blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 1
LÍFIÐ » síða 36 199. tölublað 2. árgangur miðvikudagur 6. september 2006 FRJÁLST, ÓHÁÐ & ÓKCVPIS! IJAÐARSPORT Sennilega erfiðasta maraþon sem við höfum haldið segir formaður Kayak- klúbbsins um Hvammsvíkurkeppnina I SfÐA 34 ■ FÓLK Guðmundur Steingrímsson kynnist nýjum hliðum á borginni þegar hann flakkar um á hjóli | SÍÐA 26 Leikur að knettinum íslenska landsliðið æfði síðdegis í gær á Laugardalsvelli fyrir landsleikinn gegn Dönum. Eiður Smári Guðjohnsen leikur sér hér að boltanum. Hann jafnaði i siöasta leik landsliðsins gegn Norður-lrum markamet Ríkharðs Jónssonar. Standa vonir til að hann bæti metið í dag. Síðasti leikur landsliðsins gegn Dönum tapaðist með sex mörkum gegn engu. Fjölskyldufaðir segist hafa orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni: Fjölskylda flúði rafstrauma ■ Landsvirkjun hótaði eignaupptöku ■ Smánarbætur boðnar ■ Engin hjálp frá sveitarfélaginu Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Ef ég ber saman sölu jarða og eigna allt í kring, jarða sem voru í eðlilegri fjarlaegð frá rafmagns- línunum, þá er ljóst að tap mitt hleypur á tugum milljóna.Eggerði athugasemdirstraxþegarþetta var kynnt, löngu áður en til framkvæmda kom,” segir Sigurður Arnarsson grunnskólakennari. Miklar rafmagnslínur liggja í Skriðdal sem flytja eiga rafmagn frá virkjunum til álversins á Reyðarfirði. Sigurður stóð í ströngu eftir að í ljós kom að línustæðin voru alltof nærri íbúðar- húsnæði hans í dalnum svo að hætta skapast af hávaða og rafsegulmengun. „Þeir hreinlega völtuðu yfir okkur. Jörðin hríð- lækkaði í verði eftir að línurnar voru lagðar. Eftir að mér var hótað eignarnámi leitaði ég til sveitarfélagsins og óskaði eftir því að ekki yrði veitt framkvæmdaleyfi nema húsið yrði bætt að fullu. Ég fékk enga aðstoð þar heldur veittu þeir framkvæmdaleyfið,” segir Sigurður. Þrátt fyrir ítrekaðar athugasemdir Sigurðar voru rafmagnslínurnar ekki færðar til og því reistar við hlið húseignarinnar. „Þeir sögðu að ekki væri hægt að hnika til línu- stæðinu því slíkt þyrfti að fara í gegnum nýtt um- hverfismat. í næsta dal, Hallsteinsdal, lá línan of nærri snjóflóðasvæði og þar voru línurnar færðar um nokkur hundruð metra án þess að framkvæma þyrfti nýtt mat. í staðinn var þetta kallað minni háttar breyting á deiliskipulagi og þá var þetta allt í lagi,” segir Sigurður. Aðspurður segir Sigurður að á endanum hafi hann gefist upp og ekki nennt að standa í þras- inu við Landsvirkjun. „Landsvirkjun bauð mér smánarbætur fyrir landið og ég harðneitaði þeim. Þess í stað hót- uðu þeir að taka landið eignarnámi og þá fengi ég ekkert,” segir Sigurður. „Þetta væri svipað því að ég myndi banka upp á hjá einhverjum, segj- ast borga viðkomandi smáræði fyrir húsið og síðan skyldi viðkomandi gjöra svo vel og hypja sig burt.” Sjá efnnfg síðu 8 ÍÞRÓTTI » síða 34 Erfiður leikur Morten Olsen býst við ert- iðum leik í kvöld þegar Danir mæta Islendingum á Laug- ardalsvelli. Hann telur þetta þann leiksem Islendingar vilja helst vinna. VEÐUR » sída 2 I Bjartviðri Hægviðri og bjartvirði um vestanvert landið. Austantil verður dálítil væta en styttir upp og léttir til síðdegis. Hiti 8 til 15 stig. HÚSBYGGJANDINN Sérblað um húsbyggíngar fylgir Blaðinu í dag » siður 17-24 Kokteill úr maurum Sérkennilegasti veitinga- staðurinn sem Anna Margrét Björnsdóttir hefur komið á var í frumskógi í Ástralíu og bauð upp á kokt- eil úr grænum, krömdum maurum og krókó- dílasteik. FRÉTTIR » Síða 14 Skýrir kostir til að kjósa Þingkosningar í Svíþjóð fara fram sunnudaginn 17. september, þar sem tveir skýrir kostir standa til boða fyrir sænska kjósendur. Fyrir tveimur árum ákváðu fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna að mynda kosningabandalag og hafa komið saman sem ein heild í kosningabar- áttunni. Flokkarnir ætla sér að mynda stjórn undir forsæti Fredriks Reinfeldt, formanns Hægri flokksins, fái þeir til þess nægan stuðning. Hinn kosturinn er áframhaldandi samstarf vinstriflokk- anna og græningja.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.