blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006
blaóiö
UTAN ÚR HEIMI
ÍRAN
Solana og Larijani funda
Samkvæmt AFP-fréttastofunni mun Javier Sol-
ana, utanríkismálastjóri ESB, funda með Ali
Larijani, aðalsamningamanni (rana í deilunni
um kjarnorkuáætlun írana í Vín í dag. Upphaf-
lega átti fundurinn að fara fram í Berlín.
Afríkubandalagið fer
Afríkubandalagið hefur staðfest að friðar-
gæsluliðar á vegum þess verða kallaðir
frá Darfúr-héraði í Súdan í lok þessa mán-
aðar. Afríkubandalagið óskaði þess að
Sameinuðu þjóðirnar tækju við friðargæsl-
unni. Öryggisráðið samþykkti á dögunum
að senda 15 þúsund manna friðargæslu-
lið til landsins en stjórnvöld í Súdan hafa
neitað að hleypa því inn í landið. Óttast
er að skálmöld þrjótist út í héraðinu í
fjarveru erlendra friðargæsluliða.
Viðrar vel til geimferða
Atlantis verður að öllum líkindum skotið á
loft í dag. Að sögn veðurfræðinga viðrar
vel til geimferða frá Flórída-skaga í vikunni.
Geimskotið hefur tafist vegna veðurs og
frestast fram í október komi eitthvað upp á.
Samskip:
Seldi hálft
skipafélag
Samskip hefur náð samkomu-
lagi við norska skipafélagið
Tschudi Shipping Company
AS um kaup norska félagsins
á helmingshlut Samskipa í
eistneska skipafélaginu Teco
Linces AS.
Teco hefur verið í sameigin-
legri eigu Samskipa og Tschudi
síðastliðin þrjú ár en samkvæmt
tilkynningu frá félögunum var
talið hagkvæmara að það yrði
framvegis undir stjórn eins eig-
anda. Kaupverð er trúnaðarmál.
Indland:
Óttast frekari
hryðjuverk
Manmohan Singh, forsætis-
ráðherra Indlands, sagði í gær
að yfirvöld leyniþjónustu og
öryggismála teldu að hrina
hryðjuverkaárása kunni að vera
yfirvofandi í landinu.
Forsætisráðherrann sagði að
skotmörkin kynnu að beinast
að helgidómum, efnahagslega
mikilvægum stöðum og jafnvel
kjarnorkuverum. Forsætisráð-
herrann varaði ennfremur við
árásum sjálfsmorðssprengju-
manna í landinu.
Viðvaranir forsætisráðherr-
ans koma tæpum tveim mán-
uðum eftir að um 180 manns
féllu í hryðjuverkaárásum í
Mumbai.
Fjárhagslegt tjón íbúa í Skriðdal vegna framkvæmda Landsvirkjunar
■ M M m : M,m mm w
ignaupptöku ■ Smánarbætur boðnar ■
Rafmagnslínur í Skriödal Línustæðin voru reist of
nærri ibúðarhúsnæði með tilliti til hávaða- og rafseg-
ulmengunar. Siguröur segir Landsvirkjun hafa veitt
umhverfisráðuneytinu rangar upplýsingar og þáver-
andi umhverfisráðherra veitti heimild til eignarnáms.
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Ef ég ber saman sölu jarða og eigna
allt í kring, jarða sem voru í eðlilegri
fjarlægð frá rafmagnslínunum, þá
er ljóst að tap mitt hleypur á tugum
milljóna. Ég gerði athugasemdir strax
þegar þetta var kynnt, löngu áður en
til framkvæmdakom,” segir Sigurður
Arnarsson grunnskólakennari.
Miklar rafmagnslínur liggja
niður í Skriðdal sem flytja eiga raf-
magn frá virkjunum til álversins á
Reyðarfirði. Sigurður stóð í ströngu
eftir að í ljós kom að línustæðin
voru alltof nærri íbúðarhúsnæði
hans í dalnum svo að hætta skapast
af hávaða og rafsegulmengun.
