blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 06.09.2006, Blaðsíða 20
28 MIÐVIKUDAGUR 6. SEPTEMBER 2006 blaöió menning menning@bladid.net „Enginn getur verið alveg frjáls fyrr en allir eru frjálsir, enginn getur verið alveg siðlegur fyrr en allir eru siðlegir, enginn getur verið fullkom- lega hamingjusamur fyrr en allir eru hamingju- samir. Herbet Spencer Afmælisborn dagsins ROGER WATERS TÓNLISTARMAÐUR 1944 ROZIE PEREZ LEIKKONA 1964 NINA PERSSON TÓNLISTARKONA 1974 PS ísland Páll Stefánsson hefur sent frá sér nýja Ijósmyndabók og leggur nú aðaláherslu á blæbrigði birtunnar í íslenskri náttúru. Bókin heitir PS Island og í henni eru áttatíu myndir ásamt texta Páls við hverja og eina mynd. PS íslandi er lýst sem ferða- sögu þar sem ferðalangurinn er landkönnuður birtunnar. Þar er að finna myndir teknar við hin ýmsu birtuskilyrði og veðurað- stæður. Páll hefur sent frá sér fjölda Ijós- myndabóka, þeirra á meðal má nefna Reykjavík, Light, Panor- ama og LAND. Styrkur ElfaRún Kristinsdóttir hlaut hálfrar milljónar króna styrk úr Styrktarsjóði önnu Karólínu Nordal þegar hann var veittur á dögunum. Þetta er í fimmta sinn sem styrkurinn er veittur en hann hefur verið veittur árlega frá árinu 2002. Elfa Rún fær styrkinn til náms í fiðluleik. Hún stundar nám við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi undir handleiðslu prófessors Rainers Kussmaul. Endurskoöaöur nautnastuldur Rúnar Helgi Vignisson vinnur nú að endurskoðun á skáldsögu sinni Nautnastuldi sem kom fyrst út árið 1990 og var þá tilnefnd til íslensku bókmennta- verðlaunanna. Nautnastuldur er fyrri bókin sem Rúnar Helgi hefur skrifað um Egil Grímsson en hin síðari var Feigðarflan sem kom út fyrir síðustu jól og var nýlega end- urútgefin í kilju. Nautnastuldur hefur verið uppseldur um nokk- urt skeið og ákvað Rúnar Helgi að nota tækifærið þegar hann bjó söguna til nýrrar útgáfu og fara yfir hana og umskrifa á köflum. Hann segir þó ekki mik- illa breytinga að vænta. Annað verk sem Rúnar Helgi vinnur að er þýðing á bókinni Sólvængur. Hún er framhald barnabókarinnar Silfurvængur eftir Kenneth Opþel sem kom út fyrir síðustu jól. Sólvængur kemur út fyrir næstu jól. r. f r Bt kntenntagrein í vanda Dúndur í rassgat smásögunnar vað hefur komið fyrir íslensku smásöguna? Hvers vegna hafa les- endur gefið henni dúndur í rassgatið?” spyr Ólafur Gunnarsson rithöfund- ur í nýlegum pistli á vef JPV útgáf- unnar. Þar furðar hann sig á því hversu lítið fer fyrir smásögum um þessar stundir og finnst fall hennar mikið. „Smásagan ferðaðist einu sinni um í limmum og var við op- inberar móttökur en nú hefur hún verið hirt af götunum. Og líklega komið á hæli í löggubíl.” Þó ýmsir höfundar hafi lagt smá- söguna fyrir sig, ýmist með öðru eða einbeitt sér að henni, hefur út- gáfa smásagnasafna almennt vakið litla athygli undanfarin ár. Sala hef- ur verið treg og útbreiðsla lítil. Það er helst að námsmenn hafi les- ið smásögur hin síðari ár og kann það að vera helsti markaðurinn fyr- ir smásögur. Undir það tekur Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur, þýð- andi og útgefandi. Hann segirþetta þó ekki einvörðungu eiga við um Island. „Það er gríðarlegur mark- aður fyrir smásöguna í háskólum í Bandaríkjunum, þess vegna eru Bandaríkjamenn svo framarlega í smásagnagerð,” segir Rúnar Helgi. Hann segir eina ástæðuna þá að smásagnaformið henti mjög vel í skólaumhverfinu. Þetta hefur hann sjálfur reynt, hvort tveggja með út- gáfu smásagnasafnsins Uppspuna og við kennslu í Háskóla Islands. Spurningin er bara hvernig sé hægt að koma smásögunni út úr skólun- um og fyrir sjónir fleiri lesenda. Ólafur veltir því fyrir sér í pistli sínum hvers vegna smásagan njóti svona lítilla vinsælda. Hann sækir líkingar í tónlistina og segir smá- sögu eins og lag. Smásagnasafn sé því eins og geisladiskur þar sem hvert lagið tekur við af öðru frekar en að sama lagið sé leikið aftur og aftur. „Það væri gaman ef íslenskir rithöfundar færu aftur að djamma og setja saman þessi stuttu lög. Kannski útgefendur yrðu þá fáanlegir til þess að leigja hljóðver og Ríkisútvarpið að spila afraksturinn eða þá að smásagan héldi hljómleika og arkaði fram á sviðið í öllu sínu demóníska veldi. Og hver veit? Kannski yrði löggan þá að opna allar dyr í Egilshöll til þess að áhorfendur næðu andan- » Þó Ólafur ljúki máli sínu á bjart- sýnum nótum er pistill hans held- ur dimm sýn á stöðu smásögunn- ar. Þetta telur Rúnar Helgi óþarfa svartsýni. Hann ritaði einnig pist- il um smásöguna sem birtist á vef Græna hússins, útgáfufélags hans. Þar segir hann að margir góðir rit- höfundar fáist við smásagnasmíð þó sjaldnast seljist bækur þeirra fyrir kostnaði. „Hitt er annað að smásagan nýtur ekki þeirrar virð- ingar sem hún á skilið með þeim afleiðingum að ýmsir rembast við að skrifa skáldsögur sem ættu frek- ar að einbeita sér að smásögum. Að okkar mati er smásagan eitt flott- asta bókmenntaformið, hnitmiðað og afar áhrifamikið þegar vel tekst til. Smásagan er bókmenntaleg full- næging.” menníngarmolinn Bökkuðu yfir Bandaríkin Bílar og flugvélar áttu hug og hjörtu almennings framan af síð- ustu öld en þegar nokkrir áratugir voru liðnir af henni var búið að slá flest þau met sem menn gátu ímynd- að sér, og þá fóru þeir að Ieita að nýj- um afrekum. Þannig var með félagana Charles Creighton og James Hargis sem voru staðráðnir í að koma nöfnum sín- um á síður dagblaðanna og spjcld sögunnar. Á þessum degi árið 1930 luku þeir yfirreið sinni stranda á milli í Bandaríkjunum. Þeir höfðu keyrt alla vegaíengdina frá New York á austurströnd Bandaríkjanna til Los Angeles á vesturströndinni og til baka á 42 dögum. Aðrir höfðu reynt þetta fyrir þeirra tíma og tek- ist. Það sem Chreighton og Hargis gerðu sem var ólíkt forverum þeirra var að þeir bökkuðu alla leiðina.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.