blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006
UTAN UR HEIMI
Vill uppræta frjálslyndi í háskólum
Mahmoud Ahmadinejad, forseti írans, krafðist
þess í gær að frjálslyndir og veraldlega þenkj-
andi háskólakennarar yrðu upprættir og að
nemendur sæktu sér akademískan innblástur
í gildi róttækrar íslamskrar hugsunar sem ein-
kenndi byltingu Khomeinis æðstaklerks á níunda
áratugnum. Forsetinn sagði að erfitt væri að
uppræta veraldlega hugsun úr háskólum en
verkefnið væri hafið. Klerkastjórnin setti fjölda
frjálslyndra háskólakennara á eftirlaun fyrr á
þessu ári.
Castro á batavegi
Fídel Castro, forseti Kúbu, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem
að hann sagðist vera á batavegi og kominn yfir erfiðasta hjallann
eftir uppskurðinn sem hann þurfti að fara í á dögunum. Tilkynn-
ingin var birt í dagblaði kommúnistaflokks landsins, Granma, og
ásamt henni mátti sjá nýlegar myndir af hinum áttræða forseta.
Evrópusambandsríkin kljást um áfengi:
Deilt um vodka
Hart er deilt um þessar mundir
meðal aðildarríkja Evrópusam-
bandsins um hvað sé vodki og
hvað sé ekki vodki. Fram að þessu
hefur sambandið stuðst við býsna
hefðbundna skilgreiningu en nú
hafa nokkur ríki sem eiga menn-
ingarsögulegra hagsmuna að gæta
óskað eftir að þeirri skilgreiningu
verði breytt.
Pólverjar, Svíar, Finnar og
baltnesku ríkin vilja að skilgrein-
ingunni verði breytt þannig að
aðeins þeir áfengu drykkir sem
eru bruggaðir úr kornmeti og kart-
öflum megi bera nafnið „vodka”,
meðan Bretar, Hollendingar,
Frakkar og Austurrikismenn eru
á því að vodki geti verið vodki
þrátt fyrir að hann sé búinn til
úr öðrum hráefnum. Gríðarlegir
hagsmunir eru i húfi enda veltir
evrópski vodkamarkaðurinn him-
inháum upphæðum á ári hverju.
{ déilunni um hvernig eigi að
skilgreina vodka berjast menning-
arleg rök við hagræn. AP-frétta-
stofan hefur eftir Bugoslaw Sonik,
sem situr á Evrópuþinginu fyrir
Pólverja, að hann saki rótgróin
Evrópusambandsríki um tvöfalt
siðferði í málinu. Gegnum tíðina
hefur staða áfengra drykkja sem
tengjast þeim þjóðum verið varðir
Eilífðarspurning Hver hefur leyfi
fyrirrænda vodkabragðinu sínu?
HViSMI
llúllm
sim«s(
VODÍ
með allskonar skilgreiningum og
reglugerðum en þegar kemur að
drykk sem er í hávegum hafður
meðal nýrra aðildarríkja er virð-
ingarleysið algjört: „Vin verður að
brugga úr berjum meðan allt er
hægt að nota til þess að framleiða
vodka.” Sonik sagði ennfremur að
hugmyndin um að hægt sé kalla
áfengi sem er framleitt úr berjum
eða sítrussafa vodka sé beinlínis
móðgun við þorra Pólverja.
Þeir sem eru því andsnúnir að
Evrópusambandið taki upp hina
þröngu skilgreiningu á vodka
benda á að menningarrök í málinu
séu eingöngu Trójuhestur svo að
vodkaframleiðendur í Skandinavíu
og Austur-Evrópu geti bætt mark-
aðsstöðu sína innan aðildarríkja
Evrópusambandsins.
Skólobrú
VEITINGAHÚS/RESTAURANT
Borðapantanir í síma: 562 4455
Skolabrú@skolabru.is
Veitingahúsið Skólabrú
óskar eftir Matreiðslumeistara
til starfa. Þarf að geta hafið
störf sem allra fyrst.
Áhugasamir hafið samband
viö Ólaf Helga í síma 8993266.
Skolabru@skolabru. is
Einkarekinn spítali:
Stuðlar að ójöfnuði
og kostar of mikið
■ Heilbrigðisráðherra blæs á hugmyndir lækna
■ Hárrétt ákvörðun að sameina spítala segir forstjóri
Eftir Höskuld Kára Schram
hoskuldur@bladid.net
Sameining spítalanna hefur skilað
góðum árangri og ekki er tímabært
að ræða um samkeppni á því sviði að
svo stöddu að mati forstjóra Landspít-
ala-háskólasjúkrahúss. Hann segir
að á undanförnum árum hafi biðl-
istar styst og afköst stóraukist. Heil-
brigðisráðherra segir að markmið
heilbrigðiskerfisins sé að veita fólki
góða þjónustu en ekki að læknar geti
gengið á milli sjúkrahúsa.
