blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 22
30 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006 blaöiö RÁÐSTEFNA UM Loftslagsbreytingar, HAFSTRAUMA OG VISTKERFI í Norður-Atlantshafi Hótel Nordica í Reykjavík 11.-12. sept. 2006. Á ráðstefnunni munu íslenskir og erlendir vísindamenn fjalla um samspil loftslags og hafstrauma. Kynnt verður nýjasta og besta þekking um möguleg áhrif loftslags- breytinga á straumakerfi Norður-Atlantshafs og lífríki þess. Öllum er heimil þátttaka, en ráðstefnan er einkum hugsuð fyrir vísindamenn, háskólanemendur og áhugamenn um vísindi og umhverfismál. Ráðstefnan fer fram á ensku. Dagskrá: Mánudagur 11. sept. 8:30 Skráning 9:00 Ávarp umhverfisráðherra, Jónínu Bjartmarz 1. Hafstraumar og loftslagsbreytingar Fyrirlesarar gefa yfirlit yfir loftslag og hafstrauma í Norður-Atlantshafi og víxlverkun þeirra. Fjallað verður m.a. um hugsanleg áhrif loftslagsbreytinga á Golfstrauminn og útbreiðslu hafíss á Norðurslóðum. 9:10 Bogi Hansen: The exchanges of water, heat, and salt between the Atlantic and Subarctic, across the Greenland-Scotland Ridge 9:45 Leif Toudal Pedersen: Observed changes in Arctic Ocean sea ice. 10:40 Meric Srokosz: Observing the North Atlantic MOC: RAPID programme initial results and future plans. 11:15 H. Thomas Rossby: On the Branching Gulf Stream: Its Spatial and Temporal Characteristics. Hádegisverður 13:00 Sædís Ólafsdóttir, Áslaug Geirsdóttir and Anne E. Jennings: The establishment of the Irminger Current west and northwest of lceland during the last deglaciation. 13:35 Trausti Jónsson: Decadal scale temperature and pressure variability in lceland from 1800 to the present. 14:15 Ingibjörg Jónsdóttir: Historical variations in sea-ice extent off lceland. 14:50 Héðinn Valdimarsson: Timeseries in lcelandic waters, variability or changes? 15:30 Fyrirlestrum lýkur fyrri dag Þriðjudagur 12. sept. 2. Vistkerfi hafsins og loftslag Fjallað verður um hvernig hafstraumar og hitastig og almennt ástand sjávar hefur áhrif á lífríki og vistkerfi hafsins og hvernig vistkerfið bregst við umhverfisbreytingum. 9:00 Ken Drinkwater: Ocean conditions, ecosystems and interactions with fish stocks. 9:35 Phillip C. Reid: Evidence from the Continuous Plankton Recorder survey for climate impacts on North Atlantic ecosystems. 10:15 Jón Ólafsson: Pieces in the iceland Sea ecosystem mosaic. 10:50 Ólafur K. Pálsson and Hjálmar Vilhjálmsson: lcelandic capelin: Recent shifts in life history. 3. Líkan af umhverfi hafsins Fjallað verður um gerð líkana af hafstraumakerfum og kynntar niðurstöður viðamikils norræns rannsóknaverkefnis, sem lýsir víxlverkun loftslags og hafsins í nyrsta hluta Norður-Atlantshafsins. 11:15 Helge Drange: Current status of modelling ocean currents Hádegisverður 13:00 Mads Hvid Ribegaard: On the coupling between hydrography and larval transport in Southwest Greenland Waters. 13:25 Ásdís Auðunsdóttir: Hydrographic conditions in lcelandic waters and sea level pressure: Model simulations and observations. 13:50 Anne Britt Sando: The link between the wind stress curl in the North Atlantic and the Atlantic Inflow to the Nordic Seas 14:15 Hjálmar Hátún: Decadal temperature and salinity variability in the NE Atlantic. 4. Umræður Umræðurnar munu að hluta snúast um spurningar um stöðu þekkingar okkar á loftslagi og hafstraumum á Norður-Atlantshafi og forgangsverkefni í rannsóknum í nánustu framtíð. Að baki þeim býr stærri spurning, sem á erindi við alla, þ.e. hvort hætta sé á mikilli röskun á haf- straumum í Norður-Atlantshafi vegna loftslagsbreytinga á.komandi áratugum, sem gæti haft gríðarleg áhrif á lífríki og samfélög á svæðinu. Efni umræðnanna verður ekki beint eingöngu að vísindamönnum, heldur að fjölmiðlum og öllum þeim láta sig framtíðina varöa. 