blaðið - 05.09.2006, Page 18

blaðið - 05.09.2006, Page 18
blaðiö = HKH Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Ritstjóri: Sigurjón M. Egilsson Fréttastjórar: Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Ritstjórnarfulltrúi: Janus Sigurjónsson Smjörklípur og vinargreiðar Kastljósþáttur sunnudagsins hlýtur að skipa sér í sérstöðu. Davíð Odds- son var gestur þáttarins og virtist yfirvegaður og friðsæll. Þrátt fyrir það skilur hann eftir svo margar spurningar að varla verður tölu á komið. Orð Davíðs um stöðu dómsvaldsins voru ótrúleg. Hann sagði dómstólana vera svo slaka að þeir ráði aðeins við gæsluvarðhaldsúrskurði og sjoppurán. Annað ekki. Ótrúleg orð manns sem hefur haft eins mikil völd og raun ber vitni. f stjórnartíð Davíðs dró sífellt úr valdi Alþingis, það varð afgreiðslu- stofnun fyrir framkvæmdavaldið, þannig að lengur er varla hægt að tala um þrískiptingu valdsins. Löggjafarvaldið hefur aldrei verið aumara, og sam- kvæmt fullyrðingum Davíðs er dómsvaldið gjörsamlega vanhæft til allra stærri mála. Kannski er ekki ástæða til að gera svo mikið úr því sem Davið segir. Alla- vega hirtu flestir ekkert um það þegar hann sagði Hrein Loftsson hafa ætlað að bera á sig fé. Þeir höfðu setið saman við drykkju og Hreinn segir Davíð hafa hótað innrás í Baug, og til að jafna leikinn bar Davíð á Hrein að hafa komið með mútuboð í umboði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Fáir trúðu Davíð. í Kastljósþættinum upplýsti hann að hann hafi stundað það sem hann kall- aði smjörklípuaðferðina. Þegar á hann var sótt átti hann til að kasta fram einhverju allt öðru og þannig rembdust andstæðingarnir við að verjast full- yrðingunum en gleymdu sókninni sem þeir voru í. Líklegt verður að telja að mútumálið hafi aldrei verið mál, bara smjörklípa. Án þess að þjóðin þekkti nokkuð til smjörklípuaðferðar Davíðs, tók hún samt aldrei mark á mútu- máli Davíðs, fannst þetta vera eins og óþægilega klípa, smjörklípa. Það er svo sem hægt að brosa af þessu. En það var annað sem Davíð sagði sem er ekki broslegt. Er frekar óþægilegt. Hann sagði Bandaríkjaforseta, vin sinn, hafa breytt ákvörðun ríkisstjórnar til að þóknast Davíð Oddssyni, vini sínum. Má það vera að þannig gerist hjá ráðamönnum? Að þeir láti stjórnast af vinskap við hina og þessa? Vissulega varð vinátta Davíðs og Bush til þess að herþoturnar voru lengur á Islandi, en til hvers? Hvað vannst með því? Frestur? Fyrst Bush er svona góður vinur Davíðs, er þá vináttan ekki gagn- kvæm? Má vera að það sé skýringin á því hvers vegna Davíð blandaði hinni friðsælu íslensku þjóð í hernaðaráðtök? Allavega nefndi Hannes Hólmsteinn Gissurarson eina af bókum sínum: Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis. Má það vera að Davíð hafi verið að endurgjalda Bush greiðann, eða var það öf- ugt? Það er sama hvort er, jafn ógeðfellt er hugarfarið. Davíð á fleiri vini en Bush. Kári Stefánsson kom í tvígang fram í þætt- inum sem sérlegur vinur Davíðs. Sami Kári og allt ætlaði vitlaust að gera vegna ríkisábyrgðar sem Davíð vildi að hann fengi, en Kári afþakkaði vegna andstöðunnar í samfélaginu og sami Kári og hafði það í gegn með aðstoð Davíðs að Alþingi samþykkti lög um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði. Sem aldrei varð úr og var kannski aldrei annað en umbúðir. En vin- áttan hélt, kannski er