blaðið - 05.09.2006, Page 20

blaðið - 05.09.2006, Page 20
2 0 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 blaöiö Kvíðinn við kaffibandalagið Kvíahljóð haustsins titraði úr strengjum Morgunblaðsins þegar ég las það árla - einsog gamalt hross- hár hefði fest í gaddavírnum. Stak- steinar voru allir lagðir undir árás á Ingibjörgu Sólrúnu og gervallt Reykjavíkurbréfið var samfelld at- laga að Steingrími J. Sigfússyni. Er ekki augljóst hvað veldur þess- ari taugaveiklun? Það er einkum tvennt. Hið fyrra er skoðanakönnun Gallup í vikulok. Hún boðar ríkis- stjórninni ekki gott. Könnunin sýnir að stjórnarandstaðan hefur nú jafn- mikið fylgi samanlagt og stjórnar- flokkarnir. En allir, sem fylgst hafa með könnunum og stjórnmálum vita af reynslu, að Gallup mælir Sjálf- stæðisflokkinn yfirleitt 3-4 % stærri en raunverulegt fylgi. Framsókn er sömuleiðis í verulegum vanda. Flokkurinn nær sér ekki á strik eftir flokksþing - sem flokksmenn sögðu þó að hefði verið vel heppnað. Það hlýtur að vera Framsókn mikið áhyggjuefni. Reglan er sú að jafnvel Hvað hefur. Moggi á móti kaffiboðum? Össur Skarphcðinsson flokkar í vanda fara upp í kjölfar flokksþinga. Undir nýjum formanni hefur Framsókn nú tapað tíunda parti af fylgi sínu - farið úr ríflega 10% í 9%. Könnunin bregður því upp bliki feigðar fyrir ríkisstjórnina. Síðara atriðið er kaffiboð Ingi- bjargar Sólrúnar í kjölfar yfirlýs- ingar Steingríms Jóhanns um að VG sé reiðubúið að kanna samstöðu stjórnarandstöðunnar og jafnvel taka þátt í myndun ríkisstjórnar hennar í lok kosninga. Slík könnun er ekki óeðlileg í stöðunni og er í samræmi við ræðu formanns Samfylkingarinnar á síðasta fundi flokksstjórnar fyrr í sumar. Upp úr skyldu boði formanns Alþýðuflokks- ins þegar Ólafur Ragnar Grímsson fékk lifur hjá Bryndísi á Vestur- götunni urðu miklir pólitískir at- burðir - og ritstjóri Morgunblaðsins er örugglega ekki búinn að gleyma lifrarbandalaginu. Kvíði Morgunblaðsins og Sjálf- stæðisflokksins er því á rökum reistur. Það eru einfaldlega minnk- andi líkur á að núverandi ríkisstjórn haldi meirihluta. Strategía ritstjór- ans um að Sjálfstæðisflokkurinn noti Framsókn sem áframhaldandi hækju til að halda völdum I sam- félaginu er ekki að ganga upp. I röðum íhaldsins utan Mogga er líka vaxandi vantrú á að Framsókn verði stjórntæk eftir kosningar. Ætli VG sér að verða annað en til- fallandi bóla í kringum andstöðu við stóriðju á flokkurinn enga pól- itíska möguleika á að mynda rík- isstjórn með Sjálfstæðisflokknum þrátt fyrir samleið í Evrópumálum - nema ljóst væri að rlkisstjórn með flokkum stjórnarandstöðunnar sé úr myndinni. Ræða Steingríms á flokksráðsfundinum og kaffiboð Ingibjargar gætu því lokað á mögu- leika Sjálfstæðisflokksins til að verða í ríkisstjórn ef könnun Gallup speglar þau úrslit sem verða í þing- kosningunum í vor. Það er kanski helsta ástæðan fyrir kvíðakastinu sem lak af Reykjavíkurbréfi og Stak- steinum morgunsins. Innan Samfylkingarinnar er að finna bæði fólk sem finnst freistandi að starfa með Sjálfstæðisflokknum, en líka marga sem vilja skapa val- kost við núverandi ríkisstjórn. Mitt mat er, að þeim fjölgi í grasrót flokks- ins sem vilja síðari kostinn. Þar í bland eru furðu margir, sem Morg- unblaðið hefur flokkað sem “hægri krata.” Ritstjórinn ætti til dæmis að lyfta síma og heyra í gömlum vini og