blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 21

blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 21
blaöió MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006 29 neytendur neytendur@bladid.net Allt að 18 þúsund Ef bifreiöar- eigendur með ábyrgöartrygg- ingu lenda í tjóni gætu þeir þurft að greiða iðgjaldsauka að upphæð allt að 18 þúsund krónum. Ábyrgðartrygging bifreiða Iðgjaldsauki eftir tjón Alþýðusamband íslands kannaði verð á ábyrgðartryggingu bifreiða og birti samanburðinn í lok ágúst. Kannað var verð hjá sex tryggingafé- lögum og í ljós kom að fjögur þeirra eru með svokallaðan iðgjaldsauka ef tjón er umfram 50.000 krónur. Ið- gjaldsaukinn, sem er 15.000 krónur hjá Elísabetu og Tryggingamiðstöð- inni en 18.000 hjá Sjóvá-Almennum og Sjóvá-Strax, er greiddur fljótlega eftir tjón. Henný Hinz, verkefnastjóri hjá Al- þýðusambandi íslands, segir að sér finnist ástæða til að vekja athygli á ið- gjaldsaukanum. „Ég er ekki viss um að fólk viti af því að þegar það lendir í tjóni þá á eftir að greiða þetta gjald. Ég hugsa að flestir telji sig vera búna að borga ábyrgðartrýgginguna þeg- ar þeir hafa greitt iðgjöld fyrir árið. Bónuskerfin voru allsráðandi fyrir nokkru og fólk þekkir þau betur.“ Óhappagjald Jón Páll Leifsson, rekstrarstjóri Elísabetar, segir að munurinn á því að vera með iðgjaldsauka eða bón- uskerfi sé sá að með iðgjaldsaukan- um sé bíleigandinn rukkaður strax. „Þetta er útfærsla á gamla bónuskerf- inu þannig að hækkunin kemur fyrr. Fólki finnst það sanngjarnara og það er móttækilegra að borga þeg- ar það er nýbúið að lenda í tjóninu. Þetta er því bara spurning um hve- nær þú borgar en hjá Elíabetu köll- um við iðgjaldsaukann óhappagjald. Hjá Elísabetu geturðu valið þér ann- að hvort 50 þúsund eða 15 þúsund króna óhappagjald." Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár-Almennra, segir að áður hafi það verið þannig að bónu- sinn lækkaði ef fólk lenti í tjóni en það kerfi var lagt niður hjá Sjóvá og í þess stað tekinn upp iðgjaldsauki. „Notendum er að sjálfsögðu gerð full grein fyrir iðgjaldsaukanum þegar tryggingin er keypt.“ Óraunhæfur samanburður Henný segir að í könnuninni hafi ekki verið borið saman bónuskerfi og iðgjaldsauki því það lágu ekki fyr- ir nákvæmar upplýsingar um hversu mikið bónus skertist. Samkvæmt Þór var tilkynnt um 22.000 tjón til félagsins á síðasta ári. „Það er gríð- arlega mikið en við borguðum sem nemur 90% af öllum iðgjöldum okk- ar á síðasta ári til baka í formi tjóna- greiðslna. Níu af hverjum tíu krón- um sem við fáum í tekjur fara því til baka í tjónagreiðslur. Meðaltjónið i bifreiðatryggingum er um 300 þús- und krónur,“ segir Þór og bætir við að samanburðurinn sem gerður var i könnun ASÍ sé algjörlega óraunhæf- ur. „Hjá Sjóvá-Almennum erum við með fasta afslætti af tryggingum ef viðkomandi er með fleiri tryggingar hjá okkur. Auk þess sendum við öll- um tjónlausum viðskiptavinum okk- ar endurgreiðslu í formi ávísunar á hverju ári. Hvorki Elísabet né Vörð- ur eru með slíka þjónustu. Það má því sjá að þegar grannt er skoðað er munurinn á milli félaganna mjög lítill.“ Frekari niðurstöður saman- burðar ASÍ á bifreiðatryggingum má finna á heimasíðu sambandsins, www.asi.is. svanhvit@bladid.net Farsimar Leyndarmálin afhjúpuð Það getur verið varasamt að geyma viðkvæmar upplýsingar í farsímum þar sem auð- velt er að nálgast þær, jafnvel þó þeim hafi verið eytt. Fyrirtækið Trust Digital keypti tíu farsíma á eBay til að prófa nýtt öryggiskerfi fyrir viðskiptasíma. Sérfræðingum innan fyrirtækisins tókst að sækja upplýsingar sem hafði verið eytt á nán- ast öllum slmunum og upplýsingarnar fylltu 27 þúsund blaðsíður. Meðal upplýsinga sem sérfræðingar Trust Digital fundu var SMS-skilaboð á milli hjákonu og ástmanns, bankareikningar og lyk- ilorð, samningsatriði á milli lítils tæknifyrir- tækis í Sílikondalnum og annars stærra, áætl- anir fyrirtækis um að ná stórum samningi ríkisins og margt fleira. Á síðunni www.wire- lessreqfding.com eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig megi eyða minni síma á öruggan hátt. lkort °9 nA. x i-stoövar 5 BAÐHÚSIÐ BETRUNARHÚSID ÞREKHÚSH) AFLHÚSIÐ SPORTHÚSIÐ - Stígðu skrefið fræðslci, aðhald, eftirfylgni. < < Herþjálfuk ctgi, samvinnct, árangur. E; h Stæltar stelpur lifsstíll, aðhald, árangur. u tá gott adhald, fræðslu og ná tökum á vigtinni. Námskeið fyrir þær sem vilja taka ábyrgð á eigin lífi og nc árangri. Meðgöngujóga upplifun, mýkt, sveigjanleik óga á meögöngu stuölar að betri eðvitund og tengingu við líkamann hugarástand og tilfinningar. úr mætingu, samvinnu Töffarar í takt einfalt, töff, skemmtilegt. íiMiiuKj uu purium ivui imiuiimu, \ falt, fjölbreytt og árangursríkt n- Námskeið ætlað konum eftir barns- burð. Með virkri hreyfingu, fræðslu o góðum félagsskap viljum við því____ ettri vellíðan móður og bams. ÁFRÓ litríkt, taktur, frelsi ;i þig að sieppa fram af þér beislinu, dansa við bongótrommuslátt kynnast öðrum menningarheimi, þá sr Afró eitthvað fyrir þig! íls mætmc og tækjasal vandað fræðsluefni fyrirlestrar mataræði - fræðsla - eftirfylgni ástandsmælingar gott aðhald matardagbækur »Verðlaun fyrir besta árangur Morgunhópar Síðdegishópar Kvöldhópar UPPLYSINGAR; www.isf.is, undir námskeí SKRÁNING; s: 561-5100 og simi@isf.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.