blaðið - 21.07.2006, Síða 1

blaðið - 21.07.2006, Síða 1
FRJALST, OHAÐ & OKEYPIS! DEIGLAN Fjölskyldan skoðar náttúruna sem fer undir vatn á Fjölskyldumóti við Kárahnjúka. | sIða 14 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^^m ■ FOLK Hannar geimfaralopa- peysur og skreytir strætis- vagna, gólf og veggi. I SÍÐUR 18 OG 19 Fjögurra manna fjölskylda í Keflavík í bráðri lífshættu í eldsvoða: ör/u Súinn a Bj-á jér CRizzo CPizzu icfay Kristján Gunnarsson: Komust aldrei úr Reykjavík Kristján Gunnarsson, for- maður Verkalýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur og nágrennis, seg- ist vonsvikinn með að framtíð- arstaðsetning þyrlubjörg- unarsveitar Landhelgis- gæslunnar verði í Reykja- vík en ekki á Keflavíkur- flugvelli eins og margir Suðurnesjamenn höfðu vænst. Að mati Kristjáns eru tillögur um að sveitin verði í Reykjavík mikil vonbrigði enda hafi fjölmargir bundið vonir við aðhún yrði á Keflavíkurflugvelli. Það væri atvinnuskapandi fyrir fólk á Suð- urnesjum. „Auðvitað eru þetta djöfuís vonbrigði, verandi með alla þessa aðstöðu, húsnæði og fleira til staðar á Keflavíkurflug- veili.“ Kristján segir ennfremur að lítið sé greinilega að marka orð þeirra sem hafi talað um að grípa til aðgerða til þess að efla atvinnu á Suðurnesjum. „Þeir komast aldrei út úr Reykjavík þessir háu herrar,“ segir Kristján. SjASlÐU4 Kristján Gunnarsson MVND/STEINAR HUGI Strandarstemning í Reykjavík Eftir einmuna leiðinlegt veður síðustu vikur í Reykjavík þar sem varla hefur séð til sólar hafa borgarbúar tekið vel á móti henni þegar hún braust loksins fram úr skýjunum. Ylströndin í Nauthólsvík nýtur vinsælda á góð- m viðrisdögum sem þessum og þessar ungu stúlkur nutu veðurblíðunnar í mjúkum sandinum. Samkvæmt veðurfræðingum landsins virðist sólin þó ætla að gefa okkur fri í dag en hún snýr vonandi aftur að vörmu spori. ■ ÍPRÓTTIR Sviptingar í boltanum Liðin í ensku úrvaldsdeildinni eru að undirbúa komandi leiktíð. Leikmenn fara á milli félaga, nú sem aldrei fyrr. öll félagaskitpin er að finna á íþróttasíöunni. | SÍÐA22 ■ VEÐUR Gott veður áfram Pað verður áfram svipað veður í dag og var i gær. Þó þykknar heldur upp vestanlands og búist er við þokusúld austanlands. | SfÐA 2 Strætó: SVR skref aftur á bak Stjórnarformaður strætó bs, Ármann Kr. Ólafsson, segir heild- stætt leiðarkerfi afar mikilvægt innan strætó. Hann segir að end- urvakning Strætisvagna Reykja- víkur, líkt og vinstri grænir lögðu til á borgaráðsfundi í gær, sé skref aftur á bak. Samþykkt var á borgarráðsfundinum að stjórnsýsluúttekt yrði fram- kvæmd á fyrirtækinu. SJA SfÐUII ■ VEIÐI Hreindýrin falla Tólf hreindýr hafa verið felld á tæ pri viku. Othlutað var 909 leyfum en 1900 manns sóttu um. | SÍÐA17 ■ Innlyksa í herbergi ■ Vörðust eitruðum reyk með dýnum ■ Brutu glugga og kölluðu á hjálp Eftir Val Grettisson „Við vorum sofandi, en vöknuðum við að sparkað var í hurðina og öskrað: eldur,“ segir Steinar Immanúel Sörenssen fjölskyldufaðir um lífs- háska sem hann, eiginkona hans og tveir ungir synir lentu í þegar eldur varð laus, í húsinu þar sem þau búa, í fyrrinótt. Hann segir að þegar þau hafi áttað sig á hættunni hafi hann tekið eldri soninn, sem er rúmlega þriggja ára, og ætlaði að hlaupa með hann út. Steinar segir eld og reyk hafa mætt þeim í stiganum. Hann komst til baka með naumindum. Talsverðar skemmdir urðu á húsinu og talið er að eldurinn hafi kviknað út frá kerti á miðhæð hússins, en feðgar sem þar búa urðu báðir fyrir reykeitrun. Fjölskyldan býr á þriðju hæð og var í mikilli hættu. Þau áttu það ráð eitt þegar eldur- inn og reykur mögnuðust að læsa sig inni í svefn- Eldur í Keflavík Fjögurra manna fjölskylda var föst á þriðju hæð í hrikalegum eldsvoða herbergi og vona hið besta. „Við hlupum inn í svefnherbergið og settum dýnuna fyrir hurðina til þess að varna því að reykur kæmist inn,“ segir Steinar. Fjölskyldan beið herberginu í nokkurn tíma og hefur Steinar enga hugmynd um hversu lengi þau voru þar. Hann segist hafa verið svo stressaður að það virtist vera heil eilífð. „Ég ætlaði að brjóta gluggann með ryksugu en hún splundraðist á glerinu,“ segir Steinar sem tókst þó að lokum að brjóta fag á glugganum og kalla á hjálp slökkviliðsmannanna. Herbergið var að fyllast af reyk að sögn Stein- ars þegar slökkviliðsmennirnir komust. Hann segir að strákarnir hafi farið fyrst út með slökkvi- liðsmönnunum. Svo hafi hann og eiginkona hans, Anna Kristín Magnúsdótttir, klifrað niður af þriðju hæðinni. „Þetta er Iífsreynsla sem ég hefði alveg getað verið án,“ segir Steinar. Það sem bíður fjölskyld- unnar nú er að finna nýtt húsnæði því að sögn Steinars er íbúðin óíbúðarhæf. Fólki er bent á að hafa samband við Steinar viti það um hentugt húsnæði í Keflavík. Fjölskylda á f lótta upp á líf og dauða

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.