blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006
blaðiö
Útgáfufélag:
Stjórnarformaður:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árog dagurehf.
SigurðurG.Guðjónsson
Sigurjón M. Egilsson
Brynjólfur Þór Guðmundsson og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Janus Sigurjónsson
Kjarkur og kjósendur
Fari svo að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur nái ekki meirihluta
á þingi í komandi kosningum, á þá ekki að vera augljóst að þeir sem nú
eru í minnihluta geri allt sem hægt er til að mynda ríkisstjórn? Má vera að
forystufólk stjórnarandstöðuflokkanna telji erfitt að ráða þannig í úrslitin,
verði þau með þeim hætti?
Eftir tólf ára samfellda stjórnarsetu Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks á að vera augljós krafa til stjórnarandstöðunnar að hún sverji að
mynda ríkisstjórn eftir kosningar hafi hún stöðu til þess. Það er ekki spenn-
andi til þess að hugsa að einhverjir stjórnarandstæðingar þori ekki að taka
af skarið og segja það blákalt að það verði forgangsverkefni eftir kosningar
að mynda nýja ríkisstjórn fái þeir afl til þess, og að þeir segi jafnframt að
breytingar eða endurlífgun á núverandi stjórn verði þrautalending sem
einungis verði reynd takist ekki að ná saman um stjórnarsáttmála nýrrar
ríkisstjórnar.
Margt þakkar núverandi ríkisstjórn sér og eins benda helstu talsmenn
hennar á margt sem miður hefur farið. Síðast gekk Davíð Oddsson lengra
en aðrir hafa gert. Hann segir rangt haldið á varnarmálum, hann hefur
áhyggjur af ríkum íslendingum og af gagnslitlu dómskerfi. Efnahagsmálin
hafa komið á hans borð með öðrum hætti en áður var. Af þeim hefur hann
áhyggjur. Allt það sem hann hefur sagt, og einhverjir fleiri stjórnarsinnar,
eru kjörin vopn fyrir stjórnarandstöðuna og ef hana skortir ekki kjarkinn
á hún að hefja baráttuna strax. Það er fínt fyrir kjósendur að hafa klára val-
kosti. Núverandi ríkisstjórn verði áfram eða að við taki ríkisstjórn þeirra
flokka sem nú eru valdalausir; sem hafa setið á áhorfendabekkjunum og
sem hafa einstaka sinnum náð að hafa nógu hátt til að eftir þeim væri tekið
og gagn hafi orðið af. Þar má nefna björgun fjölmiðlafrumvarpsfárs Davíðs
Oddssonar.
Fari svo að stjórnarflokkarnir haldi meirihluta er líklegast að þeir starfi
saman að loknum kosningum. Undantekningarlítið eða jafnvel undantekn-
ingarlaust mæra allir stjórnarsinnar samstarf flokkanna. Þess vegna er ekki
hægt að sjá hvers vegna það haldi ekki áfram eftir kosningar verði flokkarnir
með meirihluta á þingi. Útlit er fyrir að Framsóknarflokkurinn verði aumur
eftir kosningar, en það hefur ekkí truflað Sjálfstæðisflokkinn til þessa eins
og sjá má á núverandi samstarfi þeirra í ríkisstjórn og byggðastjórnum hér
og þar um landið.
Með sama hætti er ábyrgð lögð á stjórnarandstöðuna ef ríkisstjórnin
fellur. Ábyrgðin er falin í því að þá ætla kjósendur núverandi stjórnarand-
stöðu að taka við landsstjórninni. Þá er uppi klár afstaða kjósenda og það er
kominn tími til að stjórnmálamenn virði vilja kjósenda og taki hann fram
yfir eigin hag. Sjaldan eða aldrei hafa verið eins fínir möguleikar á skýrum
valkostum i kosningum sem nú. Eina sem vantar er hreinskilni og kjarkur
forystufólksins. Það verður að tala skýrt, bæði þau sem nú eru ríkisstjórn
og eins þau sem eru utan stjórnar. Kjósendur eru eflaust reiðubúnir að gera
upp hug sinn; núverandi ríkisstjórn eða ríkisstjórn núverandi stjórnarand-
stöðu. Svör óskast frá flokkunum. .. ., .. r. ..
