blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006
blaöiö
HVAÐ MANSTU?
1. Hver hringdi fyrstur manna út fyrir jörðina?
2. Hvað hét bílategundin Jaguar fram til 1935?
3. Hver er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar?
4. A4 örkina þekkja allir, en hversu stór er AO örkin?
5. Á Valhúsahæðinni er verið að krossfesta mann. Og fólkið kaupir sér far með
strætisvagninum til þess að horfa á hann. Með hvaða leið?
Svör:
cf _
5 II w
r co S F
: - £ ie
■ w ö) EE “■> .co
: «2 i 52 3 S œ '
GENGI GJALDMIÐLA
KAUP SALA
Bandarikjadalur 68,84 69,16
Sterlingspund 130,78 131,42
Dönsk króna 11,835 11,905
Norsk króna 10,861 10,925
Sænsk króna 9,478 9,534
Evra 88,3 88,8
Könnun VR:
Meirihluti nýt-
ur hlunninda
Um þrír af hverjum fjórum
félagsmönnum VR njóta hlunn-
inda af einhverju tagi sem hluta
af launakjörum. Það er mikil
aukning frá árinu 2004 þegar
43 prósent sögðust fá hlunn-
indi á móti 73 prósentum í ár.
Fleiri karlar fá hlunnindi en
konur eða átta af hverjum tíu
en tæplega sjö af hverjum tíu
konum. Algengustu hlunnindin
eru styrkir til líkamsræktar og
greiddir símreikningar.
Gistinætur á hótelum:
Mikil aukning
milli ára
Gistinóttum á hótelum í júlí
fjölgaði úr 158 þúsund í 176 þús-
und milli ára, sem er rúmlega ell-
efu prósenta aukning. í frétt Hag-
stofunnar segir að gistinóttum
hafi fjölgað í öllum landshlutum,
en að aukningin hafi verið mest
á samanlögðu svæði Suður-
nesja, Vesturlands og Vestfjarða.
Fjölgun gistinátta á hótelum í
júlí árið 2006 má bæði rekja til
íslendinga og útlendinga, en
gistinóttum útlendinga fjölgaði
um 12 prósent og Islendinga
Portúgal:
Hitabylgja í
níu héruðum
mbl.is Yfirvöld í Portúgal hafa
lýst yfir næsthæsta viðbúnað-
arstigi í níu héruðum af átján
vegna hitabylgju. Spáð var hita
frá 34 til 4i°C þar í gær.
Heilbrigðisyfirvöld hafa
ráðlagt fólki að drekka mikið
af vatni, vera innandyra og í
skugga. Auk þess er fólk beðið
um að fylgjast með heilsu ætt-
ingja sinna og nágranna.
I sjö öðrum héruðum er gult
viðbúnaðarstig, það næstvæg-
asta. í tveimur héruðum er ekki
búist við svo miklum hita að
hætta geti stafað af, í Aveiro og
Faro.
í ágúst 2003 létust um 2.000
af völdum hita með einum eða
öðrum hætti í Portúgal. I kjölfar
þeirrar hitabylgju var þessu við-
vörunarkerfi komið á.
Vinnuhópur leitar úrræöa til að bæta eftirlit með erlendum starfsmönnum:
Verður að breyta lögum
■ Vinnumálastofnun ræður ekki við málaflokkinn ■ Verkalýðshreyfingin vili taka ábyrgðina
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Atvinnurekendur geta leikið
lausum hala og þúsundir erlendra
starfsmanna eru fyrir utan kerfið.
Kerfið er steinrunnið og það hreyf-
ist ekki í þessum málum,” segir
Kristján Gunnarsson, formaður
Starfsgreinasambandsins.
I ljós hefur komið að ýmis vand-
kvæði eru á eftirliti með erlendu
vinnuafli og svört atvinnustarfsemi
er víðtæk. Vinnuhópur á vegum
ráðuneyta, skattayfirvalda, Þjóð-
skrár, Vinnumálastofnunar og
verkalýðshreyfingarinnar vinnur
nú hörðum höndum að því að sam-
ræma skráningar og eftirlit með
erlendu starfsfólki. Kristján hefur
af því áhyggjur að málaflokkurinn
hafi ekki verið settur undir rétta
stofnun.
„Veikleikinn er sá að setja mála-
flokkinn undir Vinnumálastofnun
sem fyrir var að kafna í verkefnum.
Vænlegast er að mínu mati að vista
málaflokkinn annars staðar og
verkalýðshreyfingin hefur til dæmis
boðist til að axla frekari ábyrgð. Til
þess þarf að auka lagaheimildir
verkalýðsfélaganna og auðvelda
þeim aðgang að öllum málsgögnum,”
segir Kristján.
Abyrgð atvinnurekenda
Kristján segir mikilvægt að
skerpa þurfi á lögum um hver
ábyrgð atvinnurekenda sé gagnvart
erlendum starfsmönnum.
„Okkar aðalvonbrigði eru þau að
ríkisvaldið hefur ekki með skýrum
hætti varpað ábyrgðinni á notenda-
fyrirtækin. Þau fyrirtæki sem nýta
sér starfskrafta erlends vinnuafls
eiga klárlega að bera ótvíræða
ábyrgð á því. Það er aðeins búið að
skerpa á þessu en taka þarf ábyrgð-
ina mjög skýrt fram í lögum,” segir
NOKKRAR
BREYTINGATILLÖGUR
Færa malaflokkinn annaö
Gera ábyrgö vinnuveitenda ótvíræða
Stimpluð ferilskrá fyrirtækja fylgi tilboöum
Starfsmenn beri skllríki á vinnustað
Eftirlit með útlendingum Vinnu-
hópur er að fara yfir eftirlit með
erlendu vinnuafli til þess að reyna
að stoppa upp i götin í ferlinu.
