blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006
blaAiö
INNLENT
ÞJÓFNAÐUR
Tölvum stolið
Tilkynnt var um stuld á tölvu
úr heimahúsi í Vesturbænum
í Reykjavík um helgina.
Annarri tölvu var stolið úr
geymslu í borginni.
BÖRN
Kvenmannsnærbuxum stolið
Sérkennilegur þjófnaður átti sér stað í
Reykjavík um helgina en þá var kvenmanns-
nærbuxum stolið úr sameiginlegu þvotta-
húsi í fjölbýli. Þetta mun ekki vera í fyrsta
sinn sem slíkt kemur uþþ í húsinu.
r*
ÖLVUNARAKSTUR
Fullur unglingur á bíl
Fimmtán ára unglingur var tekinn undir stýri á rúntinum á bíl móður
sinnar um helgina. Við nánari eftirgrennslan kom í Ijós að pilturinn
var einnig ölvaður sem hjálpaði ekki til. Níu manns voru teknir í
Reykjavík um helgina grunaðir um ölvunarakstur og tveir fyrir að
aka undir áhrifum lyfja. Þeir lentu báðir í umferðaróhöppum.
Afganistan:
Drápu sextíu
talibana
Hátt í sextíu talibanar féllií í
stórskotaliðs- og loftárásum her-
manna NATO í suðurhluta Afan-
istans í gær að sögn talsmanns
NATO i landinu.
Fjórir dagar eru liðnir frá því
að NATO hóf umsvifamiklar
hernaðaraðgerðir í Panjwayi- og
Kandahar-héruðum í landinu.
Unglingsstúlkur:
Ógnuðu
lögreglunni
mbl.is Tólf og þrettán ára
stúlkur létu ófriðlega í fjölbýl-
ishúsi í borginni. Á leiðinni á
lögrelustöð hótuðu þær lögreglu-
mönnum öllu illu og viðhöfðu
svívirðingar.
Nú líka með ALOE VERA
Falleg - sterk - náttúruleg
Vströito
Suöurtandsbraut 10
Sfmí 533 5800
www^imnet-K/strond
Fíkniefnainnflutningur:
íslendingar oftast
teknir í Leifsstöð
■ Algengt að efnin séu í nærbuxum viðkomandi
■ Flestir íslendingar, Danir eða Frakkar
Eftir Val Grettisson og Atla Isleifsson
valur@bladid.net/atlii@bladid.net
Mikið magn fíkniefna
hefur verið flutt til
landsins það sem af
er ári, bæði með Nor-
rænu og um Keflavík-
urflugvöll. Um fjöru-
tíu tilfelli hafa komið
upp á Keflavíkur-
flugvelli, en sam-
kvæmt tölum
frá Tollgæsl- í
unni á Kefla-
víkurflúgvelli
eru Islendingar
rétt rúmlega helmingur þeirra
sem flytja fíkniefnin til landsins.
Þeir sem hafa reynt að smygla efnum
til landsins hafa verið af ýmsum
þjóðernum, en að íslendingum frá-
töldum hafa Danir, Frakkar og Lit-
háar oftast komið við sögu.
Á Keflavíkurflugvelli hafa karlar
reynt að smygla efnunum inn í rúm-
lega 75 prósent tilfella, en í 25 prósent
tilfella hafa það verið konur. Flestir
koma með flugvélum frá Kaup-
mannahöfn, Amsterdam og París. í
helmingi tilfella hafa efnin verið á
viðkomandi svo sem í vasa, skóm eða
í nærbuxum, í fjórðungi tilfella í far-
angri, en í fimmtungi tilfella hefur
efnunum verið smyglað innvortis.
„Örvandi fíkniefnaneysla hefur
stóraukist,“ segir Þórarinn Tyr-
fingsson, yfirlæknir á Vogi, en inn-
flutningur á kókaini og amfetamíni
hefur stóraukist á þessu ári miðað
við það magn sem tollgæslan á
Keflavíkurflugvelli og Seyðisfirði
hafa lagthald á. Samkvæmt Þórarni
hefur starfsfólk Vogs fundið fyrir
því að árið hefur verið óvenjuerfitt.
Hann tekur þó fram að engar tölur
séu komnar sem styðji þá tilfinn-
ingu. Hann segir að breytingar á
neyslumynstri fíkla hafi ekki breyst
mikið, né þeir hópar sem sækja sér
aðstoð. Stærsti hópurinn er á milli
tvítugs og þrítugs og er það í raun
gríðarlegt vandamál að mati Þórar-
ins. „Þetta er þverskurður af þjóðfé-
laginu sem sækir sér aðstoð.“
FÍKNIEFNI
STÆRSTU MÁLIN:
■ 3. april Þrír Islendingar voru hnepptir í
gæsluvaröhald fyrir að smygla fimmtán kíló-
um af amfetamíni og tíu kílóum af hassi.