Sigurjon M. Egilsson.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 5103711
Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Morgunblaðið
16
blaðið
RMEMftíGVRn ÍSUiNDr H&ur,
EhlpUKSKoÐftÐ MENhíNCí
UEiMSiM5
StLVÍA FER. UT^
M/JGNr fWN.
'<7
Vilkat goð geyja
Það bar til tíðinda í upphafi vik-
unnar að Davíð Oddsson seðla-
bankastjóri kom í viðtal til Evu
Maríu Jónsdóttur, hins nýja liðs-
manns Kastljóss Ríkissjónvarps-
ins. Þar fóru þau í vinsemd vítt
og breitt yfir sviðið, en um þessar
mundir er ár liðið síðan Davíð lét af
störfum í stjórnmálum eftir langan
og á köflum stormasaman feril. Far-
sælan, hygg ég að þorri þjóðarinnar
myndi kalla hann.
Fáum ætti að hafa komið á
óvart að vistin í Seðlabankanum
hefur ekki breytt Davíð í skoðana-
lausan mann. En hann fór fínna
í hlutina en áður og gat látið sér
sumt í léttu rúmi liggja, sem
hann hefði áður þurft að vera af-
dráttarlausari í afstöðu sinni til.
Alveg eins gat hann hleypt fólki
aðeins nær sér og jafnvel upplýst
um kænsku eins og smjörklípuað-
ferðina. Ég hugsa að flestir hafi
haft gaman af þeim uppljóstr-
unum, þó sjálfsagt hafi sumum
þeim, sem urðu fyrir smjörklíp-
unni á sínum tíma ekki verið al-
veg jafnskemmt. Og síðan talaði
hann líka um viðfangsefni dags-
ins og rauf með þeim hætti agnar-
stund það „skoðanafrí" sem hann
kvaðst ætla að taka sér um árið.
Á seðlabankastjóri að vera mýldur?
Viðbrögðin létu ekki á sér standa.
Umsvifalaust mátti heyra í stjórn-
málamönnum sem fannst nánast
óviðurkvæmilegt að Davíð Oddsson
hefði skoðanir. Að ekki sé talað um
það hneyksli að hann skyldi dirfast
að lýsa þeim. Og jæja. Nú tíðkast
jafnan að embættismenn haldi
skoðunum sínum fyrir sig, en seðla-
bankastjórarnir eru nokkuð sér á
báti. Embætti þeirra eru öðrum
Klippt & skorið
þræði hápólitísk í eðli sínu og und-
anfarin ár hafa menn einmitt kapp-
kostað að auka sjálfstæði Seðlabank-
ans. Er það þá nokkur goðgá, þó
seðlabankastjóri veiti örlitla innsýn
í afstöðu sína?
Varla, enda kom fram í máli
Helga S. Guðmundssonar, formanns
bankaráðs Seðlabankans, að ekkert
væri óeðlilegt við að Davíð fjallaði
um pólitísk álitamál á opinberum
Andrés Magnússon
vettvangi. Þvert á móti sé það eðli-
legt. Þorvaldur Gylfason, prófessor
í hagfræði við Háskóla Islands og
fyrrverandi bankaráðsmaður í Seðla-
bankanum, gagnrýndi framgöngu
Davíðs hins vegar í viðtali við RÚV
á laugardag, og sagði ummæli hans
draga úr trúverðugleika bankans
og þau ummæli endurómaði Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir svo á síðum
Blaðsins í gær. Nú er það auðvitað
sérkennilegt frá helsta boðbera um-
ræðustjórnmála, en líka vegna þess
að ég á erfitt með að verjast þeirri
hugsun að Ingibjörg Sólrún sakni
Davíðs úr stjórnmálum. Andstaðan
við hann var enda hennar helsta - ef
ekki eina - erindi í stjórnmálum og
slakt gengi hennar og Samfylkingar-
innar að undanförnu má vafalaust
að einhverju leyti rekja til þess að
hún hefur þennan sinn uppáhalds-
óvin ekki lengur að kljást við.
Þorir meðan aðrir þegja
En hvað með það sem Davíð sagði?
