blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 36

blaðið - 05.09.2006, Blaðsíða 36
44 ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 2006 blaöið J BJO UNITED 93 KL 3:30-5:45- MAURAHREUIRINN isl tol YOU, ME ANO DUPREE KL 5:45- YOU, ME AND DUPREE VIP KL LADÝ IN THE WATER KL 5 CHILDREN & IT PIRATES OF THE CARIBBEAN 2 KL 6: PIRATES OF THE CARIBBEAN 2 ViP OVER THE HEDGE ísl tol BÍLAR ftáÉfl KRINGLUNNI -«■ .aflf-iáagl MAURAHRELLIRINN ísL tol KL. 6 LEYFÐ THE ANT BULLY iskt tol KL 6-8-10 LEYFÐ 'LADY IN THE WATER KL 6-8:10-10:30 B.1.12 MIAMIVICE KL 10:40 BJ. 16 PIRATES OF THE CARIBBEAN 2 KL8 B.1.12 •SÝNDAR í STAFRÆNNl ÚTGÁFU. MYND OG HUÓD You,MeandDupree O ! Wdson ! Kae Hudson, CMon ! s! KEFLAVÍK YOU, ME AND DUPREE LITTLE MAN KL 6 LEYFD KL8-10 LEYFÐ MAURAHRELLIRINN ísL tol UNITED 93 PIRATES OF THE CARIBBEAN 2 LADYIN THE WATER KL. 6 LEYFÐ KL 8-10:20 B.l. 14 KL 6 B.1.12 KL 9 B.1.12 PIRATES OF THE CARIBBEAN 2 MAURAHRELLIRINN isL tol KVIKMYNDAHÁTlÐ BJOLFSKVIÐA AN INCONVENIENT TRUTH THE LIBERTINE A COCK AND BULL WHERE THE TRUTH UES DOWN IN THE VALLEY KL 10:15 B.1.12 KL 6 LEYFD KL.8 B.1.14 KL 5:40 LEYFÐ KL 8 B.1.12 KL 10:30 BJ.16 KL 5:45-8-10:15 BJ. 16 KL 5:45-8-10:15 B.1.16 ICELAND FILM FESTIVAL 2006 SmHRH^}BlÓ UTTLEMAN kl.4.6,8og 10 GARRELD 2 M. ENSKU TAU kl. 4,6 og 8 GRETTIR 2 M. ÍSLENSXU TAU W.4og6 TAKK FYRIR AÐ REYKJA kl. 5.50,8og10.10Bl7 TAKK FTRIR AÐ REYKJAIIIIXUS kl. 5.50,8 og 10.10 MIAMIVICE kl.8og 10.40 B116ÁRA ÁSTRÍKUR OGVlKINGARNIR kl. 4 ÍSLEMSKT TAL THE SENTINEL kl. 10.20 BJ. 14 ARA REGHBOGÍnn TAKK FYRIR AÐ REYKJA W. 5.50,8og 10.10B17ÁRA KVlKMYNDAHÁTfÐ FACTOTUM Sýnd W. 6 LEONARD COHEN: I M YOUR MAN SýndW.6 BOOK OF REVELATION SýndW. 6B116ÁRA ENRON Sýnd W. 8 VOLVER Sýnd W. 8B112ÁRA WINTER PASSING Sýnd W.8B.I.16ÁRA THE WIND THAT SHAKES THE BARLEY SýndW. 10 DAVE CHAPELLE S BLOCK PARTY Sýnd W. 10.10 B112 ÁRA STRAN DVASKEREN SýndW. 10B116ÁRA UNÍTED93B.L14ÁRA W. 5.45,8 og 10.15 YOU.MEAND DUPREE W. 8og10.15 GRE7TIR2 kL6 ÍSLBtSKTTAL SNAKES ON A PLANE W. 8 og 10.15 B.1.16ÁRA ÁSTRÍKUR OG VÍKINGARNIR W 6 ÍSLENSKT TAL iHiirii'trritiA LfTTLE MAN kl. 8 og 10 YOU, ME AND DUPREE kf. 8 og 10.10 GRETTIR 2 ld. 6 ÍSLEIISKTTAL GARFIELD II kl. 6 SKTTAL lifid@bladid.net Mætir í bikiní Kirstie Alley, sem nýlega missti þrjátíu og fimm kíló með þvf að fara í megrun að hætti Jenny Craig, ætlar að mæta i þáttinn til Opruh Winfrey í nóvember, iklædd engu öðru en bikiníi. Það verður spennandi að sjá árangurinn, en Kirsty var að eigin sögn orðin mjög niðurdregin vegna aukakílóanna. Söngur um lífið Kaffi Hljómalind var iðandi af lífi þegar blaðamann bar að garði og fann þar fyrir tónskáldið Patti Smith og gítarleikarann og fyrrverandi tónlistarskríbentinn Lenny Kayne. Þau ætla að halda fyrir okkur tón- leika annað kvöld ásamt dóttur Patti sem spilar á píanó. Þetta verða engir venjulegir Patti Smith-rokktónleikar, heldur