Mennirnir eru grunaöir um aö hafa falið efn-
in í BMW-bifreið sem kom frá Belgíu. Þeir
voru handteknir þegar þeir vitjuöu efnanna
á fslandi. Öllum mönnunum var sleppt úr
gæsluvarðhaldi í síöustu viku.
■ 26. febrúar Lithái var handtekinn
meö tvær grunsamlegar vínflöskur. Við
efnagreiningu kemur í Ijós aö um amfetam-
ínbasa er aö ræöa. Fullunnið er efniö 17
kiló og því mesta magnið sem reynt hefur
verið að smygla í gegnum Leifsstöð á árinu.
Hann var dæmdur i tveggja og hálfs árs
fangelsi.
■ 4. febrúar Þriðja stærsta málið á árinu
hingað til. Lithái reyndi að smygla inn
amfetamínbasa sem gat numið 13 kílóum
fullunninn. Einnig var Lithái búsettur á is-
landi handtekinn vegna málsins. Þeir voru
dæmdir í tveggja og hálfs árs fangeisi.
■ 6. júlí Aftur var Lithái handtekinn
þegar hann reyndi að smygla 12 kílóum af
amfetamíni með Norrænu í sumar. Tveir
menn voru hnepptir í gæsluvarðhald og
bíða þeir dóms.
■ 31. ágúst f lok síðasta mánaðar var
Lithái handtekinn þegar hann ætlaði að
smygla 10 kílóum af amfetamíni með Nor-
rænu. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi og er
málið í rannsókn.
■ 3. febrúar fslendingur var tekinn í Leifs-
stöð með fjögur kíló af amfetamini. Efnin
voru falin í fölskum botni á tösku hans.
Hann var hnepptur í gæsluvarðhald en ekki
liggur fyrir hvort búið sé að dæma hann.
■ 8. mars (slendingur er handtekinn þeg-
ar hann kemur með Norrænu frá Danmörku
með 4 kíló af hassi og eitt kíló af amfetam-
íni. Hann var hnepptur í gæsluvarðhald og
var svo dæmdur í átta mánaða fangelsi.
■ 7. mars Pólverji tekinn með 3 kíló
af hassi og 50 grömm af kókaíni. Hann
var hnepptur í gæsluvarðhald. Málið er í
rannsókn og mun hafa verið reynt að finna
tengsl mannsins við íbúa hér á landi.
■ 9. ágúst Islensk kona var handtekin í
Leifsstöð þegar hún freistaöist til þess að
smygla tveimur kílóum af kókaini inn í land-
ið. Hún faldi efnið í farangri sínum og hefur
hún verið hneppt í gæsluvarðhald.
■ 26. mars Islendingur var tekinn í Leifs-
stöð með tæplega 700 grömm af kókaíni
sem hann faldi í tölvuturnl. Maður var
hnepptur í gæsluvarðhald.
MEÐLAGSGREIÐENDUR
Meðlagsgreiðendur, vinsam-
legast gerið skil hið fyrsta og
forðist vexti og kostnað
INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFELAGA
lagmúla 9 • 108 Reykjovík • 530372 0229 •
Bonki: 0111-26-504700 S: 590-7100 • fox: 590
70229 • www.medlag.is
fax: 590-7101
Reyndasti þingmaður snýr sér að öðru:
Halldór hættir á Alþingi
Halldór Ásgrfmsson, fýrrverandi
forsætisráðherra og 7. þingmaður
Reykjavíkurkjördæmis norður, afsal-
aði sér þingmennsku með bréfi til
forseta Alþingis í gær.
„Með bréfi þessu afsala ég mér þing-
mennsku frá og með deginum í dag
að telja. Síðan ég var fýrst kjörinn á
Alþingi sumarið 1974 hef ég átt gott
samstarf við íjölda fólks á vettvangi
þingsins. Ég kveð Alþingi því með
söknuði en er jafnframt afar þakk-
látur öllu því fólki sem ég hef haft
tækifæri til að kynnast og starfa með.
Ég færi núverandi alþingismönnum
og starfsfólki Alþingis sérstakar
þakkir fyrir gott og ánægjulegt sam-
starf,“ segir í bréfi Halldórs.
Sæti Halldórs Ásgrimssonar á Al-
þingi tekur Sæunn Stefánsdóttir, ný-
kjörinn ritari Framsóknarflokksins.
Hafldór afhendir Sólveigu Péturs-
dóttur, forseta þingsins, bréfiö
Halldór var með mesta þingreysnlu.