Var það á einhvern hátt eldfimt?
Auðvitað sýnist mönnum sitt hvað
um það, en einna helst hafa menn
staldrað við tvö atriði. Annars vegar
hvernig framvinda varnarmála
hefur verið síðasta misserið og hins
vegar athugasemdir hans um styrk
og stöðu réttarkerfisins.
Um það þarf varla að deila, að
stjórnvöld kysu að þróunin í varnar-
samstarfi Islands og Bandarikjanna
hefði verið önnur en raunin er. Þar
virðast íslendingar hafa misst allt
frumkvæði og jafnvel markmiðin
eru ekki nógu skýr. En það var
þarflegt að einhver minntist á það
á annan hátt en stjórnarandstaðan,
sem helst hefur haft það til málanna
að leggja, að varnarmálin hafi farið
á hinn versta veg og að það sé hið
besta mál.
En hvað um réttarkerfið? Með
orðum sínum var Davíð sjálfsagt að
gagnrýna framgöngu ákæruvalds-
ins í sumum málum, en hann var
örugglega líka að finna að dóms-
valdinu. Menn geta örugglega deilt
um hvort það er réttmæt aðfinnsla
eður ei, en flestir hafa látið eins og
það mætti ekki einu sinni nefna það
að dómsvaldinu geti skjöplast. En
er það ómögulegt? Tæpast. Davíð
á þakkir skildar fyrir að hafa nefnt
þann möguleika og nú er að sjá
hvort menn hafi manndóm til þess
að ræða það.
Höfundur er blaðamaður.
Við Austurvöll skeggræða menn mjög þá
gildru sem Steingrímur J. Sigfússon
lagði fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur með því að bjóða henni upp á kosn-
ingabandalag. En merkilegast
þykir mönnum þó hvernig
hinn saklausi vegfarandi
Guðjón Arnar Kristjánsson,
formaður Frjálslynda flokks-
ins, lagði á sig krók til þess að
stökkva í gildruna, sem þó var
alls ekki fyrir hann egnd. Yfirlýsing hans um
að Frjálslyndi flokkurinn hafi tekið vinstri snún-
ing - í von um að fá að vera með í kaffiboðinu
á Nesveginum - þykir einstaklega óklók og
líklegt að gullið tækifæri fyrir frjálslynda til
þess að athafna sig að vild á miðjunni sé þeim
úr greipum gengið.
Fregnir um að Magnús Árni Magnús-
son, aðstoðarrektor Háskólans á Bifröst,
væri óvænt genginn úr vistinni, vöktu
nokkra athygli. Nú er hvíslað um að ástæðan
sá sú að Runólfur Ágústsson rektor hyggist
fara í framboð fyrir Samfylkinguna. Hann réð
sem kunnugt er Bryndísi
Hlöðversdóttur til þess að
veita lagadeildinni forstöðu
án auglýsingar eða hefð-
bundinna fræðikrafna, en af
tilviljun losnaði um leið þing-
sæti fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Magnús Árni mun hafa orðið þess áskynja að
Bryndísi væri ætlaður rekstorsstóllinn að Run-
ólfi gengnum og fór því. Um leið var látið af
þeirri venju að kjósa aðstoðarrektor og stjórnin
valdi Bryndísi í stöðuna. Ólsen, Ólsen!
Eftir því var tekið á flokksráðsfundi
vinstrigrænna um helgina að þær
Svandís Svavarsdóttir og Kolbrún
Halldórsdóttir undirstrikuðu það að ekki
gætu aðrir verið umhverfisverndarsinnar en
vinstrimenn og virtust gleyma hinum svörtu
eyðimerkur félaganna í
Austur-Evrópu. Þetta minnir
eilítið á röksemdafærslu
stöllu þeirra, Helen Cald-
icott, sem á sínum tíma
fullyrti að konur væru í eðli
sínu friðarsinnar og vinstrisinnar. Einhverjum
fannst Margaret Thatcher, ekki styrkja þessa
tilgátu, en Caldicott sagði augljóst mál að
Thatcherværi þá ekki raunveruleg kona.
andres.magnusson@bladid.net