blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 26
34 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006 blaðið jaðarsport jadarsport@blaclid.net I® Urslit í fjallabruni Síðasta mótið í bikarkeppninni i fjallabruni fer fram í Reykja- felli ofan við Mosfellsbæ á laugardag kl. 14. Kajakmaraþon í Hvammsvík Kajakmaraþonið í Hvammsvík var þreytt i áttunda skipti laug- ardaginn 2. september. Vegna aftakaveðurs í Hvalfirði var brugðíð út af venju og siglt frá Hvammsvík til Geldinganess en ekki öfugt. „Þetta var mjög mikil þolraun og sennilega erfiðasta maraþon sem við höfum haldið,“ segir Þorsteinn Guðmundsson hjá Kayakklúbbnum sem stendur að keppninni. Haraldur Njálsson sigraði á 4,02 en í 2. sæti varð Ásgeir Gústafs- son á 4,04 og Þröstur Þórisson í því þriðja á 4,10. Þrímenningarnir báru af öðrum keppendum enda voru 25 mínútur í næsta mann. Haraldur er jafnframt íslandsmeist- ari í kajakróðri í ár en maraþonið var síðasta keppnin í íslandsmeist- aramótinu. Ellefu tóku þátt í maraþoninu sem er svipaður fjöldi og verið hefur undanfarin ár. Gúmmívinnustofan SP dekk Oryggi bílsins byggist á góðum hjólbörðum JEPPLINGADEKK Klettaklifur nýtur æ meiri vinsælda hér á landi Glimt við Einstæðing Hjalti Rafn glimir við grjótið Einstæðing í Jósefsdal. Mynd/Kristin Martha Upp um alla veggi til að leysa þær eins og þeir best geta. Sá sem klifrar flestar þrautir í sem fæstum tilraunum sigrar," seg- ir Hjalti og bætir við að menn þurfi ekki að vera búnir að stunda þetta mjög lengi eðaýera orðnir mjög góð- ir til að taka þátt. Hjalti segir að það sem heilli hann mest við klettaklifrið sé áreynslan og hreyfingin. „Þetta reynir á allan líkamann og einnig á hugann því að maður þarf að hafa einbeitingu og vilja til að framkvæma erfiða hluti,“ segir Hjalti. Vilji menn stunda klifur innan- húss þurfa þeir ekki að koma sér upp dýrum útbúnaði að sögn Hjalta. „Ef menn ætla að klifra úti þá kostar útbúnaðurinn talsverðan pening en flestir kaupa hann ekki allan í einu heldur bæta smátt og smátt við. Það er hægt að klifra í lágum klettum, um þriggja métra háum, án þess að notast við línu. Þá þarf maður ekki mikið meiri útbúnað en klifurskó og kalkpoka. Ef maður fer að klifra í hærri klett- um þá þarf maður að vera með línu og öryggiskarbínur, belti og annan útbúnað. Þá þurfa alltaf tveir að vera saman þannig að stundum fjár- festa menn saman í útbúnaði," segir Hjalti. Þeim sem stunda kletta- klifur hér á landi hefur fjölgað mjög á undan- förnum árum að sögn Hjalta Rafns Guðmunds- sonar, rekstrarstjóra Klifurhússins, sem er sjálfur þaulvanur klifrari. Hjalti komst fyrst í kynni við íþrótt- ina fyrir 15 árum þegar hann sótti námskeið hjá íslenska alpaklúbbn- um og hefur stundað hana síðan. „Fyrir tíu árum byrjaði ég að æfa nokkuð markvisst þegar klifurvegg- urinn Vektor var opnaður því að þá var hægt að fara að æfa allan ársins hring,“ segir Hjalti og bætir við að það sé frekar erfitt að æfa kletta- klifur utandyra á íslandi á veturna. „Það eru auðvitað sólarglennur af og til og góðir dagar en yfirleitt bjóða aðstæður ekki upp á útiklettaklifur á veturna," segir Hjalti og bætir við að áhugi á íþróttinni hafi stórauk- ist eftir að komið var upp aðstöðu til að stunda hana innandyra, fyrst með Vektor-klifurveggnum og síðar með tilkomu Klifurhússins sem opn- að var árið 2002. Um 300 manns stunda íþróttina reglulega auk þess sem námskeið eru haldin bæði á sumrin og veturna. Meiri hætta í umferðinni Að sögn Hjalta hentar klettaklifur fólki á öllum aldri og hjá Klifurhús- inu æfa jafnt börn sem fullorðnir. „Þú þarft reyndar að vera orðinn 13 ára til að geta verið einn inni í Klifurhúsi en 12 ára og yngri þurfa að vera með foreldrum eða forráða- mönnum. Við höfum æfingar líka fyrir 12 ára og yngri þar sem þeir geta komið og klifrað með leiðbein- endum,“ segir Hjalti og tekur fram að engin ástæða sé til að láta líkam- lega burði aftra sér frá þvi að prófa íþróttina. „Þú kemur þér bara í gott líkamlegt ástand ef þér finnst þetta gaman. Það er ekkert sem stöðvar þig í því.