það aðalatriðið. Sigurjón M. Egilsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavík AÖalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: íslandspóstur 18 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 blaöiö l TBSTu EXK' oM Mu. ÍAU llO Á 'KauPRÉTTaR- SnlVU/iNGuM 05 Lúta Wí AUT óTRum LöGMaluM - 1 EN Vi-t H i M. J i oas M 03 M4 iv ták 'dv&w SídAaJto ^ xhp. oas-" Vinstrivalsinn Það er að færast aukið líf í stjórn- málin þessa dagana. Steingrímur J. Sigfússon hefur boðið sumum stelp- unum á ballinu upp í dans, en hún Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er nú siðprúðari en svo, að hún að hún þiggi þann vanga fyrirvaralaust og bauð honum í staðinn til kaffisam- sætis. Rifjast þá upp gömul orð eins og sófakommi og blúndubolsi, sem ég finn raunar hvorugt í orðabókinni hans Marðar. Og Guðjón A. Kristjáns- son vill ekki treysta á að dömufríið reynist honum fengsælt eitt og sér, svo hann hefur það látið spyrjast að hann sé nú vinstrisinnaðri en hann var hér í den á dansæfingum Sjálfstæðisflokksins. Á hinum vængnum fagnar Björn Ingi Hrafnsson hinu nýja hræðslu- bandalagi og telur það ávísun á aukið kjörfylgi Framsóknarmanna. Ég gæti reyndar sem best trúað því, að það sé rétt athugað hjá honum. Ég er nefnilega efins um að þorri kjósenda vilji halla sér svo langt til vinstri eins og þeir dansfélagarnir halda. Það má vel vera að ýmsir telji erindi stjórnar- samstarfs sjálfstæðismanna og fram- sóknar þorrið eða að margur kjósand- inn vilji af sanngirni gefa öðrum færi á að spreyta sig, en að þeir vilji að þjóðarskútunni sé snúið hart í bak er í besta falli misskilningur. Tveggja flokka stjórn Þetta sér hver maður sem les í ný- birta skoðanakönnun Fréttablaðsins um ríkisstjórnarsamstarf. Núver- andi ríkisstjórnarmynstur var þar engan veginn vinsælt, en því fer fjarri að aðrar samsetningar hafi verið vin- sælli. Meirihlutinn vildi halda sjálf- stæðismönnum í stjórn og svo voru margir, sem kusu að sjá Samfylkingu eða Vinstri hreyfinguna - grænt framboð þar líka. Sú niðurstaða kann að vera áhyggjuefni fyrir framsóknar- menn, að ekki sé minnst á frjálslynda, sem flestir virtust gleyma að væru til, en hún er engin ávísun á þjóðarvilja til vinstri. Þvert á móti virðist það Andrés Magnússon felast í niðurstöðum könnunarinnar, að menn hafi trú á því að hér verði mynduð miðjustjórn með því að annar hvor vinstri flokkanna vegi salt við hægrisinnuð sjónarmið Sjálf- stæðisflokksins. Og þjóðin veit mæta- vel, að til þess að hér ríki styrk stjórn þarf hún að vera mynduð af tveimur flokkum, en ekki þremur eða þaðan af fleiri. Reynslan af þeim er einfald- lega ömurleg. En varla til vinstri Skoðanakannanir benda til þess að eftir vægi flokkanna eftir næstu þingkosningar megi mynda ýmsa tveggja flokka meirihluta. En það er afar ólíklegt að það lukkist án að- komu Sjálfstæðisflokksins. Að því leytinu er Geir H. Haarde lukkunnar pamfíll og getur valið úr miklum kvennafans á ballinu. Spurningin er þá auðvitað hver dansfélaganna er álitlegastur. Hræringar og samdráttur samfylk- ingarmanna og vinstrigrænna benda eindregið til þess að í hönd fari feg- urðarsamkeppni þeirra á millum, þar sem flokkarnir metast um það hvor sé betri vinstriflokkur og líklegur til árangurs. En mun það gera þeim auð- veldara fyrir ef til stjórnarmyndunar- viðræðna kemur við