verður höfuðáherslan lögð á nánd við áhorfendur og samspil á milli áhorfenda og hennar. Það var sérstakt að horfa í augun á þessari merkilegu konu, dýpt sem ekki er hægt að lýsa, og þegar hún talaði um það sem henni var hugleikið fylltist hún lífi og talaði með öllum líkam- anum, rétt eins og á tónleikum. En hvað rak hana til íslands eftir að hafa heiðrað okkur með tónleikum fyrir rétt um ári síðan? Draumur um hest og hús við hafið Patti: Ég er búin að hlakka til að koma hingað alveg síðan ég var hér síðast. Fór á hestbak og reið um fal- legu náttúruna ykkar og langaði hvergi annars staðar að vera á þeirri stundu. Ég er að leita mér að húsnæði við hafið, það væri frábært að finna slíkt og eins og einn hest með því. Lenny: Það er svo frábært að vera hérna, það er eins og maður sé nú þegar hluti af samfélaginu. Birgitta: Af hverju “spoken word” hljómorðatónleika á Islandi? Patti: Mig langaði að halda aðra tónleika hér og til að vera ekki að end- urtaka mig ákvað ég að gera eitthvað sem ég hef reyndar gert úti um allan heim á sérvöldum stöðum og er mér afar kært tónleikaform. Birgitta: Hvernig tónleikum meg- um við eiga von á? Patti: Við Lenny höfum unnið saman síðan 1971 en þá héldum við okkar fyrstu tónleika saman í St. Marks-kirkjunni í New York. Hann var fyrsti gítarleikarinn til að spila á rafmagnsgítar í kirkju og er kannski ekki sá vinsælasti af kirkj- unnar mönnum. En það var þá sem ég hóf tilraunir með “spoken word” hljómorð og hef alla tíð síðan hald- ið tónleika af þessu tagi, þar sem ég legg áherslu á orðin og órafmagnaða tónleika. Ég tala líka oft við fólkið úti í sal og býð því að tjá sig og spyrja spurninga. Birgitta: Það er magnað þegar ljóð og tónlist renna saman á þenn- an hátt, eins konar alkemía, þriðja listformið sem skapast. Patti: Já, það er satt. Á rokktón- leikum snýst það meira um orkuna frá orðunum, oft ekki hægt að heyra orð af því sem maður er að syngja, en það skiptir ekki máli, því orkan kemur því til skila. En tónleikarnir í kvöld verða engu síður rokkaðir á sinn hátt. Birgitta: Þú hefur sterkar skoð- anir á umhverfinu í kringum þig og hefur ekki dregið dul á andúð þína á stríðsrekstri og aðförinni að náttúr- unni víðsvegar um heim, meðal ann- ars hér. Er einhver sérstök ástæða fyrir því, ertu róttæklingur í hjarta þínu? Enginn róttæklingur Patti: Ég myndi frekar líta á mig sem venjulega manneskju með heil- brigða skynsemi. Ég er enginn sér- fræðingur í pólitík eða sérhæfð á sviði umhverfismála, ég hlusta bara á mína innri rödd. Ég átti spjall við Dal- ai Lama fyrir tveimur árum og spurði hann hvað skipti mestu máli að vinna að á alheimsvísu og vera meðvitaður um fyrir framtíðina. Hann sagði að það væri náttúran og umhverfismál- in sem brýnast væri að huga að. Mér fannst það magnað, hefði kannski átt von á að hann nefndi Tíbet eða hin andlegu mál. Og hann