Veikleiki að
setja raála-
flokkinn undir
Vinnumála-
stofnun.
Kristján Gunnarsson
Formaður Starfs-
greinasambandsins
Kristján. „Stór hluti arðsins af
vinnu útlendinganna fer framhjá
kerfinu og starfsfólkið sjálft verður
af öllum launa- og félagslegum rétt-
indum á meðan ekki er haldið betur
utan um hlutina.”
Einfalda þarf ferlið
Þorbjörn Guðmundsson, for-
maður Samiðnar, segir vinnuhóp
vera að fara yfir þessi mál til að
stoppa upp í götin í eftirlitinu.
„Það er ljóst að einfalda verður fer-
ilinn þannig að nýtist öllum þeim
sem þurfa á að halda,” segir hann.
Það er ljóst
að einfalda
verður skrán-
ingarferilinn.
Porbjörn
Guðmundsson
Formaður Samiðnar
„Helsti bresturinn er hjá Þjóðskrá
og einnig skráningarnar hjá Vinnu-
málastofnun. Það verður farið yfir
öll þessi atriði sem þið hafið fjallað
»
um.
Þorbjörn telur tvö mikilvæg atriði
koma inn til skoðunar og vonandi
verði þau tekin inn f lög á komandi
þingi-
„Við teljum mikilvægt að skylda
verktakafyrirtæki til að leggja
fram ferilskrá þegar tilboð eru gerð.
Þannig verði sú skrá að vera við-
urkennd af Vinnumálastofnun og
skattayfirvöldum þannig að ekkert
óhreint geti leynst í pokahorninu,”
segir Þorbjörn.
„Annar liður f eftirliti með út-
lendu verkafólki er að skylda
aðila til að bera persónuskilríki
á vinnustað. Á þeim skilríkjum
komi fram nafn, vinnuveitandi og
kennitala þannig að til þess að upp-
fylla skilyrðin þurfi að tilkynna
með eðlilegum hætti viðkomandi
starfskraft.”
Nauðsynleg hjálpartæki
Kristján telur þær hugmyndir
sem Þorbjörn nefnir vera þess eðlis
að hjálpa til við eftirlit með fjölda
erlendra verkamann og svartri
atvinnustarfsemi.
„Auðvitað eru persónuskilríkin
dálítið kommúnísk aðferð en gæti
virkað til að byrja með á meðan
þessum málum er komið í eðlilegt
horf,” segir Kristján að lokum.
Landsvirkjun býst ekki við bakreikningum frá Impregilo:
Bara gerist eitthvað stórt
„Við gerum ekki ráð fyrir
neinum frekari bakreikningum frá
Impregilo, nema eitthvað stórt komi
upp á,“ segir Sigurður St. Arnalds,
verkfræðingur hjá Landsvirkjun.
,Við verðum að vóna það besta með
það, en f nýju arðsemismati vegna
Kárahnjúkavirkjunar höfum við
reiknað með þann kostnað sem
við teljum að orðinn sé af töfum
framkvæmdanna."
Landsvirkjun birti í síðustu
viku nýtt arðsemismat vegna
Kárahnjúkavirkjunar. Sigurður
segir að í kostnaðaráætlunum allra
framkvæmda geri menn ráð fyrir
verkframkvæmdum, auk ófyrirséðs
kostnaðar vegna erfiðleika sem
menn vita ekki hvort upp komi eður
ei. „Um tíu prósentum er bætt ofan
á allar áætlanir, en það er svolítið
misjafnt eftir verkþáttum. Þær
breytingar sem þegar hafa orðið
á framkvæmdinni, stíflunum og
jarðgöngunum, hafa verið greiddar
af þessu fé sem heitir ófyrirséður
kostnaður."
Ómar R. Valdimarsson,
upplýsingafulltrúi Impregilo, vildi
ekki upplýsa hvort fyrirtækið færi
fram á greiðslur vegna ófyrirséðs
kostnaðar. Það væri trúnaðarmál
milli Impregilo og Landsvirkjunar.
Að sögn Sigurðar þolir Lands-
virkjun ekki fleiri umtalsverðar
breytingar á áætlunum því þá verði
farið fram úr kostnaðaráætlun.
,Enn sem komið er erum við hins
vegar á réttu róli og við erum farin
að sjá fyrir endann á mörgum
framkvæmdunum. Vegna þessa
eigum við ekki von á neinum
frekari óvæntum eða ófyrirséðum
kostnaði í kringum stífluna.“
Sigurður segir eina möguleikann
á frekari ófyrirséðum kostnaði
tengjast þeim jarðgöngum sem
eftir á að bora. „Búið er að semja
um kaup á öllum búnaði og öllu
sem nöfnum tjáir að nefna. Við
erum hins vegar búin að gera ráð
fyrir kostnaði við alla þá verkþætti
sem búið er að framkvæma, þar
með talið hina margumræddu
stóru stíflu."
Lögreglumaður:
Smyglaði
munntóbaki
Fyrrverandi lögreglumaður
var dæmdur í Héraðsdómi
Reykjavíkur á mánudaginn fyrir
tilraun til þess að smygla munn-
tóbaki til Islands.
Afbrotið átti sér stað i
desember á síðasta ári. Hann
reyndi að smygla 720 grömmum
af munntóbaki í 30 dósum í
gegnum Leifsstöð en þá vann
hann sem lögreglumaður við
embætti lögreglustjórans á Kefla-
víkurflugvelli. Hann þarf að
borga 7500 króna sekt.