Hárrétt ákvörðun
„Ég tel að sameining spítalanna
á sínum tíma hafi verið hárrétt
ákvörðun og hún hefur nú þegar
skilað mörgu," segir Magnús Péturs-
son, forstjóri Landspítala-háskóla-
sjúkrahúss. „Ýmsar sérgreinar sem
voru veikar fyrir hafa orðið sterkari
og þá hefur þetta skilað sér í tölu-
verðri hagræðingu í rekstri."
Á aðalfundi Læknafélags Islands
sem háldið var um síðustu helgi var
samþykkt ályktun þar sem samein-
ing spítalanna er harðlega gagnrýnd.
Þar segir að hún hafi verið misráðin
og hagræðingin hafi verið fólgin í
fækkun sjúkrarúma og alltof mikilli
fækkun starfsfólks. Það hafi síðan
leitt til minnkandi þjónustu og minni
tíma til vísindastarfa. Vilja læknar
ennfremur auka samkeppni milli
heilbrigðisstofnana og telja tímabært
að hafinn verði rekstur á sjálfstæðum
spítala á höfuðborgarsvæðinu.
Magnús segir af og frá að þjón-
„Biðlistar
hafa styst.”
MagnÚB Pétursson,
forstjóri LSH
usta hafi minnkað í kjölfar samein-
ingar spítalanna. Þvert á móti hafi
afköst aukist. „Sanngjarnir aðilar
sem hafa skoðað þessi mál hafa stað-
fest að þessi spítali hefur verið rek-
inn með sömu raunkrónum í rúm
fimm ár og á sama tíma hefur starf-
semin aukist heilmikið. Ég tel því
að sameiningin hafi skilað sér bæði
faglega og fjárhagslega.“
Magnús bendir á að á und-
anförnum árum hafi biðlistar í
flestum greinum innan spítalans
styst. „Biðlistar hafa stórlega styst í
flestum greinum. Vissulega eru þeir
enn til staðar en ástandið er mun
betra núna en fyrir nokkrum árum.
Við erum hins vegar ekkert ánægðir
með biðlista og stundum eru þeir
lengri en maður myndi kjósa.“
Þá segir Magnús ekki tímabært að
ræða samkeppni ámilli spítala áhöfuð-
borgarsvæðinu. Hann segist ekki vera
á móti samkeppni en telur nauðsyn-
legt að stíga varlega til jarðar í þeim
efnum. „Eg hafna ekki samkeppni.
Ég tel hins vegar eðlilegra að byrja á
einhverju sem er viðráðanlegt eins
og t.d. komu til sjálfstætt starfandi
sérfræðinga. Byrjum á því að koma á
samkeppni þar áður en við förum að
tala um samkeppni um hjartaskurð-
lækningar og krabbameinsmeðferðir
svo einhver dæmi séu tekin.“
Ekki þörf á tveimur spítölum
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráð-
herra segir engar forsendur vera
fyrir fjölgun spítala á höfuðborgar-
svæðinu og vísar m.a. til fámennis
máli sínu til stuðnings. „Það er al-
mennt talið að það þurfi að minnsta
kosti 750 þúsund manns á bak við
sérgreinasjúkrahús. Það er því að
mínu mati ekki þörf á tveimur sér-
greinasjúkrahúsum í 300 þúsund
manna landi sem eru í samkeppni
hvort við annað. Meginleiðarljós
okkar er að fá góða þjónustu fyrir
okkar borgara en ekki að læknar
geti gengið á milli spítala."
Siv segir ennfremur óljóst hvernig
Læknafélag Islands hyggst fjár-
magna einkarekið sjúkrahús. Hún
bendir á að ef sjúklingur eigi sjálfur
að borga í formi einkagreiðslu muni
það leiða til ójöfnuðar innan heil-
brigðiskerfisins. „Það er alveg ljóst
að ríkið á fullt í fangi með að reka
eitt sérgreinasjúkrahús. Það yrði
hvorki faglega né fjárhagslega æski-
legt fyrir skattgreiðendur að reka
tvö sjúkrahús i samkeppni hvort
við annað."
Lundúnir:
Einn af sex færði sig í strætó
mbl.is Einn af hverjum sex íbúum
Lundúna viðurkennir að hafa fært
sig um set í almenningssamgangna-
kerfi borgarinnar til að forðast að
sitja nálægt manneskju sem þeir
telja að sé múslimi. Þetta kemur
fram í nýrri könnun sem síðdegis-
blaðið Evening Standard birtir.
35 prósent viðurkenna að hafa
orðið taugaóstyrkir eða liðið illa ef
þeir hafa verið nálægt fólki frá suð-
urhluta Asíu eða norðurhluta Afr-
íku í neðanjarðarlestum eða stræti-
svögnum. Um það bil helmingur
þeirra viðurkennir að hafa fært sig
um set eða gætt þess að setjast ekki
nálægt farþegum sem líkast til eru
frá þessum heimshlutum.
Þann 7. júlí á síðasta ári létust
56 þegar fjórir múslimar gerðu
sjálfsmorðsárásir í almenningssam-
gangnakerfi Lundúna. Þrír þeirra
voru af breskum uppruna en einn af
pakistönskum.