hefur rétt fyrir sér, ef við förum ekki að hugsa okkar gang í sambandi við umhverfi okkar þá er allt mannkynið í hættu. Það er hin raunverulega vá mannkynsins, ekki hryðjuverk eða stríð, þó stríð séu aldrei af hinu góða. Vandamálin sem við stöndum frammi fyrir eru miklu alvarlegri núna en áður vegna þess að það afl sem stjórnar heimin- um eru stórfyrirtækin. Þau hafa enga samvisku og eru siðblind. Það verður áhugavert að sjá hvað muni gerast í umhverfismálum hérlendis vegna þess að það eru svo fá landsvæði eft- ir í heiminum sem eru óspillt eins og náttúran hér. Birgitta: Ertu trúuð? Patti: Ég tilheyri engu trúfélagi, ég var alin upp í Biblíutrú en hef lagt mig fram við að kynna mér kenn- ingar sem flestra trúarbragða, búdd- isma, íslam og gyðingdóminn, og það er margt fallegt að finna þar. Ég hef samt kosið að finna mína trú innra með mér, og finnst ég oft í bestu and- legu tengslunum þegar ég er úti í nátt- úrunni. Birgitta: Þú dróst þig í hlé frá tón- listinni um langa hríð, af hverju? Patti: Ég flutti með manninum mínum til Detroit og bjó þar í rúm- lega 15 ár. Þar hlúði ég að fjölskyld- unni, börnunum og ljóðagyðjunni. En þegar maðurinn minn dó skyndi- lega flutti ég til New York til að fram- fleyta mér og krökkunum og fór þá aftur að fást við tónlist. Ég held að það sé mikilvægt að hlúa að þessu mannlega og taka ekki þátt í þessari neysluhyggju sem hefur snúið fólki frá heilbrigðri skynsemi. Ég er fyrst og fremst manneskja og sem mann- eskja hef ég fengið minn skerf af hamingjuríkum stundum og harm- leikjum rétt eins og allir aðrir. Sorgin knýr dyra hjá öllum einhvern tíma á lífsleiðinni. Það er mikilvægt að fá svigrúm til að tjá sig um slíka hluti en ekki síður að fá að tjá sig um gleð- ina. Eitt er víst að í kvöld mun eiga sér stað einstakur atburður í Háskólabíó þar sem Patti Smith mun væntan- lega tjá sig um það sem skiptir hana máli. Lífið sjálft með öllum sínum blæbrigðum. birgitta@bladid.net Témstundahúsið • Nethyl 2 • S. 587 0600 • www.tomstundahusid Mannakorn er ekki dauð enn I kvöld munu félagarnir í hljóm- sveitinni Mannakorn leika og syngja á Stóra sviði Borgarleik- hússins kl. 20:00 og 22:00. Tilefn- ið er útkoma nýs geisladisks sem ber hinn skemmtilega titil Ekki dauðir enn. Upptökur á geisladisknum fóru fram í Salnum Kópavogi en þar fengu þeir Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson til liðs við sig fjögurra manna strengjasveit og fleiri góða tónlistarmenn, til dæm- is Gunnlaug Briem á trommur og Ásgeir Óskarsson á slagverk. Sérstakur gestur á tónleikunum í kvöld verður hin unga og efni- lega söngkona Hrund Ósk Árna- dóttir sem sigraði í söngvakeppni framhaldsskólanna í fyrra. Vonast er til að þessir valinkunnu tónlist- armenn muni sanna það og sýna í kvöld að enn brennur heitt tónlist- arblóð í æðum þeirra.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.