blaðið


blaðið - 05.09.2006, Qupperneq 4

blaðið - 05.09.2006, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 blaðiA líkamsárásir um helgina Allnokkur erlll var hjá lögreglu um helgina en mikið var um ölvun og tíu líkamsárásir voru tilkynntar. Einnig datt maður niður af húsþaki og var töluvert slasaður Bætt umferðareftirlit Sturla Böðvarsson samgönguráðherra leggur áherslu á að hraðað verði upp- setningu hraðamyndavéla við þjóðvegi og umferðareftirlit lögreglu aukið. Hann vill að viðurlög við umferðarlagabrotum verði hert og að hugað verði sérstak- lega að umferðaröryggi á fjölförnum leiðum, svo sem á stofnbrautum út frá Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu. Húsgðgn Hitlers: Skrifborðið selt Eigandi starfsmannaleigu stefnir formanni Rafiðnaðarsambandsins: Vill tvær milljónir fyrir níð ■ Segir ummælin tilhæfulaus ■ Hann hafi ekki barið Pólverja ■ Bætur til Bubba ákvarði upphæðina á 80 milljónir Skrifborð og stóll sem voru í íbúð Adolfs Hitlers verða seld á næstunni fyrir um áttatíu milljónir króna. Að sögn bresks uppboðshaldara, Minas Katchadorian voru húsgögnin sem eru úr eik í íbúð foringjans i Múnchen á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar en komust í hendur bandarískra stjórnvalda eftir að bandamenn náðu borg- inni á sitt vald. Katchadorian segir að húsgögnin hafi komist f einkaeigu á áttunda áratugnum. Uppboðshaldarinn segir að áhugi kaupenda á húsgögnunum sé mikill en fyrir utan sagnfræði- lega skírskotun þykja þau falleg á látlausan hátt og eru vel smíðuð. Falleg - sterk - náttúruleg Suöurlandsbraut 10 Sími 533 5800 www.simnet.is/strond y§i STRÖND Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Mér þykir tími til kominn að kenna manninum hvað má segja um fólk og hvað ekki,“ segir Eiður Eiríkur Bald- vinsson sem rekur starfsmannaleig- una B2. Eiður hefur stefnt Guðmundi Gunnarssyni formanni Rafiðnaðar- sambands fslands fyrir meiðyrði í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ummælin sem hann lét falla birt- ust í sjónvarpsfréttum rfkissjón- varpsins og á Stöð tvö í október á síð- asta ári. Guðmundur sakaði Eið um að arðræna og svíkja pólska verka- menn sem voru á hans snærum. Líkti hann meintri meðferð Eiðs við mansal og einnig sakaði hann eiginkonu hans um að hafa hvatt yfirmenn til þess að lemja verka- mennina vegna þess að þeir væru vanir því. Eiður þvertók fyrir þessa meðferð og krefst hann ásamt konu sinni alls tveggja milljóna í skaðabætur. „Þetta eru tilhæfulausar ásakanir með öllu,“ segir Eiður sem ætlar að sækja málið af fullum þunga. Hann segir að enginn skuli tala svona um hann og konu hans. Samkvæmt Eiði mun engin niður- staða vera komin í mál hans þar sem hann var sakaður um illa meðferð á Pólverjunum. Hann segist enn starf- rækja starfsmannaleiguna en hún var með þeim fyrstu á íslandi. Aðspurður hvernig hann réttlæti svo háa upphæð fyrir meint meið- yrði Guðmundar segir hann að Bubbi hafi lagt línuna þegar honum voru dæmd tæp milljón króna r Líkti starfs- mannaleigu við mansala Guðmundur Gunnars- son formaöur Rafn- iðnaðarsambandsins fyrir meiðyrðamál síðastliðið vor. Einnig