blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 11
blaðið
MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006 11
Strætó 1 Arbænum:
Fáar ferðir og fullir vagnar
Ákvörðun um að hefja akstur
á leið S5 um Árbæjarhverfið á ný
liggur hjá borgaryfirvöldum og þá
verður aukfjárveiting að koma til,
segir aðstoðarframkvæmdastjóri
Strætó bs. fbúar í hverfinu hafa
stofnað undirbúningshóp til að efna
til aðgerða gegn niðurskurði á þjón-
ustu Strætó. Tala þeir um ófremdar-
ástand í almenningssamgöngum og
krefjast þess að leið S5 verði tekin
upp að nýju.
„Strætó er ekkert að vanbúnaði að
hefja akstur á leið S5 að nýju en end-
anleg ákvörðun liggur hjá borgaryf-
irvöldum," segir Pétur U. Fenger, að-
stoðarframkvæmdastjóri Strætó bs.
„Þeirri ákvörðun þurfa þó að fylgja
fjármunir.“
Strætó ákvað síðastliðið vor að
leggja niður hraðleið S5 um Árbæj-
arhverfið og fækka ferðum á leið
19 i kjölfar mikils hallareksturs á
síðasta ári. Ákvörðuninni hefur
verið harðlega mótmælt af hálfu
íbúa Árbæjarhverfis sem segja hana
hafa í för með sér mikla þjónustu-
skerðingu fyrir hverfið. Þeir hafa nú
stofnað sérstakan undirbúningshóp
til að mótmæla niðurskurðinum og
boðað til opinna funda um málið.
I yfirlýsingu sem hópurinn sendi
frá sér í gær kemur fram að ófremd-
arástand ríki á háannatíma og
vagnar yfirleitt yfirfullir. Krefjast
þeir þess að ferðum verði fjölgað og
hraðleið S5 tekin upp að nýju til að
mæta þessu ástandi.
Pétur segir að þegar ljóst varð að
grípa yrði til niðurskurðar vegna
hallareksturs hafi niðurfelling leiðar
S5 verið besti kosturinn. „Fyrir-
tækið var í þeirri stöðu að það þurfti
að bregðast við því. Þarna sáu menn
leið til að skerða þjónustu eins lítið
og mögulegt er.“
Pétur bendir ennfremur á að um
afar litla þjónustuskerðingu sé að
Árbæingar reiðir Vilja fleiri strætisvagna
ræða og í raun hafi aðeins þrjár bið- tíðni eftir að háannatíma lýkur. Svo
stöðvar verið felldar niður. „Leið S5 er samræmdum við aðrar ferðir og fjöl-
svipuð og leið S6 þannig að þegar við guðum bílum á háannatíma þannig
tókum út S5 þá vorum við í reynd bara að í raun ætti heildarferðatími frá Ár-
að fella út þrjár biðstöðvar og draga úr bænum í miðbæinn ekki að lengjast.“
Eldri borgarar:
Tvö hundruð
íbúðir byggðar
mbl.is 1 ræðu Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar borgarstjóra
á fyrsta fundi borgarstjórnar
eftir sumarfrí í gær, kom meðal
annars fram að Reykjavíkur-
borg stefnir að þvi að undirrita
fljótlega viljayfirlýsingu um
uppbyggingu um það bil 200
þjónustu- og öryggisíbúða fyrir
eldri borgara.
Ibúðirnar verða tengdar þjón-
ustukjörnum á tveimur stöðum
í borginni, og er verið að kanna
rækilega byggingu annars vegar
um 100 íbúða við Spöngina í
Grafarvogi og hins vegar um 100
íbúða við Sléttuveg.
Noregur:
Komið upp
um mansal
mbl.is Lögregla í Tékklandi hefur
handtekið fimmtán sem eru
grunaðir um mansal til Noregs.
Mennirnir voru handteknir
við landamæri Þýskalands, að
sögn talsmanns lögreglunnar,
Blanka Kosinova. Segir Kos-
inova að þeir séu grunaðir um
smygl á ungum konum frá
norðausturhluta Tékklands
og Slóvakíu til Noregs þar sem
þær eru seldar í vændi i Ósló. Er
talið að yfir eitt hundrað konur
hafi seldar í vændi frá þessum
löndum til Noregs undanfarið
ár. Átta eru í haldi lögreglu og
eiga þeir yfir höfði sér allt að
fimmtán ára fangelsi verði þeir
fundnir sekir. Sjö hefur verið
sleppt.
Líbanon:
Herkví aflétt
Kofi Annan, aðalritari Sam-
einuðu þjóðanna, sagði í gær að
hann gerði ráð fyrir að ísraelar
myndu aflétta herkvi á Líbanon
fyrir morgundaginn. Israelar
settu herkvína á landið í kjölfar
þess að til átaka kom á milli
þeirra og vígamanna Hizballah
til þess að korna í veg fyrir að
þeim síðarnefndu bærust vopn
og birgðir frá Sýrlandi og íran.
Njótum þess
að borða hollt!
Trefjaríkar
Úr heilu korni
@ Heilsukolvetni
(Pre-biotic)
# Stökkar flögur
# Minni sykur
# Fitulitlar
Weetaflakes eru nýjar heilkornaflögur frá Weetabix fyrir
alla fjölskylduna. Gómsætar, léttar og stökkar flögur og
þær fyrstu sem innihalda heilsukolvetni (Pre-biotic) sem
veitir magastarfseminni nauösynlegan stuöning.