16:00 Ráðstefnuslit Umhverfisráðuneytið í samvinnu við menntamálaráðuneytið, sjávarútvegsráöuneytið og utanríkisráðuneytið stendur að ráðstetnuninni. Ríkisstjórn íslands og Norræna ráðherranefndin styrkja framkvæmd ráðstefnunnar. Almennt skráningargjald er kr. 8000 og er hægt að skrá sig hjá Congress Reykjavík á vefsíðunni: http://www.hafro.is/symposium, en þar er einnig að finna dagskrá og fleiriupplýsingar Rafmagnstækjum á heimilum fjölgar Rafmengun er alltof mikil Brynjólfur Snorrason frumkvöðull hefur skoðað og rannsakað rafmengun undanfarin þrjátíu ár. Hann segist telja að íslendingar séu verr staddir hvað varðar rafmengun en þeir voru fyrir nokkrum árum. „Við erum ekki að standa okkur á sama tíma og rafmagnstækjum á heimilum fjölgar,” segir Brynjólfur. ,Það er hægt að ganga frá tækjum og búnaði þannig að hann mengi ekki, til að mynda með frágangi húsa og þar ber hæst spennujöfnun, jarð- skaut og jarðbindingar. Ný hús eru miklu verr frágengin heldur en áður og við erum að flýta okkur of mik- ið. Eins er ákveðin hugsanaskekkja í gangi um hvaðan jarðskautin koma, margir álíta að þau komi frá veit- unni sjálfri en það er ekki rétt. Það á að útbúa það þannig í húsunum sjálf- um að jarðskautin séu til staðar þar en það gleymist því miður. Síðan er ýmislegt annað sem hefur breyst og til að mynda er farið að nota plast við að leggja bæði heitt og kalt vatn að húsunum. Það gerir það að verk- um að húsin eru að stórum hluta jarðsambandslaus sem eykur bjög- unina á rafmagninu og veldur því að tækin verða skaðlegri." Verra fyrir börnin Brynjólfur Snorrason segir að raf- tæki geti jafnvel haft verri áhrif á börn en fullorðna. „Þegar verið er að rýna í tíðnina sem er í myndlampan- um og sjónin er ekki orðin þroskuð þá myndast erting sem gerir það að verkum að börnin verða stressaðri, þung í svefni og ná ekki eðlilegri hvíld. Þetta er því af mörgum ástæð- um óæskilegt og eins er ekki æski- legt að sofa innan um rafmagnstæki. Heima hjá mér er ekki leyfilegt að vera með raftæki í svefnherberginu. Á sínum tíma þegar synir mínir voru á táningsaldrinum voru þeir óhress- ir með pabba sinn en í dag eru þeir mjög sáttir,“ segir Brynjólfur og bæt- ir við að á Islandi sé verið að brjóta reglugerðir víða. „Það er ekki verið að taka nógu fast á þessum brotum. Á íslandi vita menn voðalega lítið um rafmengun og hrista bara haus- inn þegar fjallað er um þetta. Hins vegar leggja aðrar þjóðir mikla fjár- muni í rannsóknir til að minnka svo- kallaða THD-mengun sem er stór hluti af rafmengun.“ Alltof mikil rafmengun Brynjólfur tekur fram að grunn- stofninn sem rafmagn okkar er byggt á sé í eðli sínu góður en hins vegar hafi verið gerðar ákveðnar skyssur. „Við getum spornað við þessari þró- un ef yfirvöld taka á þessum málum. Rafmengun er of mikil og læðist að okkur án þess að við gerum okkur grein fyrir því. Það ætti því að taka rafmengun alvarlegar en nú er gert. Emda getir rafmengun haft áhrif á heilsu fólks. Ef þú verður fyrir miklu áreiti í langan tíma þá hefur það áhrif á tauga- og ofnæmiskerfi líkamans. Hvort það valdi sjúkdómum ætla ég ekki að fullyrða en það gæti flýtt fyr- ir ýmsum sjúkdómum. Það má oft sjá einkenni í húsum ef um rafmengun er að ræða og þar ber helst að nefna óeðlilega mikla ló- eða rykmyndun, tíð peruskipti og tíðar bilanir á raf- magnstækjum. Allar athuganir og rannsóknir benda til að einfaldasta leiðin til að leysa rafmengun sé í gegnum veitukerfin. Hins vegar er hægt að útbúa jarðskaut á hús en það er svolítið erfitt að eiga við það þegar margir eiga heima í húsinu.“ Góð dýna er mikilvæg Það er mjög nauðsynlegt að sofa í góðu rúmi þar sem Áest eyðum við um þriðjungi ævi okkar í svefn. Hins vegar getur það verið vandamál að finna réttu dýnuna, dýnu sem verð- ur ekki til þess að við vöknum með verki um allan líkamann. Það eru til alls kyns tegundir af góðum dýnum og því erfitt að finna hvað hentar viðkomandi nákvæmlega. Best er að kynna sér vel mismunandi framleið- endur og verslanir. Einnig er mikil- vægt að prófa rúmið í 10-15 mínútur og liggja í því rétt eins og viðkom- andi væri sofandi. Það er ekki nóg að leggjast á bakið í rúmið í nokkrar Vanda valið Það ermikilvægt að vanda valið þegar fjárfest er í dýnu enda eyðum við flest þriðjungi ævi okkar sofandi. mínútur heldur er nauðsynlegt að prófa rúmið almennilega.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.