blaðið - 10.06.2006, Qupperneq 54
54 IFÓLK
LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2006 blaðið
ORKUVEITU-
HRYLLINGURINN
Smáborgarinn sat í rólegheitum fyrir
framan sjónvarpið sitt fyrr í vikunni.
Hann hafði þar góðan félagsskap því
vinur hans hafði mætt í heimsókn til
að aðstoða við hið gríðarlega erfiða
sjónvarpsgláp. Sátu þeir þöglir í myrkri
stofu Smáborgarans, í sitt hvorum hæg-
indastólnum, hvor með sina bjórflöskuna.
Báðir sátu þöglir meðan heilinn var hvíld-
ur við að horfa á einhverja ónefnda amer-
iska glæpaþáttaröð.
Báðir voru þeir algerlega óviðbúnir því
þegar útsendingin var skyndilega rofin
með auglýsingahléi og við tók einhver
skelfilegasti hryllingur sem borist hefur
inn (stofu Smáborgarans. Um var að
ræða auglýsingu þar sem hópur af dans-
andi og syngjandi fólki kom á framfæri
þeim boðskap að lífið væri dásamlegt
vegna þess að vatn rynni i krönum borg-
arbúa og í innstungum þeirra væri að
finna rafmagn. Allt þetta væri Orkuveitu
Reykjavíkur að þakka. Lagið var skelf ilegt,
textinn örugglega saminn á auglýsinga-
stofu þar sem markmiðið var frekar að
koma á framfæri skýrum boðskap en að
hafa áhyggjur af forminu, og hinir dans-
andi hálfvitarsem í auglýsingunni birtust
náðu engan veginn að halda takti.
Sammála í þögninni
Eftir að sýningu á auglýsingunni lauk
litu Smáborgarinn og vinur hans hvor á
annan og hristu höfuðið í mikilli vantrú
og með skilningsglampa í augum. Þeir
tóku síðan báðirsopa af bjórnum sínum
og héldu áfram á horfa á sjónvarpið. Aug-
lýsing skelfilega hefur aldrei verið rædd.
Illgjarnt piott?
Smáborgarinn hefur hins vegar velt því
fyrir sér að undanförnu hvers vegna í
ósköpunum OR telur sig knúið til að aug-
lýsa á þennan hátt. Hann hefur reyndar
fylgst með bönkum og öðrum stórfyrir-
tækjum kaupa sér ákveðna imynd í gegn-
um auglýsingar og gerir sér grein fyrir að
Orkuveitan gæti alveg þegið andlitslyft-
ingu í hugum landsmanna. Smáborgar-
inn er hins vegar fullviss um að ef imynd
OR hefur verið slæm áður en áðurnefnd
auglýsing var send út - þá er hún ónýt
í dag. Hann veltir því fyrir sér hvort um
sé að ræða útsmogið plott hjá fráfarandi
valdhöfum í Reykjavlk - að ýta undir
slæma imynd fyrirtækisins, svona til að
gera þeim sem stjórna borginni næsta
kjörtímabil lífið heldurerfiðara.
HVAÐ FINNSTÞÉR?
Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins.
Gefur þú blóö?
„Já, það geri ég óhikað. Það er reyndar orðið svolítið síðan og það er skömm
að því. Það er synd með húsnæðisvanda Blóðbankans, en ég hef farið að
skoða starfsemina og sá að hún er ansi viðamikil. Persónulega finnst mér
að menn eigi að horfa til framtíðar varðandi húsnæði í stað þess að byggja
endalaust við.“
Nú virðist sem að Blóðbankinn sé kominn á hrakahóla því mikið óvissuástand hefur myndast um framtíðarhúsnæði fyrir
þennan llfsnauðsynlega banka.
Knattspyrnuveislan hefst
í gær hófst heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Þýskalandi og af því tilefni var heljarinnar hóf í verslunarmiðstöð-
inni Smáralind. Það var sjónvarpsstöðin Sýn sem stóð fyrir hófinu þar sem opnunarleikur heimsmeistaramótsins
milli Þýskalands og Kosta Ríka var sýndur í beinni útsendingu í bíósal. I Smáralindina voru þá mættir allir helstu
sparksérfræðingar og fótboltahetjur landsins til þess að spá í spilin og njóta veislunnar.
