blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006 blaðiA VEÐRIÐ f DAG Bjart vestan til Hægviðri í morgunsárið og bjartviðri um vestanvert landið, en dálítil væta aust- antil. Styttir upp og léttirtil austanlands síðdegis, en þykknar upp vestantil. Hiti 8 til 15 stig. Á MORGUN Urkomulítið Suðlæg átt, átta til fimmtán metrar á sekúndu og víða rigning, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 16 stig. VÍÐA UM HEIM Algarve 28 Amsterdam 23 Barcelona 27 Berlín 20 Chlcago 15 Dublin 17 Frankfurt 27 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 15 New York 21 Orlando 18 Osló 17 Palma 23 París 32 Stokkhólmur 16 Þórshöfn 17 23 17 28 27 18 11 Kraftaverkafarsími: Þvoði farsíma í þvottavélinni „Ég stillti á kerfi fyrir litaðan þvott. Síminn fór ferð í gegnum þvottavélina, í gegnum öll kerfin. Ég þurrkaði rafhlöðurnar á ofn- inum og hann var í fínu lagi eftir þvottinn,” segir Guðmundur Ármannsson, bóndi á Vaði í Skriðdal. Guðmundur gleymdi farsím- anum sínum í vasa á vinnugall- anum sínum og setti hann með í þvott. Þrátt fyrir að hafa farið í gegnum allt ferlið í þvottavélinni þá var í lagi með símann á eftir. „Við keyptum þennan síma á Egilsstöðum og þetta var ódýr tegund. Hann var bara svona rosalega sterkur.” Farsíminn sterkbyggði þurfti síðar að þola aðra ferð í vatn og í það skiptið fór verr. „Ég tapaði simanum aftur í vatn. Vinnugallann setti ég í skurðinn á túninu til þess að hreinsa hann og gleymdi aftur símanum í vasanum. Gallinn lá í tvo sólarhringa í vatninu og það lifði síminn ekki af, þvi miður.” Eva Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, segir raka- skemmdir algenga ástæðu þess að farsímar eyðileggist. „Það er óvenjulegt að síminn hafi verið í lagi eftir ferð í þvotta- vél,” segir Eva. Lá rænulaus í sólarhring eftir líkamsárás: Endurteknar árásir á Bandaríkjamann ■ Sleginn á spjalli við íslenskar stelpur ■ íslendingar pirraðir á ferðamönnum þeim afleiðingum að hann féll vank- Eftir Val Grettisson ________________ valur@bladid.net ,Þetta byrjaði á því að nokkrir Islend- ingar voru að atast í okkur vegna þjóðernis," segir John Henrikson, Bandaríkjamaður sem varð fyrir líkamsárás um næstsíðustu helgi vegna deilna við nokkra íslendinga. John og þrír vinir hans komu til íslands til þess að njóta lands og þjóðar. Ekki fór betur en svo að ís- lenskur piltur sló hann í andlitið með þeim afleiðingum að tennur hans brotnuðu, kinnbein brákaðist og hann nefbrotnaði. Árásin átti sér stað í Austurstræti. John flaug fyrr heim en til stóð vegna áverkanna og fór i aðgerð í heimalandi sínu í gær. I samtali frá San Fransisco segist hann hafa haft ánægju af heimsókninni þrátt fyrir árásina og eftirmál hennar. „Við vorum að tala við íslenskar stelpur þegar einn náunginn sem gerði grín að okkur sló mig skyndi- lega,“ segir John, en höggið kom honum algjörlega að óvörum. Hann segir að í bræði hafi hann slegið til baka og þá kom lögreglan. Að sögn Johns útskýrðu stúlkurnar að íslenski strákurinn hefði slegið hann að ástæðulausu. Lögreglan tók niður nafn Johns og félaga hans og þeir lýstu Islendingnum. „Á þessari stundu hélt ég að þetta væri búið og við vinirnir ætluðum að fara á næsta bar og skemmta okkur eftir leiðindin,“ segir John sem er allur stokkbólginn og illa farinn í andliti. Hann segir að þegar þeir voru á leiðinni á barinn hafi vinir sínir kallað á sig, hann hafi þá snúið sér við og um leið sló fslend- ingurinn hann aftur í andlitið með aður í jörðina. „Vinir mínir komu til mín og spurðu