blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 29

blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 29
blaðið MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006 37 Matarafgangar seljast Hálféfin samloka Britney Spears seldist á 520 dollara, andvirði 36 þúsund íslenskra króna, á Ebay á dögunum. Kaupandinn var spilafyrirtækið Golden Pal- ace, sem hefur lagt sig eftir því að komast yfir undarlega hluti sem áður voru í eigu stúlkunnar. Golden Palace keypti einnig pylsu sem eiginmaður Britney, Kevin Federline, hafði bitið í og síðan fleygt. „Britney borðaði rúmlega helm- inginn af samlokunni áður en hún varð södd. Kevin Feder- line borðaði mikið þetta kvöld, en það eina sem hann skildi eftir var pylsa sem hann hafði greinilega bara bitið einu sinni í,“ sagði þjónninn á veitinga- staðnum, sem bauð mataraf- gangana til sölu. Bree í heitri kynlífssenu Sjóðheitt kynlffsatriði, sem verður í nýjustu þáttarðð Aðþrengdra eiginkvenna, hefur lekið á Netlð. Yfirmenn ABC fullyrða að atvikið sé ekkl auglýsingabrella og segjast ætla að rannsaka málið. í atriðinu sést Bree Van De Kamp, sem lefkin er af Marciu Cross, í rúminu með nýjum ástmanni sínum, Orson, sem ieikinn er af Kyle MacLachlan. Ohugnanlega mögnuð mynd Kvikmyndir Birgitta Jónsdóttir An UnconvenientTruth Leikstjóri: David Guggenheim Aðalhlutverk: Al Gore Lengd:100 mínútur Bandaríkin 2006 ★ ★★★ Undirrituð er mikill aðdáandi vel gerðra heimildarmynda. Und- anfarin ár hefur þessi grein kvik- myndaiðnaðarins blómstrað og margar eftirminnilegar myndir lit- ið dagsins ljós. Kvikmyndin sýnir á einfaldan en jafnframt nákvæman hátt hinn óþægilega sannleika um gróðurhúsaáhrifin. Þetta risavaxna vandamál serti heimsbyggðin stend- ur frammi fyrir og er svo yfirþyrm- andi að flestir kjósa að leiða það hjá sér. Staðreyndirnar sem myndin byggir á sýna á augljósan hátt að: Gróðurhúsaáhrifin eru raunveruleg. Þau eru af manna völdum. Ef við ger- Áhrifamikil heimildarmynd Myndirt fjallar um pólitikina og vísindin sem liggja að baki einnar mestu vár sem mannkynið hefur staðið frammi fyrir. um ekki eitthvað núna strax til að snúa við þessari þróun þurfum við að kljást við miklu stærri umhverfis- vandamál en er í mannlegu valdi. Óhugnaniega mögnuð mynd. En þetta er líka mynd um mann- eskjuna A1 Gore og er kvikmyndin byggð á fyrirlestraröð sem hann hefur haldið yfir íooo sinnum um alla heimsbyggð um þessar sláandi vísindalegu staðreyndir sem vísinda- menn eru á sama máli um þrátt fyrir að öðru hafi verið haldið fram í fjöl- miðlum. Þetta var meiri hrollvekja en „The Shining” og margar spurn- ingar vöknuðu í huga mér 'sem ég var orðin vonlítil um að fá einhver svör við. En það sem bjargaði mér frá því að fara og hengja mig eftir þessa dökku framtíðarsýn var bik- svört meinhæðnin sem var gengum- gangandi í henni. Undir lokin sýndi hann hvað við getum gert til að snúa þessari þróun við sem einstaklingar og þjóðir en síðast en ekki síst sem íbúar á þessari jörðu sem er okkar sameiginlegi bústaður. Vefur með nánari upplýsingum sem tengjast myndinni: http://www.climatecris- is.net/ birgitta@bladid.net Leikstjórinn Lou Ye er ekki vin- sæll hjá kínverskum stjórnvöldum. Kvikmyndaleik- stjóri í bann Kínversk stjórnvöld hafa bannað kvikmyndaleikstjóranum Lou Ye að gera kvikmynd í landinu næstu fimm árin þar sem hann sendi mynd sína, Summer Palace, á kvikmyndahátíðina í Cannes án þess að fá samþykki stjórnvalda fyrir því. Myndin gerist í kringum mót- mælin sögufrægu áTorgi hins himneska friðar árið 1989 og fór það fyrir brjóstið á ráðamönnum. Þá vöktu opinská kynlífsatriði litlu meiri hrifningu. Lou sagði á Cannes-hátíðinni í júní að hann væri að íhuga að breyta innihaldi myndarinnar svo hún yrði leyfð til sýninga í heimalandinu. Framleiðandi Summer Palace, Nai An, var einnig dæmdur í fimm ára langt bann frá kvik- myndagerð. Fjölmiðlar í Hong Kong greindu frá því að kín- verskum fjölmiðlum hefði verið bannað að fjalla um framgöngu Lou Ye á Cannes.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.