Dixie Chicks tónleikum aflýst
Bandaríska kántrísveitin Dixie
Chicks hefur aflýst nokkrum tón-
leikum vegna dræmrar miðasölu
og þá sérstaklega í þeim fylkjum
Bandaríkjanna þar sem repúblikan-
ar hafa tögl og hagldir. Samkvæmt
tímaritinu Pollstar hefur tónleikum
í fylkjum á borð við Oklahoma og
Tennessee verið aflýst og miðasala
gengið illa víða annars staðar. Árið
2003 sagði söngkona sveitarinnar,
Natalie Maines, að hljómsveitin
skammaðist sín fyrir það að koma
frá sama fylki og George Bush,
Bandaríkjaforseti.
Aftur á móti gengur miðasala vel
í Kanada og seldist upp á tónleika
sveitarinnar í Toronto á aðeins átta
mínútum.
eftir Jim Unger
• // w
6-17____________________________________O Jim Ungaf/digt. by United Medla, 2001
Ég veit ekki af hverju ég hef fyrir
því að elda ofan í þig.
HEYRST HEFUR...
011 spjót standa á Fram-
sókn þessa dagana eftir
að Halldór Ásgrímsson valdi
vægast sagt sérlega athyglis-
verða aðferð
til að draga
sig í hlé
frá stjórn-
málum. í
gær fréttist
af því að
þingmenn
hefðu lagst
í símann eft-
ir að „sögulegar sættir“ höfðu
að sögn náðst milli formanns
og varaformanns flokksins.
Þær sáttir eru hins vegar ekki
taldar rista djúpt, heldur hafi
Guðni Ágústsson samþykkt
treglega að gefa frá sér yfirlýs-
ingu um sættir með hagsmuni
flokksins í
huga. Strax
eftir fund-
inn flykktust
þingmenn
hins vegar í
símann til
að hafa sam-
band við
„sina menn“
innan miðstjórnar flokksins.
Opinbert erindi var að reyna
að skapa sátt þingfulltrúa svo
fundurinn gæti farið friðsam-
lega fram, en einnig ku þing-
menn hafa reynt að meta hvar
tryggð viðkomandi liggur, og
þannig reynt að meta stöðu
sína og sinna innan flokksins.
En það er tekist á víðar
heldur en innan Fram-
sóknarflokksins. Þannig hefur
óánægja nýkjörinna borgarfull-
trúaSjálfstæðisflokksinsmagn-
ast hratt síðustu daga og vikur.
Þeir eru
mjög ósáttir
við að fram-
sóknarmönn-
um skuli
gert of hátt
undir höfði
í samstarfs-
samningi
flokkanna
innan borgarinnar. Það að
ekki skuli tekið tillit til stærðar
flokkanna við þá skiptingu hef-
ur valdið úlfúð, en ekki síður
að völd Framsóknar í borginni
skuli aukin í sama hlutfalli og
flokkurinn tapaði fylgi milli
kosninga. Þessi staða þykir
ekki góð fyrir Vilhjálm Þ. Vil-
hjálmssonar, oddvita Sjálfstæð-
isflokksins, enda er samstarfs-
samningur flokkanna fyrsta
verkefni hans sem verðandi
borgarstjóra.
m
Ameðan sitja fulltrúar ann-
arra flokka til hliðar og
fylgjast undrandi með. Þó má
gera að því skóna að þeir séu
ekki alls kostar ósáttir við
hvernig til hafi tekist við mynd-
un meirihluta exbé manna
og þeirra
sjálfstæðu.
Hins vegar
heyrist að
það séu ekki
bara frjáls-
lyndir sem
séu tilbúnir
að stíga inn
í atburðarás-
ina ef svo ólíklega skyldi vilja
til að upp úr viðræðum flokk-
anna myndi slitna. Það eigi víst
einnig við um vinstri græna,
sem ávallt hafi verið tilbúnir
til samvinnu við Sjálfstæðis-
flokkinn og hafi ekki skipt um
skoðun í þeim efnum. Það verð-
ur þó að teljast ákaflega ólík-
legt að Svandís Svavarsdóttir
og hinir vinstri grænu félagar
hennar komist í þá aðstöðu.