blaðið - 05.09.2006, Síða 33

blaðið - 05.09.2006, Síða 33
blaöiö ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 41 Owen hlakkar til hnéaðgeröar Michael Owen, framherji Newcastle, sagði á vefsíðu Newcastle að hann hlakkaði til hnéaðgerðar sem framkvæmd verður á morgun. „Ég hlakka til vegna þess að þessi aðgerð er eina von min um að ná bata,” sagði Owen, en hann meiddist á hné og var borinn af velli i 2-2 leik Englendinga og Þjóðverja á HM i sumar. Eftir aðgerðina tekur við margra mánaða endurhæfing og telja læknar Owens það óliklegt að hann verði klár fyrir lok timabils. Skeytin inn Stjórnarformaður Port- smouth, Peter Storrie, vísar á bug gagnrýni um að félagið hafi elcki staðið , við loforð um leik- mannakaup fyrir nýhafið tímabil. Fjölmiðlar greindu frá því í sumar að nýr eigandi liðsins, Sa- cha Gayda- mak, hefði sprautað 30 millj- ónum punda inn í ldúbbinn til leikmannakaupa. I reynd hefur Portsmouth þó aðeins varið 5 milljónum punda til kaupa á nýjum leikmönnum. Peter Storrie útskýrði fyrir breskum fjölmiðlum að liðið hefði fengið marga leikmenn fyrir lítið og aðrir hefðu verið með lausa samn- inga. Þótt kaupverðið hafi eldci verið hátt segir Storrie að koma leikmanna eins og Sol Campbell, David James, Glen Johnson og Andy Cole útheimti stóraukin údát í launakostnað. Rio Ferdinand er óðum að jafna sig á támeiðslum sem vörnuðu honum að taka þátt í sigri Englands yfir Andorra, en Steve McLaren landsliðsþjálfari gerir ráð fyrir Ferdinand í liði Englands sem mætir Makedóníu á morgun. McLaren ætti því að geta stillt upp sínu sterkasta liði því á meiðslalista fyrir leikinn gegn Makedóníu eru aðeins þeir Chris Kirkland sem er meiddur í baki og Luke Young sem er tognaður á öklda, en hvorugur þeirra hefur verið í byrjunarliði Englands. Fyrrverandi landsUðsmenn Englendinga, Alan Hansen og Chris Waddle, hafa viðrað þá skoðun sína opinberlega að leikir gegn smáþjóð- um eins og Andorra og Liechten- stein séu algjör tímasóun, bæði fyrir leikmenn og áhorfend- ur, og leggja til að lakari lið spili í einhvers konar undankeppni áður en þau mæta stærri þjóðum, líkt og gert er í meistaradeildinni. Svetoslav Todorov, sem er í miklum metum hjá áhangendum Portsmouth hefur verið lánaður til Wigan fram í desember. Harry Redknapp, stjóri Portsmouth, sagði við fjölmiðla að Todorov hafi viljað fara en Todorov sagðist ekkert kannast við það og kvaðst kunna vel við sig hjá Portsmouth og það tæki sig sárt að þurfa að yfirgefa félagið. Undankeppni Evópukeppninnar Frakkar og Italir mætast aftur Eftir 3-0 sigur gegn Georgíu- mönnumhefurlið Raymonds Dom- enech náð tveggja stiga forskoti á ítali sem gerðu aðeins jafntefli við Litháa í fyrsta leik í undankeppni fyrir EM 2008. Liðin tvö mætast nú aftur á miðvikudag í París og ef Frakkar vinna þann leik eru þeir komnir 5 stigum á undan heims- meisturum ítala. Thierry Henry sagði að þessi mögulega fimm stiga forysta væri það sem hvetti liðið áfram en bætti þó við að þetta væri ekki hnefa- leikakeppni þar sem beltið væri undir. „Ef við vinnum þýðir það hvorki meira né minna en að við höfum tryggt okkur 3 mikilvæg stig á leiðinni að Evrópumeistara- titlinum 2008.” Fabio Cannavaro sagðist við fjöl- miðla handviss um að þeir gætu unnið Frakka í París, jafnvel þótt þeir væru ekki í sínu besta formi. Cannavaro sagði Fralcka ekki hafa nokkurra harma að hefna. „Á Evrópumótinu 2000 spiluðum við betur en Frakkar í úrslitaleiknum en töpuðum. í Berlín í sumar spil- uðu Frakkar betur en við unnum. ítalir fagna heimsmeistaratitlinum en Frakkar sitja eftir með sárt ennið Ná Frakkar fimm stiga forystu í riðlinum eða vinna Italir sigur i París? aldri Vegna aukinna umsvifa í blaðadreifingu óskar Morgunblaðið eftir að ráða fólk á öllum aldri í blaðburð víða á höfuðborgarsvæðinu sem fyrst. Blaðberi hjá Morgunblaðinu fær að meðaltali 30.915 kr. á mánuði fyrir klukkustundar langan hressandi göngutúr.* Til viðbótar kemur þungaálag og greiðslur fyrir aldreifingar tvisvar í viku. Vinsamlegast hafið samband í síma 569 1440 eða sendið tölvupóst á netfangið bladberi@mbl.is. *Miðað við að 65 eintökum af Morgunbiaðinu sé dreift i 30 skipti.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.