Sjálfstæðisflokk- inn? Hugsanlega skapar það þeim stöðu til eftirgjafar, en það getur allt eins orðið til þess að sjálfstæðismenn kjósi enn á ný að skipta verkum í rík- isstjórn með framsóknarmönnum. En er þessi dans, sem nú er stiginn, þá hrein glópska? Nei, svo sannar- lega ekki, því hér hefur dansherrann Steingrímur J. Sigfússon stjórnað ferðinni af stakri list. Leikurinn er til þess eins gerður að svæla svör út úr Samfylkingunni, því einu gildir hvort svar Ingibjargar Sólrúnar er já eða nei, hún tapar á þeim báðum, því allt þetta snýst um lausafylgi á vinstrivængnum, sem í seinni tíð hefur mjög leitað frá Samfylkingu til vinstrigrænna. Sem vitaskuld er ástæðan fyrir hinum ótrúlega loðnu svörum hennar og kaffiboðum. Vandinn er sá að hún græðir ekki á þeim heldur. Höfundur er blaðamaður. Klippt & skorið Stefán Ólafsson prófessor fetaði i fótspor nafna síns, píslarvottsins sem grýttur var, og sagði á NFS að reynt hefði verið að þagga niður í gagnrýni hans á skatta. Mátti helst skilja að það hefðu verið vondir stjórn- arliðar. Páll Skúlason, fyrr- verandi rektor og mikill pælari, upplýsti svo að það hefðu verið þrír starfsmenn skólans sem það gerðu, og sagði oft hafa komið fram gagnrýni á málflutning starfsmanna háskól- ans. Það væri hins vegar af og frá að stjórnvöld hefðu nokkru sinni beitt háskólann þrýstingi. Innan háskólans afgreiða sumirfjölmiðlabrellu Stefáns sem tilraun til að koma sér í fjölmiðla í tæka tíð fyrir prófkjör Samfylkingarinnar en Stefán er talinn ganga með óvanalega stóran þingmann í maganum. Stefán mun annars von- ast til að komast á þing í skjóli stuðnings Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, en kollegarnir telja að áður en hann leggi í ferðalagið ætti hann kannski að gera félagsfræðilega rannsókn á örlögum fyrri skjólstæðinga hennar í pólitík. Breytingarnar á Morgunblaðinu um fyrri helgi fóru ekki framhjá mörgum les- endum blaðsins og sýndistsitt hverjum um þær. Tryggir lesendur áttuðu sig þó ekki á því hversu djúpstæðar og veigamiklar breyt- ingarnar voru fyrr en nú í sunnudagsblaðinu. Þá birtist - öllum að óvörum - aðsend grein eftir Elías Davíðsson, sem einn manna hefur verið í banni á Morgunblaðinu um áratugaskeið. Elías, sem gengur næst Helga Hóseassyni í tilkalli sínu til titilsins Mótmæl- andi Islands, skrifaði þar um árásirnar á Bandaríkin 11. sept- ember, en hann telur alls ósannað að þar hafi íslamskir fasistar verið á ferðinni og telur að bandarísk stjórnvöld sjálf kunni að hafa staðið þarað baki. Erfitt var fyrir sjónvarpsáhorfendur að gera upp hug sinn á sunnudagskvöld. Á Stöð 2 raktl Jóhannes Jónsson f Bónus raunir sínar og harma, en í Ríkissjónvarp- inu sat Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, þar sem Eva María Jónsdóttír spurði hann spjörunum úr. Jói vann þó trúlegast keppnina um óvæntustu yfirlýsinguna, þegar hann sagði fyrirhugað að gera kvikmynd um Baugsmálið. Sjálfsagt var hann að grínast þegar hann taldi að best færi á því að hann léki sjálfan sig, en hitt var rétt að tæpast kemur annar til greina í hlutverk Davíðs en Örn Arnason Klippari stingur upp á að Flosi Ólafsson leiki Jóhannes, Guðmundur Ingi Þorvaldsson leiki Jón Ásgeir son hans, en Vilborg Halldórsdóttir er tilvalin í hlutverk Jónínu Benediktsdóttur... nema auðvitað hún leiki sjálfa sig. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.