bekkjarbróður, fyrrverandi for- manni Alþýðuflokksins. Sjálfstæðisflokknum urðu á tak- tísk mistök í sumar sem leiddu í reynd til kaflaskila hjá mörgum Samfylkingarmönnum - líka “hægri krötum”. Geir H. Haarde gaf þá skýr skilaboð til þjóðarinnar um hvert hann stefndi þegar hann gaf bersýni- lega út þá dagskipan að böndin við Framsókn skyldu treyst með því að mynda meirihluta með flokknum hvarvetna sem því yrði við komið í kjölfar sveitarstjórnarkosninga í vor. Það voru að minnsta kosti skýr skilaboð til Samfylkingarinnar - ekki síst til “hægri krata” sem búa við það erfðaupplag að Framsókn er eitur í þeirra beinum. Það sameinar raunar þá og VG-ara með merki- legum hætti. Þessi skilaboð voru ítrekuð, og margundirstrikuð, þegar Halldór Ásgrímsson gafst upp fyrr í sumar, og Geir lét örflokknum eftir átaka- laust eitt ráðherrasæti til viðbótar í ríkisstjórninni. Þá varð öllum ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn gengur ekki óbundinn til kosninga, heldur ætlar sér hvað sem það kostar að halda áfram að stjórna með Fram- sókn. Þorgerður Katrín, sem er bless- unarlega laus við að setja hlutina fram á flókinn hátt, sagði þetta nán- ast formálalaust í viðtali á tröppum Valhallar í kjölfar fundarins þar sem Sigríði Önnu Þórðardóttur var fórnað fyrir Framsókn. Staðreyndin er einfaldlega sú, að landsmenn eru orðnir dauðþreyttir á ríkisstjórninni - og telja það nánast hneisu fyrir lýðræðið að örflokkur í fjörbrotum skuli fara með helming ríkisvaldsins. Það er einfaldlega af- bökun á lýðræðinu - sem Sjálfstæð- isflokkurinn ber ábyrgð á. Samhliða hefur það gerst, að stjórnmálamenn sem áður voru talsmenn jaðarsjón- armiða túlka nú viðhorf sem renna í meginstraumi samfélagsins. Morg- unblaðið, með athyglisverðu daðri við Steingrím Jóhann og Ögmund, hefur I bland við virðuleika vaxandi aldurs sett þá á pall þeirra stjórn- málamanna sem þjóðin sér ekkert at- hugavert við að stýri vandasömum málaflokkum. Ríkisstjórn, sem í sitja Ingibjörg Sólrún, Steingrímur og Guðjón Arnar, vekur í dag miklu fremur traust en þann ótta sem Morgun- blaðið er reyna að vekja upp með hræðsluáróðri sínum í dag. Blaðið verður að átta sig á að gærdagurinn er liðinn. Það dugar ekki að bregða upp mynd afverðbólgu eða efnahags- óáran þegar meira að segja Davíð Oddsson skammar ríkisstjórnina fyrir óstjórn á þessum sviðum. For- maður Framsóknarflokksins tekur í sama streng þegar hann fellir sjálfur þann dóm yfir efnahagsstjórnun Sjálfstæðisflokksins að það þurfi 5- 6 ár til að ná stöðugleikanum aftur. Það dugar ekki heldur að bregða upp grýlu andstöðu við ameríska herinn. Herinn er farinn - undir forystu Sjálfstæðisflokksins - og þjóðinni er alveg sama. Sjálfstæðisflokkurinn og Morgun- blaðið hafa knúið stjórnarandstöð- una til að skoða rækilega fleti á nán- ara samstarfi með því að lýsa í reynd yfir að samstjórn með Framsóknar- flokki - sem öll þjóðin vill losna við úr ríkisstjórn - sé sá valkostur sem þjóðinni er af þeirra hálfu boðið upp á. Það er þeirra réttur - og þeirraval. Við þær aðstæður er ekkert óeðli- legt þó stjórnarandstaðan samræmi göngulag sitt. Eru skýrir valkostir ekki eftirsóknarverðir að mati Morgunblaðsins? Höfundur er 1. þingmaður Samfylk- ingarinnar í Reykjavík norður. ■ ■ SMÁAUGLÝSINGAR < blaðiðs SMAAUQLYSINGAR@BLADID.NET

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.