graduates have been accepted by numerous leading universities worldwide. In the IB, students learn more than just academic subjects as they are encouraged to develop a strong sense of their own identity and culture and to develop an understanding of people from other countries and cultures. I ár eru liðin too ár frá því fyrstu bækur Gunnars Gunnarssonar komu út hjá Oddi Björnssyni á Ak- ureyri. Það voru ljóðabækurnar Vor- ljóð og Móður-minning sem Gunnar fékk útgefnar aðeins 17 ára gamall, ári áður en hann hélt til Danmerkur þar sem hann öðlaðist frægð og frama sem rithöfundur. I tilefni 100 ára rithöfundarafmælis Gunnars mun Gunnarsstofnun opna nýja sýn- ingu um skáldið á Skriðuklaustri í dag, laugardaginn 10. júní. Á sýning- unni eru munir úr eigu skáldsins, myndir og textar sem varpa ljósi á Gunnar og verk hans. Við opn- unina munu Daníel Þorsteinsson, píanóleikari, og Hulda Björk Garð- arsdóttir, sópran, flytja lög þriggja erlendra tónskálda við kvæði Gunn- ars. Lögin voru samin á fyrri hluta síðustu aldar og hafa sum aldrei verið flutt opinberlega hér á landi. Kynnmgardagur mánudaginn 12. júní næstkomandi í MH. Formlegur umsóknarfrestur er til og með 12. júní. Upplýsingar veitir Aldís Guðmundsdóttlr, IB stallari í síma 595 5233 aldisg@mh.is og ibstallari@mh.is http:// wwv\/. m h.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.