„Framkvæmdaaðilar hreinlega
völtuðu yfir okkur. Ekkert tillit var
tekið til athugasemda minna. Jörðin
hríðlækkaði í verði eftir að línurnar
voru lagðar. Eftir að mér var hótað
eignarnámi leitaði ég til sveitarfé-
lagsins og óskaði eftir því að ekki
yrði veitt framkvæmdaleyfi nema
húsið yrði bætt að fullu. Ég fékk
enga aðstoð þar heldur veittu þeir
framkvæmdaleyfið,” segir Sigurður.
Landsvirkjun sendi
rangar upplýsingar
Sigurður sendi fyrstu athuga-
semdir sínar til Landsvirkjunar og
þaðan voru þær sendar til umhverf-
Ljóst að tap
mitt hleypur
á tugum
milljóna.
r Sigurflur Arnarsson
grunnskólakennari
isráðuneytisins. Hann bendir á að
erfitt hafi verið fyrir ráðuneytið
að bregðast við því upplýsingar frá
Landsvirkjun hefðu verið rangar.
„Umhverfisráðuneytið gerði ekk-
ert í málinu. Það er hins vegar ekk-
ert skrítið þar sem Landsvirkjum
gaf þeim kolrangar upplýsingar. I
skýrslum frá þeim til ráðuneytisins
kom fram að ekkert hús væri innan
200 metra við rafmagnslínurnar og
því þyrfti ekkert að bregðast við há-
vaða- og umhverfismengun af þeim
sökum,” segir Sigurður. „Þrátt fyrir
það var línan teiknuð miklu nær
húsinu mínu og þetta voru því bein-
línis rangar upplýsingar.”
Hentistefna Landsvirkjunar
Þrátt fyrir ítrekaðar athuga-
semdir Sigurðar voru rafmagnslín-
urnar ekki færðar til og því reistar
við hlið húseignarinnar.
„Þeir sögðu að ekki væri hægt
að hnika til línustæðinu því slíkt
þyrfti að fara í gegnum nýtt um-
hverfismat. I næsta dal, Hallsteins-
dal, lá linan of nærri snjóflóðasvæði
Völtuðu yfir íbúana Framkvæmdaaðii-
ar hreiniega völtuðu yfir Sigurð og ollu
landspjöllum á grónu landi, eyðilögðu
plöntur og skildu eftir sig djúp hjólför.
og þar voru línurnar færðar um
nokkur hundruð metra án þess að
framkvæma þyrfti nýtt mat. í stað-
inn var þetta kallað minni háttar
breyting á deiliskipulagi og þá var
þetta allt í lagi,” segir Sigurður.
Hótuðu eignaupptöku
Aðspurður segir Sigurður að á
endanum hafi hann gefist upp og
ekki nennt að standa í þrasinu við
Landsvirkjun.
„Landsvirkjun bauð mér smánar-
bætur fyrir landið og ég harðneit-
aði þeim. Þess í stað hótuðu þeir að
taka landið eignarnámi og þá fengi
ég ekkert,” segir Sigurður. „Þetta
væri svipað því að ég myndi banka
upp á hjá einhverjum, segjast borga
viðkomandi smáræði fyrir húsið og
síðan skyldi viðkomandi gjöra svo
vel og hypja sig burt.”
Sigurður segir þáverandi iðnað-
arráðherra, Valgerði Sverrisdóttur,
hafa veitt heimild til eignarnáms
á sínum tíma: „Þannig að Lands-
virkjun mátti samkvæmt því taka
eignina mína án bóta. Til þess að
geta tekið eign eignarnámi þarf
slíkt að þjóna almannahagsmunum.
Ég get ekki séð hvernig sala á raf-
magni til erlends risafyrirtækis
þjóni almannahagsmunum,” bætir
Sigurður við.