blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006 blaöiö ÞEIR SÖGÐU LEYNIVOPNIÐ HOLY B. Svo öskraði maður bara eitthvað þess á milli á liðið: „Eru ekki allir í stuði? Ójejeje." Tók bara Helga Bjömssonar-pakkann á þetta.“ MAGNI Asgeirsson súngvari upplýsir morgunblaðið um hvaða rAð HANN TALDI BEST TIL ÞESS AÐ HEILLA AHORFENDUR ROCK STAR: SUPERNOVA. NEWTON í NÝJUM BÚNINGI Það er gaman að hoppa, » en getur verið vontað lenda. ANDRI SNÆR MAGNASON VARAÐI VIÐ AFLEIÐINGUM STÓRIÐJUVÆÐINGAR A BYGGÐAÞINGI A HALLORMSSTAÐ. íí '2006 % Svíar ganga að kjörborðinu 17. september: Göran Persson Tiu ára forsætisráðherratið kann brátt að vera á enda Mjótt á munum ■ Sterk staða jafnaðarmanna og stöðugleiki hafa einkennt sænsk stjórnmál ■ Njósnahneyksli hefur áhrif á kosningabaráttuna Þingkosningar í Svíþjóð fara ffam sunnudaginn 17. september, þar sem tveir skýrir kostir standa til boða fyrir sænska kjósendur. Fyrir tveimur árum ákváðu fulltrúar stjórnarand- stöðuflokkanna að mynda kosn- ingabandalag og hafa komið saman sem ein heild í kosningabaráttunni. Flokkarnir hafa lýst því yfir að þeir ætli sér að mynda ríkisstjórn undir forsæti Fredriks Reinfeldt, formanns Hægri flokksins, fái þeir til þess nægan stuðning. Hinn kosturinn er áframhaldandi samstarf vinstri- flokkanna og græningja undir for- ystu Jafnaðarmannaflokksins. Skoðanakannanir sem birst hafa undanfarna daga benda til þess að mjög mjótt verði á mununum, en bandalagi borgaralegu flokkanna hefur verið að fatast flugið að und- anförnu ef eitthvað er. Tvennt hefur einkennt sænsk stjórnmál frá millistríðsárunum, sterk staða jafnaðarmanna og mik- ill stöðugleiki flokkakerfisins. Frá árinu 1932 hefur Jafnaðarmanna- flokkurinn setið í ríkisstjórn, einn eða með stuðningi annarra flokka, í 65 ár af þeim 74 sem liðin eru. Þá hefur alla tíð reynst erfitt fyrir aðra flokka að komast inn á þing þar sem að til þess að ná mönnum inn á þing þarf minnst fjögurra prósenta fylgi á landsvísu. Þegar Græningja- flokkurinn náði mönnum inn á þing árið 1988, voru 70 ár liðin síðan nýr flokkur náði mönnum inn í Riks- dagen, þjóðþing Svía. Kosningamál í stefnuskrám blokkanna tveggja er mikil áhersla lögð á velferðar- Atli ísleifsson skrifar um kosninga- baráttuna i Sviþjóð. Fréttaljós atlii@bladid.net mál, skatta- og atvinnumál. Borg- aralegu flokkarnir hafa boðað að tekjuskattur lækki og fasteigna- og hátekjuskattar verði afnumdir, en jafnaðarmenn hafa boðað að matar- skattur lækki. Þá hefur atvinnuleysi í landinu mikið verið til umræðu en það mælist nú um sex prósent. 349 þingmenn eiga sæti á þjóð- þingi Svía og er kjörtímabilið fjögur ár. Sitjandi ríkisstjórn Svíþjóðar er minnihlutastjórn Jafnaðarmanna- flokksins, með stuðningi Vinstri flokksins og Græningjaflokksins. Allir ráðherrar koma hins vegar úr Kosningar Könnun 2002 seot. 2006 röðum jafnaðarmanna. Þeir hafa nú leitt ríkisstjórn samfleytt frá ár- inu 1994, eða frá því að hægri stjórn Carls Bildt beið ósigur í kosningum. Göran Persson tók við forsætisráð- herraembættinu árið 1996, eftir að Ingvar Carlsson hafði gegnt starfinu frá kosningunum. Kannanir hafa þó að undanförnu sýnt að Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherraefni borg- aralegu flokkanna, njóti meiri stuðn- ings meðal almennings en Persson. SOCIALDE- MOKRATERNA (Jafnaðarm.flokk.) Formaður: Göran Persson Þingmenn: 144 Kocnlngar Kðnnun 2002 sept. 2006 FOLKPARTIET (Þjóðarflokkurinn) Formaður: Lars Leijonborg Þingmenn: 48 13,4% 9,3% Kosningar Könnun 2002 sept. 2006 Leijongate Kosningabaráttan í Svíþjóð harðn- aði um helgina þegar í ljós kom að 24 ára starfsmaður úr röðum Þjóð- arflokksins játaði að hafa brotist inn á lokuð svæði á innri vef Jafnað- armannaflokksins. Nú berast upp- lýsingar um að frambjóðandi sem skipar efsta sæti á lista Þjóðarflokks- ins í Vármlandi, Nina Larsson, teng- ist málinu beint. Larsson neitar þó öllum ásökunum. Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, tjáði sig f fyrsta sinn um hneykslið í gær, þar sem hann sagði að sér byði við njósnunum. Hann sagði að hann óttist að innbrotið á vef jafnaðarmanna eigi eftir að hafa áhrif á úrslit þingkosninganna. Lars Leijonborg, formaður Þjóðarflokks- ins, hefur nú sagt að hann geti ekki útilokað að hinar stolnu upplýsingar hafi verið notaðar af einhverjum af forystumönnum flokksins. STJÓRNMÁLAFLOKKAR Á SÆNSKA ÞINGINU Tveir skýrir kostir standa til boða fyrir sænska kjósendur þegar þeir ganga að kjörborðinu þann 17. september. Annar kosturinn er borgaralegu flokkarnir sem ákváðu fyrir tveimur árum aö mynda bandalag og hafa komið fram sem ein heild í kosningabaráttunni. Þeir ætla sér að mynda saman ríkisstjórn með Fredrik Reinfeldt í forsæti, fái þeir til þess nægan stuðning. Hinn kosturinn er áframhaldandi vinstri stjórn undir forystu Jafnaðarmannaflokksins. o VÁNSTERPARTIET (Vmstri flokkurinn) Formaður: Lars Ohly Þingmenn: 28 Kosningar Könnun 2002 sept. 2006 MILJÖPAR- TIET DE GRÖNA (Græningjaflokk.) Talsmenn: Maria Wetterstrand og Peter Eriksson Þingmenn: 17 4,6% 5,2% Kosningar Könnun 2002 sept. 2006 CENTERPARTIET (Miðflokkurinn) Formaður: Maud Olofsson Þingmenn: 22 Kosningar Könnun 2002 sopt. 2006 KRISTDEMO- KRATERNA (Krist. demókrat.) Formaður: Göran Hágglund Þingmenn: 33 Kosningar Könnun 2002 sept. 2006

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.