blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006 blaöiö Stálu sjónvörpum Menn brutust inn í raftækjaverslun í austurborg Reykjavíkur aðfaranótt þriðjudags og tóku tvö sjón- vörp. Mennirnir brutu glugga til þess að komast inn. Sjónvörpin tvö kosta frá tvö hundruð þúsund upp í þrjú hundruð en mannanna er enn leitað. INNLENT LOGREGLAN Stunginn í bakið Maður á þrítugsaldri var stunginn í bakið aðfaranótt þriðju- dags en gerandinn var 16 ára gamall strákur. Atburðurinn átti sér stað í austurborg Reykjavíkur og náðist árásarmaðurinn. Meiðsl mannsins voru ekki mikii og þykir mildi aö ekki fór verr. Árásin virðist tilhæfulaus en mennirnir þekktust ekkert. Forseti í fullum skrúða Ríkisstjórn George Bush segirað töluverður árangur hafi náðst íhinu svokallaða „hryðjuverkastríði.". Bandarikjastjórn birtir endurskoðaða: Langt í fullnaðarsigur ■ Haldið áfram á sön Ríkisstjórn George Bush telur að Bandaríkjamenn hafi náð umtalsverðum árangri í hinu svo- kallaða „hnattræna stríði gegn hryðjuverkum”. Þrátt fyrir það telur stjórnin að alþjóðleg hryðju- verkasamtök hafi náð að aðlagast breyttu umhverfi og af þeim stafi enn hætta. Þetta kemur fram í end- urskoðaðri hernaðaráætlun Banda- rikjastjórnar í hryðjuverkastríðinu sem forsetinn kynnti í ræðu í gær. Kjarni boðskapar forsetans felst í fullyrðingunni: „Bandarikjamenn eru í minni hættu en áður en alls ekki óhultir.” f hernaðaráætluninni kemur meðal annars fram að Al-Qaeda, samtök hryðjuverkaforingjans Osama bin Laden, séu ekki jafn öflug og áður en af þeim stafi eigi að síður mikil hætta. Fullyrt er að samtökin starfi með ólíkum hætti en þau gerðu fyrir árásirnar á New York og Washington D.C. í sept- ember árið 2001 og það sé bæði til braut ■ Al-Qaeda ekki Hryðjuverk Bandaríkjastjórn hefur farið fremst í baráttunni gegn hryðjuverkum. marks um þann árangur sem hafi náðst í hryðjuverkastríðinu og um viðvarandi hættu. Erfiðara er fyrir Al-Qaeda að skipuleggja myrkra- verk sín en á sama tíma hafa þeir sem aðhyllast hugmyndafræði sam- takanna þróað með sér nýjar leiðir til þess að koma höggi á skotmörk sem þeir tengja hagsmunum Vestur- landa. Að mati stjórnarinnar felst ár- miðstýrð eins og áður angurinn ekki síst í því að alþjóðleg hryðjuverkasamtök eru ekki jafn miðstýrð og áður en þau starfi nú sem sjálfstæðar sellur sem tengjast sameiginlegri hugmyndafræði og ná þó að vera í samskiptum gegnum nútímatækni. Hernaðaráætlunin er kynnt í kjölfar þess að upptaka sem er talin runnin undan rifjum Al-Qaeda- samtakanna birtist um helgina. f upptökunni hvetur meðal annars Bandaríkjamaður, sem Alríkislög- reglan telur að hafi sótt þjálfunar- búðir Al-Qaeda í Afganistan, landa sína til þess að snúast til íslams. Upptakan hefur vakið upp áhyggjur af því hvort hún kunni að tengjast fyrirhugaðri árás Al-Qaeda í Banda- ríkjunum í tengslum við það að fimm ár eru síðan hryðjuverkaárás- irnar á New York og Washington voru gerðar. Talsmenn stjórnar- innar hafna þessu og telja að upp- takan gefi ekki til kynna að árás sé yfirvofandi. «£'282.316.- CLASSIK HVID/KL Kr. 228.390.- SOFT HVID/KF ^ffnflrklnak* 3 sýningarsalir: Smáralind, Akureyri og Selfoss 1 . m ÞEGAR KEYPTAR ERU „SETTU ÞAÐ SAMAN" INNRÉTTINGAR 'íGsmíraM BETRILf® TILAÐVERSIA FALLEGT, VANDAÐ, ÓDÝRT OG TIL Á LAGER - NÚNA ORMSSON SETTU ÞAÐ SAMAN Kátir saman Það fór vel á með Vladímír Pútín, forseta Rússlands, og Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, í gær. Pútín í Suður-Afríku: Forsetarnir lofa meiri tengslum Vladímír Pútín, forseti Rússlands, hóf í gær opinbera heimsókn sína til Suður-Afríku. Þrátt fyrir náin söguleg tengsl á milli stjórnvalda í Moskvu og Afríska þjóðarráðsins er Pútín fyrsti þjóðhöfðingi Rússa sem fer í opinbera heimsókn til Suður-Afríku. Með forsetanum í för er fjölmenn viðskiptasendinefnd enda er eitt af meginmarkmiðum heimsóknar- innar að styrkja tengsl þjóðanna á sviði efnahagssamstarfs og við- skipta. Einnig er talið að með heim- sókninni og nánari samskiptum við Suður-Afríku vilji Pútín styrkja stöðu Rússa í þessum heimshluta en áhrifþeirra í honum hafa farið þverr- andi frá og með lokum kalda stríðs- ins. Bæði Rússland og Suður-Afr- íka eru meðal stærstu nýmarkaða heimsins og sökum náttúrlegra auð- æfa telja sérfræðingar að ríkin hafi mikinn hag af tvíhliða samstarfi. Eftir fund Pútín með Thabo Mbeki, forseta Suður-Afríku, til- kynntu leiðtogarnir að þeir hefðu undirritað fjölda samkomulaga um tvíhliða samninga þar á meðal vináttusamning á milli þjóðanna. Meðal þess sem að leiðtogarnir sömdu um var samstarf á sviði orku- mála, samstarfs á sviði geimrann- sókna og aukin milliríkjaviðskipti. Einnig sömdu leiðtogarnir um að hafa samráð á milli stjórnvalda beggja landa varðandi mikilvæg alþjóðamál. Bæði Rússar og Suður- Afríkumenn eru stórveldi þegar kemur að auðæfum í iðrum jarðar og í rússnesku sendinefndinni voru meðal annars fulltrúar námufyrir- tækja sem sóttust eftir að tryggja samstarf við sambærileg fyrirtæki.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.