“ Að sögn Hjalta er klettaklifur ekki hættuleg íþrótt og sjálfur hefur Reynir á huga og líkama Hjalti Rafn Guðmundsson hefur stundað klifuríþróttina í fimmtán ár og segir að hún reyni bæði á huga og líkama. hann lent í meiri hættu í umferðinni en við klifur. „Fólk vill ekki taka áhættu því að annars endist það ekk- ert í íþróttinni. Það er sáralítil hætta á grjóthruni á þeim stöðum þar sem við erum að klifra utanhúss og nátt- úrlega engin innandyra." Keppt í kiifri Auk þess að standa fyrir nám- skeiðum í klifri fyrir fólk á öllum aldri stendur Klifurhúsið að klifur- keppnum og í vetur verða haldin fimm mót í innanhúsklifri. „Þá eru 20 miserfiðar leiðir settar upp og þátttakendur hafa tvo klukkutíma A fullri ferð upp Kambana Hjólreiðafélag Reykjavíkur held- ur sína árlegu Kambakeppni í götu- hjólreiðum næsta sunnudag. Leiðin er tæpir 9 km og verður hjólað frá hringtorginu í Hveragerði, upp Kambana og að afleggjaranum þar sem skýli Slysavarnafélagsins stóð á sínum tíma. Þetta er í ellefta skipti sem Kambakeppnin er haldin en hún er elsta hjólreiðakeppni sem hef- ur verið haldin samfellt hér á landi. Reynir á hjólreiðamennina Þó að leiðin sé ekki löng liggur hún upp í móti og reynir því mjög á hjólreiðagarpana. „Það er tekið á öllu upp brekkuna. Þetta eru virki- lega mikil átök á meðan keppnin stendur yfir,“ segir Brynjólfur Magnússon, formaður Hjólreiðafé- lags Reykjavíkur. Hann tekur jafn- framt undir að það hafi mikið að segja hvernig vindar blási. „Metið á þessari leið er 18,29 mínútur og það á Einar Jóhannsson en það hefur verið sagt að þegar Einar setti þetta met hafi verið ansi góður meðvind- ur,“ segir Brynjólfur. Brynjólfur segir að því miður hafi ekki verið mikil þátttaka í keppn- Sviti og átök Kambakeppni Hjól- reiðafélags Reykjavíkur reynir mjög á keppendur sem þurfa að taka á öllu sínu upp brekkuna. inni síðustu ár. „Þetta er eitt af síð- ustu mótunum okkar og menn orðn- ir þreyttir eftir sumarið þannig að síðustu ár hefur aðeins hallað und- an fæti,“ segir Brynjólfur. Unglingarniröflugir Búast má við harðri keppni þó að einn sterkasti hjólreiðamaður lands- ins, Hafsteinn Ægir Geirsson, sé meiddur og taki ekki þátt. Yngstu hjólreiðamennirnir (18 ára og yngri) hafa verið í mikilli framför undanfarin ár og hafa skákað sér eldri mönnum. „Við erum búin að vera með mjög markvissa þjálfun síðustu tvö til þrjú ár og þeir hafa verið að æfa mjög stíft sex daga vikunnar. Þeir koma virkilega sterkir í ár og reynd- ar á síðasta ári líka,“ segir Brynjólf- ur. Það eru ekki aðeins unglingarnir sem sýna götuhjólreiðum aukinn áhuga því að einnig hefur verið mikil gróska meðal eldri hjólreiða- manna (30 ára og eldri) sem hafa margir hverjir tekið að stunda íþróttina á ný. „Áhuginn hefur smátt og smátt verið að aukast síðustu þrjú til fjög- ur ár. Núna í vor mættu til dæm- is 30 manns til keppni og það var gaman að sjá svo stóran hóp taka þátt,“ segir Brynjólfur Magnússon að lokum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.