krefst Eiður að Guðmundur borgi átta hundrað þúsund krónur fyrir kostnað birtingar dóms í málinu. „Þetta var bara ljótt,“ segir Eiður um ummæli Guðmundar en aðal- meðferð málsins mun fara fram á næstu vikum. Ekki náðist í Guð- mund þráttfyrir ítrekaðar tilraunir. MJÓLKURVÖRUR I SÉRFLOKKI rn? FLOKKI Stjórn á blóðþrýstingi LH inniheldur náttúruleg lifvirk peptið sem geta hjálpað til við stjórn á blóðþrýstingi LH-drykkurinn er gerður úr undanrennu og er því fitulaus. Auk peptíðanna inniheldur hann í ríkum mæli kalk, kalium og magníum en rannsóknir benda til að þessi steinefni hafi einnig jákvæð áhrif á blóðþrýsting. BIRTIST í FRÉTTATÍMA STÖÐVAR 2, ÞANN 23. OKT. 2005 ■ „... að svona dólgar sem koma svona fram við fólk að þetta er í sjálfu sér ná- kvæmlega sama tóbakið og þeir sem eru að flytja konur frá Austurlöndum og börn og selja þau i kynlífsþrælkun.” ■ „Þarna eru dólgar að flytja inn bláfátækt verkafólk og notfæra sér eymd þess til þess að hagnast á því.” ■ „Þeir eru að stinga hluta af launum þessa fólks i eigin vasa.” ■ „Eiginkona þessa manns, sem er samlandi þessara manna, það er að segja pólsk kona, hún er að hóta því að ef þeir séu ekki þægir og góðir þessir menn þá verði þeir fluttir til Reykjavikur og settir i alls konar skitadjobb og þeir verði látnir borga 80 þúsund kall kostnað og fyrir 1 dollaraátimann." ■ „Og hún gengur á milli verkstjóranna austur á Kárahnjúkasvæði og segir að ef þeir eru ekki þægir og góðir þessir Pólverj- ar að þá skuli þeir bara ganga i skrokk á þeim.” UMMÆLI í FRÉTTATÍMA SJÓN- VARPSINS, ÞANN 23. OKT. 2005 ■ „Siðan eru okkur sýndir einhverjir launa- seðlar sem eru svo bara tóm della. Og síðan eru okkur sýndir ráðningarsamningar sem að þeir kannski hafa aldrei séð sjálfir, þannig að þetta er svona bara skipulögð glæpastarfsemi, það er ekki hægt að kalla þetta neitt annað”. ■ „Já, konan, pólska konan, sem er annar eigandi þessa fyrirtækis, hún fór og sagði við verkstjórann, einn af verkstjórunum þarna upp frá, aö ef að þeir væru með eitthvert múður þessir Pólverjar þá ætti bara að lemja þá, þeir væru vanir því úr sínu heimalandi”. ■ „Ja, við ætlum að fletta ofan af þessu fyrirtæki bara alfarið og viö erum að vinna í því núna". I Fasteignamarkaður: Verulegur samdráttur á höfuðborgarsvæðinu Velta á fasteignamarkaði á höfuð- borgarsvæðinu dróst saman um 34,9 prósent í ágústmánuði samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt Fasteignamats rík- isins. Alls nam heildarupphæð veltu 12 milljörðum í síðasta mánuði en var 18,5 milljarðar á sama tíma í fyrra. Þá fækkaði kaupsamningum um tæp- lega 50 prósent og fór heildarfjöldi úr 774 í ágúst í fyrra í 415 í ár. Hafa þeir ekki verið færri í ágústmánuði síðan talning hófst árið 2002. Sé ágúst borinn saman við júlí fækkar kaupsamningum um 15,3 prósent og velta dregst saman um 2,7 prósent. Mest voru viðskipti með eignir í fjölbýli eða 314 talsins. sérbýli og 39 með aðrar eignir en Þá voru 62 viðskipti með eignir í íbúðarhúsnæði. H E R E F 0 R p S T E 1 K H Ú S Laujuvegur V3b • 10! Rtrykjavík 5 11 3350 • www.herciord.is

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.