blaðið - 05.09.2006, Side 19

blaðið - 05.09.2006, Side 19
blaöið ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 19 Kveikjari ABor búðir Alvöru leiðari um nútíma þrælahald Davíð A. Stefánsson skrifar Ég vil þakka kærlega fyrir frá- bæran leiðara Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur í Blaðinu þann 2. september síðastliðinn. Það var mjög hressandi að lesa leiðara sem ræðst beint að kjarna málsins og gerir það án þess að vefja hann í mjúkar refjar eins og tíðkast í leið- urum dagblaðanna (svona almennt séð). Blaðið, sem hingað til héfur hvorki vakið áhuga minn né virð- ingu, lyftist upp um allmörg stig við lesturinn og gefur mér von um að þarna sé dagblað að fæðast sem gæti haft eitthvað markvert að segja. í leiðaranum er fjallað um að- búnað erlendra verkamanna á ís- landi og hvernig vinnuveitendum þeirra finnst meira en sjálfsagt að stjórna frítíma þeirra, t.d. með út- göngubanni og banni gegn áfeng- isneyslu. Vitnað er í Svein Ingvar Hilmarsson, framkvæmdastjóra HB innflutninga: „Ég tók þá ákvörðun að vera ekki að bjóða mönnum upp á gáma til að búa í.“ Auðvitað er málið einmitt jafn ein- falt og leiðarahöfundur heldur fram: meðferð á erlendum verkamönnum er í grunninn ekkert annað en nú- tímaþrælahald. Sama hvernig á það er litið. Og stjórnvöld virðast lítið geta gert - þau eru a.m.k. ekki að gera mikið. Það eru grundvallarrétt- indi í samfélagi á við okkar að mann- eskjan ræður algerlega sínum eigin frítíma. Og að fela sig á bakvið rök- semdaröddina sem segir „það sem við erum að bjóða þeim er miklu betra en þeir eru vanir“ er hreinn og klár viðbjóður sem felur í sér af- stætt siðferði. Ef við stærum okkur af frjálsu og siðmenntuðu samfélagi þýðir það einfaldlega að ALLIR sem taka þátt í samfélaginu eigi að njóta sömu réttinda - sama hvaða rétti eða órétti þeir eru vanir í heimalöndum sínum. Og frítíminn í vestrænu samfélagi hefur jú hingað til verið ansi heilagur tími: „Þessir menn eru komnir hingað til að vinna og við þurfum að hafa skýrar reglur varðandi félagslíf þeirra.“ Segir Sveinn framkvæmdastjóri, og þætti mér gaman að heyra hann útskýra þennan siðferðisvinkil fyrir börn- unum sínum. Og jafn gaman þætti mér að sjá hann ráða sig í vinnu hjá yfirmanni sem ætlaði að skipta sér af félagslífi hans og frítíma. Þetta heitir einfaldlega að græða á eymd annarra og skorti fólks á raun- verulegum valkostum; að fela sig á bakvið lífsval hvers einstaklings - verkamaðurinn sem er geymdur í gamla LA Café og má ekki drekka áfengi eftir miðnætti velur þetta vissulega, alveg eins og konur velja á einhvern hátt að gerast fatafellur eða vændiskonur, hafandi engra annara kosta völ. Nákvæmlega sama prinsipp býr að baki því að ungir, bandarískir menn með vídeómynda- vélar bjóða tveimur rónum að græða nokkra dollara gegn því að slást við hvorn annan - allt saman tekið upp á teip, sett á netið og hlegið dátt að. „Bum Fight“ er sannkallað raunveru- leikasjónvarp ogþar kristallast raun- verulega rotin siðferðiskenndin í samfélagi þar sem kapítalismi og einstaklingshyggja tröllríður öllu. Sama prinsipp: einfaldur kapítal- ismi og frjálst val einstaklingsins - rónanum er boðið að velja að gang- ast inn á einfaldan samninginn, sem hljóðar upp á tíu dollara gegn þvi að slást við annan róna. Mannleg reisn er engin, hvorki fyrir framan né aftan myndavélina. Ég geng með hundraðþúsundkall niður á Austurvöll einn af þessum sólskins sumardögum og býð róna af handahófi alla summuna ef hann brýtUr tíu bjórflöskur á hausnum á sér. Hann gerir það. Ég firri mig auðvitað allri ábyrgð á málinu - „ég gerði ekki neitt, það var róninn sem valdi og sagði já takk. Auk þess var ég að bjóða honum eitthvað miklu betra en hann er-vanur...“ Og að lokum: „Ég er þó ekki að lemja hana eins og pabbi hennar gerði“ segir eiginmaðurinn sem beitir eiginkonu sína andlegu of- beldi og fjölbreytilegum kúgunarað- ferðum sem skilja ekki eftir sig mar- bletti. „Nú, ef hún vill þetta ekki, þá getur hún alltaf valið að fara.. Höfundur er Ijóðskáld og bókmenntafrœðingur. meo hle&slu- rafhlöftu 2690,- 1900,- Led vinnuljós 7900,- 497- 199 Toppasett Skjár í bíla Aöetm Bildshöföa Grilláhöld ABarbúðir Afior búoir AlJar búoir .ftM-.æ 6390; 299,- 290 Þráölaus heymat. ASeim Bílckhöföa 17900,- Rúöuvökvi 2,51. Ailar bú&ir 299 Bílskúrsopnari ASeins Bikkhöföa Bílasápa 1,01. Aöar búSir Flísvetttingar AUarbúSir naust ^Bildshöfó^^ Reykjavík 535 9000 Akureyri - Egilsstöðum • Hafnarfirði • Höfn • Keflavík • Kópavogi • Reykjavík • Selfossi

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.