blaðið - 21.07.2006, Page 16

blaðið - 21.07.2006, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 2006 blaöiö veiði RflflHRHHHHraHr . t v? - -\ , j Að kasta flugu Að kasta flugu er ekki réttnefni. Maður kastar linu, en með linunni ferðast létt fluga, sem ella væri ekki nokkur leið að koma svo langt frá sér. veiöi@bladid.net www.flugur.is Fluguveiðar Að tefla skák við náttúruna StefánJónHafstein.borgarfulltrúi, er annálaður veiðimaður og rekur til dæmis vefinn Flugur.is sem er mjög vinsæll hjá veiðimönnum. Stefán Jón var ungur drengur þegar hann byrjaði að veiða með Jakobi Hafstein, föðurbróður sínum. „Jakob var mik- ill laxakall og hann smitaði mig af veiðibakteríunni. Ég fór sjálfur af stað fyrir alvöru þegar ég kom heim frá námi, í kringum 1990. Ég er því búinn að veiða sjálfur í tæp 20 ár og veiði bæði lax og silung en er mest í silungi. Silungaveiðin er ódýrari og ekki síður skemmtileg.“ Náttúran og veiðin blandast saman Stefán segir að fluguveiði sé mjög krefjandi íþrótt þar sem mikið þarf að hugsa og pæla. „Það má segja að þetta sé eins og að tefla skák við nátt- úruna. Maður þarf að setja sig inn í náttúruna, hvernig fiskarnir hegða sér og hvernig lífríkið er. Það getur verið dálitið snúið að setja sig inn í þetta. Það má segja að náttúran og veiðin blandist saman. I fyrstu snýst veiðin bara um að veiða sem mest, síðan snýst þetta um að veiða sem stærst og að endingu snýst þetta um að njóta þess að vera úti í náttúr- unni og kunna á hana,“ segir Stefán Jón og bætir við að Mývatnssveit á Urðarsvæðinu sé draumastaðurinn til veiða á. „Ég fer í Veiðivötn um helgina og mér finnst Uka gríðar- lega gaman þar.“ Borðar fiskinn sjálfur Annar stór hluti veiðimennsku Reynisvatn er mjög vinsælt hjá veiðimönnum enda nóg af fiski í vatninu og sjaldgæft að fólk fari tómhent heim. í vatninu er aðallega regnbogasilungur en einnig bleikja. Hægt er að leigja stangir og báta og er aðstaðan tilvalin fyrir starfsmannahópa sem og veislur af ýmsu tagi. Á staðnum er veitingasala, fjöldi griHa, innisalur og útipallar. 561 0752 og 693 7101 fyrir aðeins 5000 krónur! Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Veiðir lax og silung Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi„er mikill veiðimaður enda hefur hann veitt frá þvíhann var barn. „Ég veiði bæði iax og silung en er mest í silungi. Silungaveiðin er ódýrari og ekki síður skefþmtiieg." er að elda bráðina en Stefán Jón segist hafa mjög gaman af því að elda fiskinn sem hann hefur veitt. ,Mér finnst það stór hluti af þessu og þess vegna hef ég sérstaka mat- argerðardálka á Flugur.is. Ég borða bleikjuna, silunginn og laxinn.bæði hráan, eldaðan, grillaðan og soð- inn.“ Stefán Jón segir að það sé tvennt ólíkt að borða fisk sem hann veiðir sjálfur eða er keyptur í búð. ,Það er alveg ljóst að það gefur þér meiri ánægju að borða fisk sem þú veiðir sjálfur. Sumir kjósa að sleppa fiskunum lausum eftir að hafa veitt á og það er bara í verndarskyni. sumum stöðum, eins og í Elliða- ánum, er of lítið af laxi. Þá er spurn- ingin sú hvort eigi að banna að veiða laxinn eða leyfa veiðarnar en sleppa laxinum aftur. Þá fá menn skemmt- unina af því að veiða en þurfa ekki að hafa vonda samvisku yfir því að drepa laxa þar sem er of lítið af honum. Það skaðar ekki fiskinn að sleppa honum og rannsóknir sýna að lax sem er veiddur á flugu nær sér alveg eftir það. Ef maður kann að sleppa fiskinum þá er það ekkert vandmál.“ 600 þúsund greinar skoðaðar „Mér finnst skemmtilegast þegar ég næ erfiðum fiski, sama hve stór hann er,“ segir Stefán Jón þegar hann er inntur eftir því hvað sé skemmtilegast við veiðarnar. „Það er þegar ég næ að plata fisk sem er mjög erfitt að fá til að taka. Það gerðist til dæmis um daginn en þá var ég að veiða á silungasvæði fyrir norðan. Það var fiskur út um allt, við vorum tveir saman og við gátum ekki fengið hann til að taka neitt. Það var ekki fyrr en daginn eftir að mér tókst að ná fiskinum, þá fann ég réttu fluguna og það gefur mikla fullnægingu.“ Eins og áður kom fram rekur Stefán Jón vefinn Flugur.is en vefurinn hefur verið til í sex ár. Það er ókeypis að skoða greinar á vefnum en þar eru skráðir hátt í 12 þúsund not- endur. „Auk þess gef ég út vikulegt fréttabréf sem kemur í tölvupósti á hverjum föstudegi. Ég er með hátt í þúsund áskrifendur og þeim fjölgar stöðugt. Tölublöðin eru orðin 350 frá upphafi, á hverjum einasta föstudegi allan ársins hring. Frétta- blaðið kostaf '125 krónur á viku og það er náttúrlega ekki neitt, minna en kaffibolli. Það er búið að lesa yfir 600 þúsund greinar á vefnum frá því hann opnaði. Bara síðasta sól- arhringa voru rúmlega 200 greinar lesnar á vefnum,“ segir Stefán Jón að lokum. má sjá vikulegar aflatölur ur24Í£ |iri upplýsingar má finna á www er Nórðurá ” “1149 ■ Þverá og Kjarará 1014 Blanda, öll svæðin 565 B Elliðaárnar 441 Hólsá og Ytri Rangá 441 ■ Langá 435 Selá í Vopnafirði 413 Haffjarðará 405 Laxá í Kjós 338 Hofsá f Vopnafirði 293 Grímsá og Tunguá Miðfjarðará Flókadalsá (Borgarf) Víðldalsá Laxá í Aðaldal Eystri Rangá Laxá í Leirársveit Vatnsdalsá (laxasvæði) Straumfjarðará Laxá í Dölum Breiðdalsá Fnjóská Hrútafjarðará og Síká Svartá í Húnaþingi 190 170 168 160 152 136 114 110 70 67 38 28 'emington Skotveiðivörur fást í næstu sportvöruverslun. Innflutningur og dreifing: Veiöiland ehf.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.