hvort ég væri ekki í lagi. Ég var mjög ringlaður og áttaði mig ekki á því hversu þungt höggið hafði verið,“ segir John sem áttaði sig ekki á alvarleika meiðslanna fyrr en daginn eftir. Hann ákvað að bíða og athuga hvort bólgan hjaðn- aði ekki en ástandið breyttist ekkert að hans sögn. Mánudaginn eftir árásina fór hann á spítala á Islandi og kom þá í ljós að hann yrði að fara í aðgerð. Hann ákvað þá að flýta ferðinni heim og fór í aðgerð í Bandaríkjunum í gær, rúmri viku eftir árásina, því bíða þurfti þess að bólgan hjaðnaði í and- liti hans. „Við félagarnir tókum sérstaklega mikið eftir því að Islendingum lík- aði alls ekki við okkur og voru oftar en ekki dónalegir," segir John, dálítið undrandi, enda hefur gestrisni íslend- inga verið rómuð á meðal ferðalanga sem sækja landið heim. Framkvæmdastjórar þriggja skemmtistaða höfðu svipaða sögu að segja um viðmót íslendinga gagn- vart útlendingum í sumar en nokkuð hefur borið á pirringi gagnvart þeim í skemmtanalífinu að þeirra sögn. Þeir segja að umhverfið á íslandi sé mjög breytt miðað við hvernig það var fyrir aðeins fimm árum, en taka það sérstaklega fram að yfirleitt sé ekki um fordóma að ræða. John og félagar hans láta engan bil- bug á sér finna þrátt fyrir árásina en þeir ætla sér að ferðast til Suður-Am- eríku næsta sumar. Málið er í rannsókn hjá lögregl- unni i Reykjavík, en árásarmaðurinn er enn ófundinn. NÝK VALKOSTUK Á WTilí^ transport' W toll- og flutningsmiðlun ehf Fiskislóð 26 • 101 Reykjavík • Sími: 578 4600 www.transport.is • transport@transport.is ^70 Svalalokanir - Svalaskjóí^ Islcnsk framlciösla íslensk hönnun Sérsmíði www.solskalar.is solskalar@solskalar.is Sltni: 554 4300 - Smíó»W0 10 • 210 Gvfebc Gluggar|Í& ARÐHUSllehf Geimfari frá Malasíu: Ætla að fá sér te á sporbaug Malasar hyggjast brjóta blað í sögu geimferða með því að verða fyrstir til að laga te á sporbaug um jörðu. Tveir fulltrúar Malasíu keppast nú um að hljóta þá vegsemd að vera valinn til þess að fara út í geiminn með rúss- neskri eldflaug á næsta ári og munu þeir því fá það verkefni að laga þjóð- ardrykk lands síns, tedrykkinn teh tarik, úti í geimnum. Að sögn Hanir Omar, sem er yfir- maður nefndarinnar sem kemur að því að velja geimfarann sem mun ferð- ast með Rússunum, hyggjast Malasar slá tvær flugur í einu höggi með uppá- tækinu. 1 fyrsta lagi að gera áhuga- verða eðlisfræðitilraun og í öðru lagi vekja athygli umheimsins á menn- ingu Malasa. Það þykir býsna flókið að laga teh tarik, jafnvel á jörðu niðri, þar sem umhella þarf vökvanum milli tveggja íláta nokkrum sinnum til þess að mynda nauðsynlega froðu. Ljóst er að flóknara er að hella upp á drykkinn í þyngdarleysi Fyrir þremur árum buðu Rússar stjórnvöldum í Malasíu að senda mann sér að kostnaðarlausu út í geiminn með rússneskri flaug. Var tilboðið hluti af vopnasölusamningi á milli þjóðanna. Tveir menn koma nú til greina en rússneskir sérfræð- ingar munu að lokum velja fyrsta geimfarann frá Malasíu. Hann fer á sporbaug með Soyuz-geimfari eftir ár. Mexíkó: Kosningar staðfestar Æðsta úrskurðarvald varðandi kosningar í Mexikó staðfesti niðurstöður forsetakosninganna í júlí og mun því fátt koma í veg fýrir að Felipe Calderon teljist réttkjörinn forseti landsins. Andstæðingur hans, Lopes Obrador, hefur haldið því fram statt og stöðugt að brögð hafi verið í tafli. Obrador ætlar að halda áfram að standa fyrir fjöldamótmælum og fátt bendir til að deilunni um kosningarnar sé lokið.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.